Pendúllinn sveiflast of langt í aðra áttina Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 22. maí 2019 09:00 Ragnhildur Geirsdóttir, sem tók við starfi RB í byrjun þessa árs, segist hefði vilja sjá Íslendinga fljótari að tileinka sér farsímagreiðslur og vonar að vinsældir Apple Pay ýti við markaðinum. FBL/Stefán Grunninnviðir íslenska fjármálakerfisins hafa sérstöðu á heimsvísu og skapa þannig fjölda tækifæra sem við þurfum að grípa. Endurskoða þarf hömlur á samstarf fjármálafyrirtækja í þessu ljósi. Þetta segir Ragnhildur Geirsdóttir, sem tók við stöðu forstjóra Reiknistofu bankanna (RB) í byrjun árs, í viðtali við Markaðinn. Hún segist hefðu viljað sjá Íslendinga vera fljótari að tileinka sér farsímagreiðslur og vonar að vinsældir Apple Pay ýti við markaðinum. Þá telur Ragnhildur, sem var áður aðstoðarforstjóri WOW air, alls ekki víst að í framtíðinni verði hagkvæmt að nýta Keflavíkurflugvöll sem skiptistöð í þeim mæli sem það er gert í dag. RB stóð að sinni árlegu vorráðstefnu á fimmtudaginn var, sem að þessu sinni var haldin í samstarfi við Fjártækniklasann. Þar var ljósi varpað á þá umbreytingu sem er að eiga sér stað á fjármálamörkuðum með tilkomu nýrrar tækni og samkeppni frá nýjum aðilum. „Stefið á ráðstefnunni var að fólk og fyrirtæki þurfi að vera framsýn og taka virkan þátt í þeim breytingum sem eru að eiga sér stað. Þróunin er og verður að vera í átt að meira samstarfi á milli nýsköpunarfyrirtækja og fjármálafyrirtækja og því að skapa vettvang fyrir hugmyndir til að verða að veruleika. Það mun skila sér margfalt til baka í framtíðinni,“ segir Ragnhildur. RB hefur þróað og rekur grunninnviði fyrir fjármálakerfið, til að mynda innlána- og greiðslukerfi og kröfupottinn sem er miðlægur grunnur fyrir útgáfu og greiðslu krafna. „Hlutverk RB er meðal annars að halda grunninnviðunum skilvirkum, byggja ofan á þá, og gera fyrirtækjum í fjármálakerfinu auðvelt að nýta þá. Það sem gerir Ísland áhugavert í samhengi fjártækniþróunar er að við höfum góða innviði sem eru frjór jarðvegur fyrir þessar breytingar og yfirgripsmikla þekkingu sem er mikilvægt að nýta til áframhaldandi þróunar á þessu sviði. Við höfum lengi verið framarlega þegar kemur að þessum málum. Við höfum haft rauntímagreiðslur frá árinu 1983 en mörg fjártækniverkefni í löndum í kringum okkur snúast einmitt um það þessi misserin. Hér eru rafræn skilríki, miðlægur kröfupottur sem gerir okkur kleift að birta allar kröfur í heimabönkum og nær allir hafa gott aðgengi að internetinu. Þetta er alls ekki sjálfgefið. Innviðirnir eru til staðar og við þurfum að byggja á þeim og horfa fram á við,“ segir Ragnhildur. „Við getum nýtt okkur smæð Íslands vegna þess að landið er lítið og við getum í ákveðnum tilfellum nýtt eitt kerfi fyrir alla aðila eins og t.d. með kröfupottinum. Núna er til dæmis miðlægur skuldagrunnur á teikniborði stjórnvalda sem ætlað er að gefa betri yfirsýn yfir skuldsetningu í efnahagslífinu. Þetta væri illframkvæmanlegt í löndum eins og Þýskalandi og Bandaríkjunum,“ segir Ragnhildur og bætir við að þessa sérstöðu megi einnig nýta til að gera úrbætur á eftirliti með peningaþvætti. Þannig geti náðst betri árangur með miðlægri vöktun og kerfi sem nær yfir allt fjármálakerfið en með núverandi fyrirkomulagi þar sem hver banki vaktar aðeins eigin kerfi og sér því aðeins hluta af heildarmyndinni. Þá segir Ragnhildur að ekki megi gleyma því að til þess að skara fram úr á þessum sviðum þurfi áfram að leggja áherslu á menntun og að skapa umhverfi sem styður við nýsköpun. „Við erum í dag með mjög metnaðarfulla háskóla sem standast vel samanburð við bestu háskóla í heimi. Hins vegar mætti hlutfall tæknimenntaðra sem útskrifast úr háskólum vera hærra. Sama gildir um fjárfestingu okkar sem þjóðar í rannsóknum og nýsköpun, þar má einnig gera betur. Þetta eru langtímamarkmið sem mikilvægt er fyrir okkur sem þjóð að huga að og mun skipta miklu máli til framtíðar til að auka samkeppnishæfni okkar, ekki bara á sviði fjármálamarkaðarins og upplýsingatækni heldur almennt sem þjóðar.“ Jákvætt að fá nýja hluthafa RB var stofnað árið 1973 og lengst af rekið með þeim hætti að kostnaðinum var skipt á milli fjármálafyrirtækja eftir notkun á kerfum. Árið 2011 var RB breytt í hlutafélag í sameiginlegu eignarhaldi fjármálafyrirtækja. Þessi ráðstöfun krafðist hins vegar sáttar við Samkeppniseftirlitið sem setti starfseminni þröng skilyrði. „Samkeppni á þessum markaði er mikilvæg en smæðin gerir það að verkum að samstarf á sumum sviðum er bæði fjármálafyrirtækjunum og neytendum í hag. Sem dæmi þá er fjöldi erlendra greiðslna allra íslensku bankanna á einu ári sambærilegur við einn dag hjá Deutsche Bank. RB var stofnað á grundvelli samstarfs en á því varð nokkur breyting þegar félagið var hlutafélagavætt árið 2011. Líklegast hefur pendúllinn þá sveiflast of mikið í hinn endann. Sumt hefur gengið aðeins of langt og ég tel að það sé kominn tími til að endurskoða þetta fyrirkomulag,“ segir Ragnhildur. Ragnhildur Geirsdóttir segir tímabært að endurskoða hömlur á samstarfi fjármálafyrirtækja um innviði.Birgir Ísleifur Gunnarsson „Til dæmis höfum við síðustu ár verið í risastórum breytingaverkefnum sem snúast um að skipta út innlána- og greiðslukerfum bankanna og innleiða nýtt grunnkerfi fyrir Seðlabankann. Þetta eru með stærri upplýsingatækniverkefnum sem hefur verið farið í á Íslandi. Ég tel að við höfum ekki átt nægilega gott samtal í upphafi þeirrar vegferðar m.a. út af þessum skilyrðum og hvernig við túlkuðum þau.“ Stóru viðskiptabankarnir þrír eiga samanlagt tæpan 89 prósenta hlut í RB. Sáttin við Samkeppniseftirlitið fól hins vegar í sér að hluthafar byðu eignarhluti í RB reglulega til sölu í því skyni að stuðla að því að fyrirtækið væri ekki einungis í eigu keppinauta á fjármálamarkaði. „Sáttin við Samkeppniseftirlitið kveður meðal annars á um að stóru hluthafarnir minnki sinn hlut en það hefur ekki enn gerst. Ég held að það sé jákvætt að fá inn nýja hluthafa. Í kringum fyrirtæki eins og RB er alltaf umræða um arðsemiskröfu á reksturinn en ekki síður það hlutverk okkar að vinna að hagræðingu í bankakerfinu í heild sinni. Þessi sjónarmið togast dálítið á. Ég er hins vegar á þeirri skoðun að þetta haldist í hendur og að það eigi alltaf að vera markmið að reka fyrirtæki með arðbærum hætti og það mun skila sér til viðskiptavinanna.“ Sótt úr mörgum áttum Hvernig geta stóru fjármálafyrirtækin aukið samkeppnishæfni sína til að halda í viðskiptavini sína? „Við þurfum að átta okkur á því að samkeppnin er ekki bara innanlands, hún kemur einnig að utan. Hverjar eru stærstu ógnanirnar við fjármálafyrirtæki? Það eru annars vegar tæknirisar, við sáum til dæmis Apple Pay tekið í notkun nýlega, og hins vegar smærri og sérhæfðari nýsköpunarfyrirtæki. Í Bretlandi hafa sprottið upp bankar sem sérhæfa sig t.d. í innlánum og bjóða betri vexti en almennt þekkist hjá bönkum þar í landi. Þetta er áskorunin sem stórir bankar standa frammi fyrir. Það er verið að bjóða upp á afmarkaða þjónustu í nýjum fyrirtækjum sem geta rekið sinn rekstur á mjög skilvirkan hátt. Bankarnir þurfa því að vera mjög góðir á mörgum sviðum eða vinna meira með nýsköpunarfyrirtækjum til að efla þjónustu við viðskiptavini sína. Þeir þurfa líka að fylgjast vel með hvernig þarfir viðskiptavinanna eru stöðugt að breytast, en meðal þess sem hefur breyst síðustu misserin er áhersla á stafræna tækni, krafa um þjónustu hvar og hvenær sem er og persónumiðaða þjónustu. Einnig tel ég mikilvægt að bankarnir hagnýti sér þá tækni og þróun sem er í gangi í hinum stóra heimi, en gríðarlega miklar breytingar eru að eiga sér stað á tæknisviðinu þessi misserin. Talið er að 90 prósent af þeim gögnum sem til eru hafi verið búin til á síðustu tveimur árum. Gríðarleg tækifæri eru í nýtingu gagna meðal annars í gervigreind og í margs konar líkanagerð og við ákvörðunartöku.“ Eins og Ragnhildur nefnir geta viðskiptavinir Landsbankans og Arion banka nú tengt kredit- og debetkort sín við Apple Pay og Íslandsbanki hefur tilkynnt að Apple Pay sé á leiðinni hjá bankanum. RB hefur greiðslulausnina Kvitt á sínum snærum en hún var kynnt í október síðastliðnum. Ragnhildur hefði viljað sjá Íslendinga vera fljótari að tileinka sér farsímagreiðslur og vonar að vinsældir Apple Pay ýti við markaðinum. Ragnhildur starfaði á sínum tíma hjá WOW air.Fréttablaðið/Ernir „Við erum langt á eftir öðrum þjóðum í þessum efnum sem er skrýtið miðað við það hversu nýjungagjörn við erum. Ein ástæðan gæti verið sú að hér er meiri kortaútbreiðsla en víðast hvar eða að tæknilausnirnar hafi ekki verið nógu einfaldar í notkun. Vonandi ýtir Apple Pay við íslenska markaðinum og hraðar þessari þróun,“ segir Ragnhildur. Spurð hvort samkeppnin við Apple Pay muni reynast erfið fyrir Kvitt nefnir hún að þetta séu ekki alveg sömu lausnirnar. „Kvitt gengur út á það að millifæra frá einum reikningi til annars, ólíkt Apple Pay sem er tengt korti. Kvitt er þannig skilvirkari og ódýrari leið sem byggir á innviðum í greiðslumiðlum. Það eru talsverðar breytingar væntanlegar á korta- og greiðslumörkuðunum, m.a. vegna innleiðingar á PSD2-löggjöfinni og það verður því áhugavert að fylgjast með hvernig mál muni þróast,“ segir Ragnhildur. Krefjandi tími hjá WOW air Ragnhildur er verkfræðingur og viðskiptafræðingur að mennt. Hún lauk prófi í véla- og iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands árið 1995 og hélt síðan út til Bandaríkjanna þar sem hún lauk meistaraprófum í iðnaðarverkfræði og viðskiptafræði. Ragnhildur kom heim úr námi frá Bandaríkjunum árið 1998, þá 27 ára gömul, og hóf störf hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins sem síðar rann inn í Íslandsbanka. Eftir stutt stopp hjá bankanum lá leiðin til Flugleiða, sem síðar var nefnt FL Group. Hún var ráðin forstjóri FL Group snemma árs 2005 en lét af störfum sama ár, eftir nokkurra mánaða starf. Ragnhildur var forstjóri plastvöruframleiðandans Promens á árunum 2005 til 2011, síðan framkvæmdastjóri Rekstrar og upplýsingatækni hjá Landsbankanum í fimm ár og aðstoðarforstjóri WOW air frá ágúst 2017 til janúar 2019. Hverjar hafa verið stærstu áskoranirnar á starfsferlinum? „Ég hef haft mjög gaman af þeim verkefnum sem ég hef tekist á við og verið heppin að vinna með mörgu öflugu fólki. Hvert fyrirtæki hefur haft sín tækifæri og áskoranir. Almennt séð finnst mér mikilvægt að horfast í augu við staðreyndir, skilja reksturinn vel og bregðast hratt við. Fjaðrafokið í kringum FL Group var áskorun fyrir mig persónulega. Svo var tíminn hjá WOW air krefjandi, sérstaklega síðustu mánuðina þegar reksturinn var orðinn mjög erfiður og blikur voru á lofti með fjármögnun fyrirtækisins. Á svona tímum lærir maður gríðarlega mikið sem gagnast manni svo í öðrum verkefnum.“ Hvernig berðu saman tímann hjá FL Group annars vegar og WOW air hins vegar? „Stuttu eftir að ég byrjaði hjá Flugleiðum áttu árásirnar á tvíburaturnana sér stað. Þá þurfti að endurskoða reksturinn og leiðakerfinu var breytt mikið á þeim tíma. Það var að mörgu leyti ekki ósvipað WOW. Við þurftum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvernig reksturinn ætti að líta út til framtíðar svo að hann yrði arðbær. Allt kemur þetta á endanum niður á því að skilja grunnreksturinn, hver afkoma leiðanna sé, og hvernig hægt sé að gera reksturinn arðbæran. Það sama gilti hjá Promens, sem rak tugi verksmiðja úti um allan heim. Við þurftum að skilja hverja einustu verksmiðju. Ef það eru vandamál þá þarf að horfast í augu við þau og bregðast við.“ Er rými fyrir tvö íslensk flugfélög miðað við rekstrarumhverfið í dag? „Ég held að það geti verið grundvöllur fyrir því að reka annað íslenskt flugfélag frá Íslandi sem er með einfaldan rekstur og þá ekki endilega að leggja áherslu á að nota Keflavík fyrir tengiflugvöll. Það er þó ljóst að Keflavík þarf að vera skilvirkur og samkeppnishæfur flugvöllur. En almennt þá þarf kostnaður á Íslandi að vera samkeppnishæfur. Launakostnaður er hár og íslenskar áhafnir eru dýrar í alþjóðlegum samanburði. Samkeppni í flugi snýst mikið um lágt verð og því þarf kostnaðurinn að vera í samræmi við það. Það er því erfitt fyrir íslenskt flugfélag að keppa við t.d. flugfélag eins og Wizz air sem hefur miklu lægri launakostnað,“ segir Ragnhildur. „Svo má heldur ekki gleyma því að ástæðan fyrir þessu mikla flugi til og frá Íslandi hefur byggst á því að nota Ísland sem tengistöð en tækninni fleygir fram og þar með auknu drægi minni flugvéla, og það er alls ekki víst að í framtíðinni verði hagkvæmt að nýta Keflavíkurflugvöll sem skiptistöð, a.m.k. ekki í þeim mæli sem það er í dag. Árið 2018 var flogið til hátt í 100 áfangastaða frá Íslandi sem er með því mesta sem gerist í Evrópu. Í bæði fluginu og fjármálakerfinu þurfum við að vera framsýn og horfa á hlutina í hinu alþjóðlega samhengi.