Upphitun: Mónakó um helgina Bragi Þórðarson skrifar 23. maí 2019 06:00 Það myndast alltaf einstök stemning þegar Formúlan kemur til Mónakó Getty Sjötta umferðin í Formúlu 1 fer fram á sögufrægum götum Mónakó um helgina. Mercedes hefur verið óstöðvandi það sem af er ári en Red Bull þykir líklegt að taka sigur í furstadæminu. Lewis Hamilton leiðir heimsmeistaramót ökumanna með sjö stiga forskot á liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas. Mercedes hefur endað í fyrsta og öðru sæti í öllum keppnum ársins sem er met, ekkert lið hefur byrjað tímabil svona vel. „Tímabilið hefur vissulega byrjað vel hjá okkur, en við verðum að muna að Mónakó er mjög sérstök braut,“ hafði Valtteri Bottas að segja á blaðamannafundi á miðvikudag. Finninn bætti við að Mercedes liðið hefur yfirleitt ekki verið með hraðasta bílinn á götum Mónakó síðastliðin ár. Daniel Ricciardo stóð uppi sem sigurvegari í fyrra á sínum Red Bull. Í ár ekur hann fyrir Renault.GettyRed Bull gæti endað sigurgöngu MercedesRed Bull liðið gæti komið sterkt inn í furstadæminu. Max Verstappen, aðalökumaður liðsins, hefur reglulega verið hraðari en Ferrari ökumennirnir í ár. Eftir að liðið skipti yfir í Honda vélar fyrir tímabilið hefur hraðinn alltaf verið að aukast, ekki má gleyma því að Daniel Ricciardo vann Mónakó kappaksturinn í fyrra fyrir Red Bull. Það er ætíð mikil spenna fyrir þessum sögufræga kappakstri en oftar en ekki verða áhorfendur fyrir vonbrigðum. Formúlu bílarnir eru alltaf að verða stærri og því er nánast ómögulegt að taka framúr á þröngum götum Mónakó. Tímatökurnar á laugardaginn gætu því haft meira að segja en kappaksturinn sjálfur á sunnudaginn. Hægt verður að fylgjast með alla helgina í beinni á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sjötta umferðin í Formúlu 1 fer fram á sögufrægum götum Mónakó um helgina. Mercedes hefur verið óstöðvandi það sem af er ári en Red Bull þykir líklegt að taka sigur í furstadæminu. Lewis Hamilton leiðir heimsmeistaramót ökumanna með sjö stiga forskot á liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas. Mercedes hefur endað í fyrsta og öðru sæti í öllum keppnum ársins sem er met, ekkert lið hefur byrjað tímabil svona vel. „Tímabilið hefur vissulega byrjað vel hjá okkur, en við verðum að muna að Mónakó er mjög sérstök braut,“ hafði Valtteri Bottas að segja á blaðamannafundi á miðvikudag. Finninn bætti við að Mercedes liðið hefur yfirleitt ekki verið með hraðasta bílinn á götum Mónakó síðastliðin ár. Daniel Ricciardo stóð uppi sem sigurvegari í fyrra á sínum Red Bull. Í ár ekur hann fyrir Renault.GettyRed Bull gæti endað sigurgöngu MercedesRed Bull liðið gæti komið sterkt inn í furstadæminu. Max Verstappen, aðalökumaður liðsins, hefur reglulega verið hraðari en Ferrari ökumennirnir í ár. Eftir að liðið skipti yfir í Honda vélar fyrir tímabilið hefur hraðinn alltaf verið að aukast, ekki má gleyma því að Daniel Ricciardo vann Mónakó kappaksturinn í fyrra fyrir Red Bull. Það er ætíð mikil spenna fyrir þessum sögufræga kappakstri en oftar en ekki verða áhorfendur fyrir vonbrigðum. Formúlu bílarnir eru alltaf að verða stærri og því er nánast ómögulegt að taka framúr á þröngum götum Mónakó. Tímatökurnar á laugardaginn gætu því haft meira að segja en kappaksturinn sjálfur á sunnudaginn. Hægt verður að fylgjast með alla helgina í beinni á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira