Viðskipti innlent

Með tveggja prósenta hlut í Kviku

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Helgi Magnússon.
Helgi Magnússon.
Helgi Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hefur bætt við sig í Kviku banka með kaupum á ríflega 0,8 prósenta hlut í fjárfestingarbankanum fyrir um 170 milljónir króna.

Eftir kaupin fer eignarhaldsfélag Helga, Hofgarðar, með tæplega tveggja prósenta hlut í Kviku, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa fjárfestingarbankans, en hluturinn er metinn á um 420 milljónir króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í bankanum. Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum komust Hofgarðar í hóp stærstu hluthafa Kviku banka í liðnum mánuði en félagið hélt þá á liðlega 1,1 prósents hlut í bankanum.

Þá hefur Vátryggingafélag Íslands haldið áfram að minnka við sig í Kviku en tryggingafélagið hefur selt samanlagt um eins prósents hlut í bankanum í mánuðinum. Fer félagið nú með 5,5 prósenta hlut í Kviku að virði um 1.180 milljónir króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×