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Íslenskir bankar Samkeppnismál Fjártækni Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Grunninnviðir íslenska fjármálakerfisins hafa sérstöðu á heimsvísu og skapa þannig fjölda tækifæra sem við þurfum að grípa. Endurskoða þarf hömlur á samstarf fjármálafyrirtækja í þessu ljósi. Þetta segir Ragnhildur Geirsdóttir, sem tók við stöðu forstjóra Reiknistofu bankanna (RB) í byrjun árs, í viðtali við Markaðinn. Hún segist hefðu viljað sjá Íslendinga vera fljótari að tileinka sér farsímagreiðslur og vonar að vinsældir Apple Pay ýti við markaðinum. Þá telur Ragnhildur, sem var áður aðstoðarforstjóri WOW air, alls ekki víst að í framtíðinni verði hagkvæmt að nýta Keflavíkurflugvöll sem skiptistöð í þeim mæli sem það er gert í dag. RB stóð að sinni árlegu vorráðstefnu á fimmtudaginn var, sem að þessu sinni var haldin í samstarfi við Fjártækniklasann. Þar var ljósi varpað á þá umbreytingu sem er að eiga sér stað á fjármálamörkuðum með tilkomu nýrrar tækni og samkeppni frá nýjum aðilum. „Stefið á ráðstefnunni var að fólk og fyrirtæki þurfi að vera framsýn og taka virkan þátt í þeim breytingum sem eru að eiga sér stað. Þróunin er og verður að vera í átt að meira samstarfi á milli nýsköpunarfyrirtækja og fjármálafyrirtækja og því að skapa vettvang fyrir hugmyndir til að verða að veruleika. Það mun skila sér margfalt til baka í framtíðinni,“ segir Ragnhildur. RB hefur þróað og rekur grunninnviði fyrir fjármálakerfið, til að mynda innlána- og greiðslukerfi og kröfupottinn sem er miðlægur grunnur fyrir útgáfu og greiðslu krafna. „Hlutverk RB er meðal annars að halda grunninnviðunum skilvirkum, byggja ofan á þá, og gera fyrirtækjum í fjármálakerfinu auðvelt að nýta þá. Það sem gerir Ísland áhugavert í samhengi fjártækniþróunar er að við höfum góða innviði sem eru frjór jarðvegur fyrir þessar breytingar og yfirgripsmikla þekkingu sem er mikilvægt að nýta til áframhaldandi þróunar á þessu sviði. Við höfum lengi verið framarlega þegar kemur að þessum málum. Við höfum haft rauntímagreiðslur frá árinu 1983 en mörg fjártækniverkefni í löndum í kringum okkur snúast einmitt um það þessi misserin. Hér eru rafræn skilríki, miðlægur kröfupottur sem gerir okkur kleift að birta allar kröfur í heimabönkum og nær allir hafa gott aðgengi að internetinu. Þetta er alls ekki sjálfgefið. Innviðirnir eru til staðar og við þurfum að byggja á þeim og horfa fram á við,“ segir Ragnhildur. „Við getum nýtt okkur smæð Íslands vegna þess að landið er lítið og við getum í ákveðnum tilfellum nýtt eitt kerfi fyrir alla aðila eins og t.d. með kröfupottinum. Núna er til dæmis miðlægur skuldagrunnur á teikniborði stjórnvalda sem ætlað er að gefa betri yfirsýn yfir skuldsetningu í efnahagslífinu. Þetta væri illframkvæmanlegt í löndum eins og Þýskalandi og Bandaríkjunum,“ segir Ragnhildur og bætir við að þessa sérstöðu megi einnig nýta til að gera úrbætur á eftirliti með peningaþvætti. Þannig geti náðst betri árangur með miðlægri vöktun og kerfi sem nær yfir allt fjármálakerfið en með núverandi fyrirkomulagi þar sem hver banki vaktar aðeins eigin kerfi og sér því aðeins hluta af heildarmyndinni. Þá segir Ragnhildur að ekki megi gleyma því að til þess að skara fram úr á þessum sviðum þurfi áfram að leggja áherslu á menntun og að skapa umhverfi sem styður við nýsköpun. „Við erum í dag með mjög metnaðarfulla háskóla sem standast vel samanburð við bestu háskóla í heimi. Hins vegar mætti hlutfall tæknimenntaðra sem útskrifast úr háskólum vera hærra. Sama gildir um fjárfestingu okkar sem þjóðar í rannsóknum og nýsköpun, þar má einnig gera betur. Þetta eru langtímamarkmið sem mikilvægt er fyrir okkur sem þjóð að huga að og mun skipta miklu máli til framtíðar til að auka samkeppnishæfni okkar, ekki bara á sviði fjármálamarkaðarins og upplýsingatækni heldur almennt sem þjóðar.“ Jákvætt að fá nýja hluthafa RB var stofnað árið 1973 og lengst af rekið með þeim hætti að kostnaðinum var skipt á milli fjármálafyrirtækja eftir notkun á kerfum. Árið 2011 var RB breytt í hlutafélag í sameiginlegu eignarhaldi fjármálafyrirtækja. Þessi ráðstöfun krafðist hins vegar sáttar við Samkeppniseftirlitið sem setti starfseminni þröng skilyrði. „Samkeppni á þessum markaði er mikilvæg en smæðin gerir það að verkum að samstarf á sumum sviðum er bæði fjármálafyrirtækjunum og neytendum í hag. Sem dæmi þá er fjöldi erlendra greiðslna allra íslensku bankanna á einu ári sambærilegur við einn dag hjá Deutsche Bank. RB var stofnað á grundvelli samstarfs en á því varð nokkur breyting þegar félagið var hlutafélagavætt árið 2011. Líklegast hefur pendúllinn þá sveiflast of mikið í hinn endann. Sumt hefur gengið aðeins of langt og ég tel að það sé kominn tími til að endurskoða þetta fyrirkomulag,“ segir Ragnhildur. Ragnhildur Geirsdóttir segir tímabært að endurskoða hömlur á samstarfi fjármálafyrirtækja um innviði.Birgir Ísleifur Gunnarsson „Til dæmis höfum við síðustu ár verið í risastórum breytingaverkefnum sem snúast um að skipta út innlána- og greiðslukerfum bankanna og innleiða nýtt grunnkerfi fyrir Seðlabankann. Þetta eru með stærri upplýsingatækniverkefnum sem hefur verið farið í á Íslandi. Ég tel að við höfum ekki átt nægilega gott samtal í upphafi þeirrar vegferðar m.a. út af þessum skilyrðum og hvernig við túlkuðum þau.“ Stóru viðskiptabankarnir þrír eiga samanlagt tæpan 89 prósenta hlut í RB. Sáttin við Samkeppniseftirlitið fól hins vegar í sér að hluthafar byðu eignarhluti í RB reglulega til sölu í því skyni að stuðla að því að fyrirtækið væri ekki einungis í eigu keppinauta á fjármálamarkaði. „Sáttin við Samkeppniseftirlitið kveður meðal annars á um að stóru hluthafarnir minnki sinn hlut en það hefur ekki enn gerst. Ég held að það sé jákvætt að fá inn nýja hluthafa. Í kringum fyrirtæki eins og RB er alltaf umræða um arðsemiskröfu á reksturinn en ekki síður það hlutverk okkar að vinna að hagræðingu í bankakerfinu í heild sinni. Þessi sjónarmið togast dálítið á. Ég er hins vegar á þeirri skoðun að þetta haldist í hendur og að það eigi alltaf að vera markmið að reka fyrirtæki með arðbærum hætti og það mun skila sér til viðskiptavinanna.“ Sótt úr mörgum áttum Hvernig geta stóru fjármálafyrirtækin aukið samkeppnishæfni sína til að halda í viðskiptavini sína? „Við þurfum að átta okkur á því að samkeppnin er ekki bara innanlands, hún kemur einnig að utan. Hverjar eru stærstu ógnanirnar við fjármálafyrirtæki? Það eru annars vegar tæknirisar, við sáum til dæmis Apple Pay tekið í notkun nýlega, og hins vegar smærri og sérhæfðari nýsköpunarfyrirtæki. Í Bretlandi hafa sprottið upp bankar sem sérhæfa sig t.d. í innlánum og bjóða betri vexti en almennt þekkist hjá bönkum þar í landi. Þetta er áskorunin sem stórir bankar standa frammi fyrir. Það er verið að bjóða upp á afmarkaða þjónustu í nýjum fyrirtækjum sem geta rekið sinn rekstur á mjög skilvirkan hátt. Bankarnir þurfa því að vera mjög góðir á mörgum sviðum eða vinna meira með nýsköpunarfyrirtækjum til að efla þjónustu við viðskiptavini sína. Þeir þurfa líka að fylgjast vel með hvernig þarfir viðskiptavinanna eru stöðugt að breytast, en meðal þess sem hefur breyst síðustu misserin er áhersla á stafræna tækni, krafa um þjónustu hvar og hvenær sem er og persónumiðaða þjónustu. Einnig tel ég mikilvægt að bankarnir hagnýti sér þá tækni og þróun sem er í gangi í hinum stóra heimi, en gríðarlega miklar breytingar eru að eiga sér stað á tæknisviðinu þessi misserin. Talið er að 90 prósent af þeim gögnum sem til eru hafi verið búin til á síðustu tveimur árum. Gríðarleg tækifæri eru í nýtingu gagna meðal annars í gervigreind og í margs konar líkanagerð og við ákvörðunartöku.“ Eins og Ragnhildur nefnir geta viðskiptavinir Landsbankans og Arion banka nú tengt kredit- og debetkort sín við Apple Pay og Íslandsbanki hefur tilkynnt að Apple Pay sé á leiðinni hjá bankanum. RB hefur greiðslulausnina Kvitt á sínum snærum en hún var kynnt í október síðastliðnum. Ragnhildur hefði viljað sjá Íslendinga vera fljótari að tileinka sér farsímagreiðslur og vonar að vinsældir Apple Pay ýti við markaðinum. Ragnhildur starfaði á sínum tíma hjá WOW air.Fréttablaðið/Ernir „Við erum langt á eftir öðrum þjóðum í þessum efnum sem er skrýtið miðað við það hversu nýjungagjörn við erum. Ein ástæðan gæti verið sú að hér er meiri kortaútbreiðsla en víðast hvar eða að tæknilausnirnar hafi ekki verið nógu einfaldar í notkun. Vonandi ýtir Apple Pay við íslenska markaðinum og hraðar þessari þróun,“ segir Ragnhildur. Spurð hvort samkeppnin við Apple Pay muni reynast erfið fyrir Kvitt nefnir hún að þetta séu ekki alveg sömu lausnirnar. „Kvitt gengur út á það að millifæra frá einum reikningi til annars, ólíkt Apple Pay sem er tengt korti. Kvitt er þannig skilvirkari og ódýrari leið sem byggir á innviðum í greiðslumiðlum. Það eru talsverðar breytingar væntanlegar á korta- og greiðslumörkuðunum, m.a. vegna innleiðingar á PSD2-löggjöfinni og það verður því áhugavert að fylgjast með hvernig mál muni þróast,“ segir Ragnhildur. Krefjandi tími hjá WOW air Ragnhildur er verkfræðingur og viðskiptafræðingur að mennt. Hún lauk prófi í véla- og iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands árið 1995 og hélt síðan út til Bandaríkjanna þar sem hún lauk meistaraprófum í iðnaðarverkfræði og viðskiptafræði. Ragnhildur kom heim úr námi frá Bandaríkjunum árið 1998, þá 27 ára gömul, og hóf störf hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins sem síðar rann inn í Íslandsbanka. Eftir stutt stopp hjá bankanum lá leiðin til Flugleiða, sem síðar var nefnt