Ráðfærði sig ekki áður við formanninn Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 23. maí 2019 06:00 Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla og bankaráðsmaður í Landsbankanum, ráðfærði sig ekki við formann bankaráðs áður en hún samþykkti að taka við formennsku í hæfisnefnd, sem á að meta hæfi þeirra sem sóttu um embætti seðlabankastjóra. Þetta staðfesti hún í samtali við Markaðinn í gær. Markaðurinn greindi frá því í gær að samkvæmt heimildum gætti óánægju innan Landsbankans með skipan Sigríðar í nefndina, ekki hvað síst að hún hefði samþykkt að taka starfið að sér án þess að bera það fyrst undir formann bankaráðs. Sigríður segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi tilkynnt Helgu Eiríksdóttur, formanni bankaráðs, um skipunina um 2-3 tímum áður en hún var gerð opinber. „Þar af leiðandi hafði hún meira en nægan tíma til að láta mig vita ef henni þætti þetta vera í andstöðu við hlutverk mitt í bankaráði. Það er regluvörður sem á í raun að samþykkja þetta en á hinn bóginn, þar sem hún er formaður, þá tel ég eðlilegt að hún hefði mátt koma með sín sjónarmið ef einhver voru og þau voru engin á þeim tímapunkti,“ segir Sigríður. „Mér þótti mjög, mjög mikilvægt að tilkynna Helgu áður en þetta yrði gert opinbert til þess að gefa henni færi á að koma fram með sín sjónarmið. Ég tel að ég hefði getað breytt um stefnu áður en þetta var gert opinbert. Ef hún hefði sett sig á móti þessu á einhvern hátt þá hefði ég tekið þau sjónarmið mjög gild.“ Spurð hvort venjan sé að upplýsa formann bankaráðs um mál af þessu tagi áður en ákvarðanir eru teknar segist Sigríður ekki vita til þess að reglur kveði á um það. Fréttablaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að venjan sé sú að slíkt sé ávallt gert. Þá segir Sigríður að enginn bankaráðsfundur hafi átt sér stað eftir skipunina. Bankaráð eigi í tölvupóstsamskiptum á milli funda en engar athugasemdir vegna málsins hafi borist henni í þeim samskiptum. Í frétt Markaðarins kom einnig fram að tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hefðu skilað inn formlegri kvörtun vegna skipunar Sigríðar. Umsækjendurnir gagnrýna að Sigríður leiði hæfisnefndina á sama tíma og hún sé í bankaráði Landsbankans enda eigi bankinn, sem stærsti viðskiptavinur Seðlabanka Íslands, verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum Seðlabankans.Hvernig bregstu við þessari gagnrýni? „Ég vil taka fram að þetta er hæfisnefnd þar sem ég met hæfi umsækjenda með tveimur öðrum nefndarmönnum. Hæfismatið er leiðbeinandi en ekki ráðgefandi. Ráðherra er sá sem á endanum velur seðlabankastjóra. Að sjálfsögðu sé ég vankanta á þessu en ég sit í bankaráði fyrir hönd ríkisins og þetta var vitað. Þetta kom ekki ljós eftir að ákvörðunin var tekin,“ segir Sigríður. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla og bankaráðsmaður í Landsbankanum, ráðfærði sig ekki við formann bankaráðs áður en hún samþykkti að taka við formennsku í hæfisnefnd, sem á að meta hæfi þeirra sem sóttu um embætti seðlabankastjóra. Þetta staðfesti hún í samtali við Markaðinn í gær. Markaðurinn greindi frá því í gær að samkvæmt heimildum gætti óánægju innan Landsbankans með skipan Sigríðar í nefndina, ekki hvað síst að hún hefði samþykkt að taka starfið að sér án þess að bera það fyrst undir formann bankaráðs. Sigríður segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi tilkynnt Helgu Eiríksdóttur, formanni bankaráðs, um skipunina um 2-3 tímum áður en hún var gerð opinber. „Þar af leiðandi hafði hún meira en nægan tíma til að láta mig vita ef henni þætti þetta vera í andstöðu við hlutverk mitt í bankaráði. Það er regluvörður sem á í raun að samþykkja þetta en á hinn bóginn, þar sem hún er formaður, þá tel ég eðlilegt að hún hefði mátt koma með sín sjónarmið ef einhver voru og þau voru engin á þeim tímapunkti,“ segir Sigríður. „Mér þótti mjög, mjög mikilvægt að tilkynna Helgu áður en þetta yrði gert opinbert til þess að gefa henni færi á að koma fram með sín sjónarmið. Ég tel að ég hefði getað breytt um stefnu áður en þetta var gert opinbert. Ef hún hefði sett sig á móti þessu á einhvern hátt þá hefði ég tekið þau sjónarmið mjög gild.“ Spurð hvort venjan sé að upplýsa formann bankaráðs um mál af þessu tagi áður en ákvarðanir eru teknar segist Sigríður ekki vita til þess að reglur kveði á um það. Fréttablaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að venjan sé sú að slíkt sé ávallt gert. Þá segir Sigríður að enginn bankaráðsfundur hafi átt sér stað eftir skipunina. Bankaráð eigi í tölvupóstsamskiptum á milli funda en engar athugasemdir vegna málsins hafi borist henni í þeim samskiptum. Í frétt Markaðarins kom einnig fram að tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hefðu skilað inn formlegri kvörtun vegna skipunar Sigríðar. Umsækjendurnir gagnrýna að Sigríður leiði hæfisnefndina á sama tíma og hún sé í bankaráði Landsbankans enda eigi bankinn, sem stærsti viðskiptavinur Seðlabanka Íslands, verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum Seðlabankans.Hvernig bregstu við þessari gagnrýni? „Ég vil taka fram að þetta er hæfisnefnd þar sem ég met hæfi umsækjenda með tveimur öðrum nefndarmönnum. Hæfismatið er leiðbeinandi en ekki ráðgefandi. Ráðherra er sá sem á endanum velur seðlabankastjóra. Að sjálfsögðu sé ég vankanta á þessu en ég sit í bankaráði fyrir hönd ríkisins og þetta var vitað. Þetta kom ekki ljós eftir að ákvörðunin var tekin,“ segir Sigríður.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00