Farage og félagar á feikimiklu flugi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. maí 2019 06:00 Farage gengur afar vel í kosningabaráttunni. Nordicphotos/AFP Þótt Nigel Farage, hávær Brexitliði og leiðtogi hins nýja Brexitflokks (e. Brexit Party), hafi lent í því leiðinlega atviki á þriðjudag að ósáttur maður hellti mjólkurhristingi yfir hann er hann væntanlega nokkuð sáttur þessa dagana. Flokkur hans mælist langstærstur í Bretlandi í aðdraganda Evrópuþingskosninga sem fara fram í dag. Könnun sem Opinium birti í gær sýnir Brexitflokkinn með 38 prósenta fylgi. Það er meira en Íhaldsflokkurinn, sem er með tólf prósent, og Verkamannaflokkurinn, með sautján prósent, samanlagt. Sömuleiðis er það vel meira en fylgi fyrri flokks Farage, UKIP, fékk í síðustu kosningum, 28 prósent. Samkvæmt greiningu Europe Elects stefnir í að Brexitflokkurinn, sem líkt og nafnið gefur til kynna er andvígur aðild Breta að ESB og þrýstir á harða útgöngu, verði sá stærsti á Evrópuþinginu eftir kosningarnar, með 28 sæti. Næst kæmi ítalski flokkurinn Bandalagið, einnig andvígur ESB, og svo Evrópusinnaði flokkurinn Kristilegir demókratar frá Þýskalandi. Bretar þurfa, eins og áður hefur komið fram, að taka þátt í Evrópuþingskosningunum þótt þeir séu á útleið úr sambandinu. Ástæðan er sú að útgöngu hefur verið frestað fram í október. Framboð Brexitflokksins er ekki hugsað til þess að hafa áhrif á stefnu Evrópusambandsins og ofboðslega lítið er að finna um stefnu flokksins fyrir kosningarnar á heimasíðu hans. Markmið bæði flokksins og væntanlegra kjósenda hans er öllu heldur, samkvæmt greiningu og viðtölum sem birtust á vef The New York Times, að senda skýr skilaboð um óánægju með það hvernig ríkisstjórn Theresu May og Íhaldsflokksins hefur haldið á spilunum í útgöngumálinu. Farage hefur til að mynda sagt í kosningabaráttunni að með sigri sé hægt að koma möguleikanum á samningslausri útgöngu aftur á borðið. Þeim möguleika, líkt og reyndar öllum öðrum hingað til, hefur breska þingið hafnað. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54 Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Þótt Nigel Farage, hávær Brexitliði og leiðtogi hins nýja Brexitflokks (e. Brexit Party), hafi lent í því leiðinlega atviki á þriðjudag að ósáttur maður hellti mjólkurhristingi yfir hann er hann væntanlega nokkuð sáttur þessa dagana. Flokkur hans mælist langstærstur í Bretlandi í aðdraganda Evrópuþingskosninga sem fara fram í dag. Könnun sem Opinium birti í gær sýnir Brexitflokkinn með 38 prósenta fylgi. Það er meira en Íhaldsflokkurinn, sem er með tólf prósent, og Verkamannaflokkurinn, með sautján prósent, samanlagt. Sömuleiðis er það vel meira en fylgi fyrri flokks Farage, UKIP, fékk í síðustu kosningum, 28 prósent. Samkvæmt greiningu Europe Elects stefnir í að Brexitflokkurinn, sem líkt og nafnið gefur til kynna er andvígur aðild Breta að ESB og þrýstir á harða útgöngu, verði sá stærsti á Evrópuþinginu eftir kosningarnar, með 28 sæti. Næst kæmi ítalski flokkurinn Bandalagið, einnig andvígur ESB, og svo Evrópusinnaði flokkurinn Kristilegir demókratar frá Þýskalandi. Bretar þurfa, eins og áður hefur komið fram, að taka þátt í Evrópuþingskosningunum þótt þeir séu á útleið úr sambandinu. Ástæðan er sú að útgöngu hefur verið frestað fram í október. Framboð Brexitflokksins er ekki hugsað til þess að hafa áhrif á stefnu Evrópusambandsins og ofboðslega lítið er að finna um stefnu flokksins fyrir kosningarnar á heimasíðu hans. Markmið bæði flokksins og væntanlegra kjósenda hans er öllu heldur, samkvæmt greiningu og viðtölum sem birtust á vef The New York Times, að senda skýr skilaboð um óánægju með það hvernig ríkisstjórn Theresu May og Íhaldsflokksins hefur haldið á spilunum í útgöngumálinu. Farage hefur til að mynda sagt í kosningabaráttunni að með sigri sé hægt að koma möguleikanum á samningslausri útgöngu aftur á borðið. Þeim möguleika, líkt og reyndar öllum öðrum hingað til, hefur breska þingið hafnað.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54 Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54
Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30