FL Group. Hún var ráðin forstjóri FL Group snemma árs 2005 en lét af störfum sama ár, eftir nokkurra mánaða starf. Ragnhildur var forstjóri plastvöruframleiðandans Promens á árunum 2005 til 2011, síðan framkvæmdastjóri Rekstrar og upplýsingatækni hjá Landsbankanum í fimm ár og aðstoðarforstjóri WOW air frá ágúst 2017 til janúar 2019. Hverjar hafa verið stærstu áskoranirnar á starfsferlinum? „Ég hef haft mjög gaman af þeim verkefnum sem ég hef tekist á við og verið heppin að vinna með mörgu öflugu fólki. Hvert fyrirtæki hefur haft sín tækifæri og áskoranir. Almennt séð finnst mér mikilvægt að horfast í augu við staðreyndir, skilja reksturinn vel og bregðast hratt við. Fjaðrafokið í kringum FL Group var áskorun fyrir mig persónulega. Svo var tíminn hjá WOW air krefjandi, sérstaklega síðustu mánuðina þegar reksturinn var orðinn mjög erfiður og blikur voru á lofti með fjármögnun fyrirtækisins. Á svona tímum lærir maður gríðarlega mikið sem gagnast manni svo í öðrum verkefnum.“ Hvernig berðu saman tímann hjá FL Group annars vegar og WOW air hins vegar? „Stuttu eftir að ég byrjaði hjá Flugleiðum áttu árásirnar á tvíburaturnana sér stað. Þá þurfti að endurskoða reksturinn og leiðakerfinu var breytt mikið á þeim tíma. Það var að mörgu leyti ekki ósvipað WOW. Við þurftum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvernig reksturinn ætti að líta út til framtíðar svo að hann yrði arðbær. Allt kemur þetta á endanum niður á því að skilja grunnreksturinn, hver afkoma leiðanna sé, og hvernig hægt sé að gera reksturinn arðbæran. Það sama gilti hjá Promens, sem rak tugi verksmiðja úti um allan heim. Við þurftum að skilja hverja einustu verksmiðju. Ef það eru vandamál þá þarf að horfast í augu við þau og bregðast við.“ Er rými fyrir tvö íslensk flugfélög miðað við rekstrarumhverfið í dag? „Ég held að það geti verið grundvöllur fyrir því að reka annað íslenskt flugfélag frá Íslandi sem er með einfaldan rekstur og þá ekki endilega að leggja áherslu á að nota Keflavík fyrir tengiflugvöll. Það er þó ljóst að Keflavík þarf að vera skilvirkur og samkeppnishæfur flugvöllur. En almennt þá þarf kostnaður á Íslandi að vera samkeppnishæfur. Launakostnaður er hár og íslenskar áhafnir eru dýrar í alþjóðlegum samanburði. Samkeppni í flugi snýst mikið um lágt verð og því þarf kostnaðurinn að vera í samræmi við það. Það er því erfitt fyrir íslenskt flugfélag að keppa við t.d. flugfélag eins og Wizz air sem hefur miklu lægri launakostnað,“ segir Ragnhildur. „Svo má heldur ekki gleyma því að ástæðan fyrir þessu mikla flugi til og frá Íslandi hefur byggst á því að nota Ísland sem tengistöð en tækninni fleygir fram og þar með auknu drægi minni flugvéla, og það er alls ekki víst að í framtíðinni verði hagkvæmt að nýta Keflavíkurflugvöll sem skiptistöð, a.m.k. ekki í þeim mæli sem það er í dag. Árið 2018 var flogið til hátt í 100 áfangastaða frá Íslandi sem er með því mesta sem gerist í Evrópu. Í bæði fluginu og fjármálakerfinu þurfum við að vera framsýn og horfa á hlutina í hinu alþjóðlega samhengi.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Íslenskir bankar Samkeppnismál Fjártækni Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira