Kvenprestar neita að sitja fundi með Ólafi Sveinn Arnarsson skrifar 23. maí 2019 06:00 Biskup leysti Sr. Ólaf Jóhanneson frá störfum í desember síðastliðnum. Ákvörðun biskups var metin ólögleg af stjórnvöldum. Fréttablaðið/Eyþór Stjórn Félags prestvígðra kvenna hvatti alla fundargesti á héraðsfundi Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, sem haldinn var í gær, til að sitja ekki fundinn ef séra Ólafur Jóhannsson myndi mæta til fundarins. Ólafur var sóknarprestur í Grensáskirkju þegar konur innan kirkjunnar sökuðu hann um áreitni árið 2017 og hefur verið í leyfi frá störfum síðan. Héraðsfundur er haldinn árlega í hverju prófastsdæmi innan kirkjunnar þar sem farið er yfir starf vetrarins. Má líkja þessum fundum við aðalfundi fyrirtækja og félagasamtaka þar sem skýrsla stjórnar liggur fyrir auk þess sem kosið er í hin ýmsu ráð innan kirkjunnar. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur á svæðinu, segir um sextíu manns hafa verið boðaða á fundinn og hafa þar atkvæðisrétt. Séra Ólafur hafi þar ekki atkvæðisrétt þar sem annar prestur er starfandi sóknarprestur í Grensáskirkju. Sá hafi verið boðaður á fundinn. Þar sem héraðsfundur prófastsdæma eru opnir öllum þeim sem annt er um kirkjunnar mál var talið líklegt að séra Ólafur myndi mæta á fundinn. Því sendi stjórn félags kvenpresta póst á alla þá sem höfðu fengið boð á fundinn frá prófasti. „Öll höfum við rétt á að starfa í öruggu vinnuumhverfi og sjálfsögð krafa að velferð þolenda sé öðrum hagsmunum rétthærri í kirkjunni okkar. Í ljósi nýafstaðinna atburða er varða málefni Ólafs Jóhannssonar hvetur stjórn Félags prestvígðra kvenna alla fundargesti er boðuð eru og munu sitja héraðsfund í dag í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra til að taka ábyrga afstöðu með þolendum Ólafs,“ segir í bréfi kvenpresta. „Það gerið þið með því að sitja ekki fundinn ákveði Ólafur að birtast óvelkominn, heldur hvetjum við ykkur til að rísa á fætur og ganga út af fundinum. Er það von stjórnar að samstaða myndist um þessi mótmæli er varða hag okkar allra sem störfum fyrir kirkjuna.“ Nú um mánaðamótin verður Grensásprestakall lagt niður og sameinað Bústaðaprestakalli. Ekki er vitað hvað verður um gömlu sóknarprestsstöðu séra Ólafs við þá breytingu. Staða sóknarprests í sameinuðu prestakalli verður að öllum líkindum auglýst. Biskup leysti Ólaf frá störfum í desember síðastliðnum og hafa stjórnvöld komist að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun biskups hafi verið ólögleg. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma“ Það er óásættanleg niðurstaða ef prestur, sem fundinn hefur verið sekur um siðferðisbrot, getur starfað áfram innan kirkjunnar óáreittur. Þetta segir lögmaður kvenna, sem sökuðu sóknarprest um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í þeirra garð. 15. maí 2019 19:45 Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04 Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Þyrí Halla Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna fimm sem sökuðu séra Ólaf Jóhannsson sóknarprest í Grensáskirkju, furðar sig verulega á framkomu Ólafs og lögmanns hans undanfarna daga. 15. maí 2019 14:43 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Stjórn Félags prestvígðra kvenna hvatti alla fundargesti á héraðsfundi Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, sem haldinn var í gær, til að sitja ekki fundinn ef séra Ólafur Jóhannsson myndi mæta til fundarins. Ólafur var sóknarprestur í Grensáskirkju þegar konur innan kirkjunnar sökuðu hann um áreitni árið 2017 og hefur verið í leyfi frá störfum síðan. Héraðsfundur er haldinn árlega í hverju prófastsdæmi innan kirkjunnar þar sem farið er yfir starf vetrarins. Má líkja þessum fundum við aðalfundi fyrirtækja og félagasamtaka þar sem skýrsla stjórnar liggur fyrir auk þess sem kosið er í hin ýmsu ráð innan kirkjunnar. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur á svæðinu, segir um sextíu manns hafa verið boðaða á fundinn og hafa þar atkvæðisrétt. Séra Ólafur hafi þar ekki atkvæðisrétt þar sem annar prestur er starfandi sóknarprestur í Grensáskirkju. Sá hafi verið boðaður á fundinn. Þar sem héraðsfundur prófastsdæma eru opnir öllum þeim sem annt er um kirkjunnar mál var talið líklegt að séra Ólafur myndi mæta á fundinn. Því sendi stjórn félags kvenpresta póst á alla þá sem höfðu fengið boð á fundinn frá prófasti. „Öll höfum við rétt á að starfa í öruggu vinnuumhverfi og sjálfsögð krafa að velferð þolenda sé öðrum hagsmunum rétthærri í kirkjunni okkar. Í ljósi nýafstaðinna atburða er varða málefni Ólafs Jóhannssonar hvetur stjórn Félags prestvígðra kvenna alla fundargesti er boðuð eru og munu sitja héraðsfund í dag í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra til að taka ábyrga afstöðu með þolendum Ólafs,“ segir í bréfi kvenpresta. „Það gerið þið með því að sitja ekki fundinn ákveði Ólafur að birtast óvelkominn, heldur hvetjum við ykkur til að rísa á fætur og ganga út af fundinum. Er það von stjórnar að samstaða myndist um þessi mótmæli er varða hag okkar allra sem störfum fyrir kirkjuna.“ Nú um mánaðamótin verður Grensásprestakall lagt niður og sameinað Bústaðaprestakalli. Ekki er vitað hvað verður um gömlu sóknarprestsstöðu séra Ólafs við þá breytingu. Staða sóknarprests í sameinuðu prestakalli verður að öllum líkindum auglýst. Biskup leysti Ólaf frá störfum í desember síðastliðnum og hafa stjórnvöld komist að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun biskups hafi verið ólögleg.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma“ Það er óásættanleg niðurstaða ef prestur, sem fundinn hefur verið sekur um siðferðisbrot, getur starfað áfram innan kirkjunnar óáreittur. Þetta segir lögmaður kvenna, sem sökuðu sóknarprest um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í þeirra garð. 15. maí 2019 19:45 Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04 Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Þyrí Halla Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna fimm sem sökuðu séra Ólaf Jóhannsson sóknarprest í Grensáskirkju, furðar sig verulega á framkomu Ólafs og lögmanns hans undanfarna daga. 15. maí 2019 14:43 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma“ Það er óásættanleg niðurstaða ef prestur, sem fundinn hefur verið sekur um siðferðisbrot, getur starfað áfram innan kirkjunnar óáreittur. Þetta segir lögmaður kvenna, sem sökuðu sóknarprest um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í þeirra garð. 15. maí 2019 19:45
Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04
Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Þyrí Halla Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna fimm sem sökuðu séra Ólaf Jóhannsson sóknarprest í Grensáskirkju, furðar sig verulega á framkomu Ólafs og lögmanns hans undanfarna daga. 15. maí 2019 14:43
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent