Sarri: Ef staðan er þannig, rekið mig þá núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 11:00 Þetta tímabil hefur reynt mikið á Maurizio Sarri sem vill samt ólmur halda áfram með Chelsea. Getty/Harriet Lander Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, tók illa í þá tilhugsun að framtíð hans á Stamford Bridge ráðist á úrslitunum í leiknum á móti Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Í boði er sæti í Meistaradeildinni fyrir Arsenal en Chelsea hefur þegar tryggt sér sitt sæti. Það hefur gengið á ýmsu á fyrsta tímabili Ítalans Maurizio Sarri hjá Chelsea. Ofan á það setti FIFA félagið í tveggja glugga félagsskiptabann. Guardian og fleiri enskir miðlar segja að Chelsea ætli að taka ákvörðun um framtíð stjórans eftir úrslitaleikinn við Arsenal. Það er því margt sem bendir til þess að úrslitin í þessum úrslitaleik í Bakú gætu haft mikið að segja um framtíð Sarri á Brúnni.Maurizio Sarri: if my Chelsea future hinges on winning final, sack me now. By @domfifieldhttps://t.co/xA2ZEZeHs1 — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019„Ef staðan er þannig, rekið mig þá núna,“ sagði Maurizio Sarri við Guardian bar þennan möguleika undir hann. Sarri sjálfur býst við fundi um framtíð sína eftir leikinn. Sarri er búinn með tíu mánuði af tveggja ára samningi sínum hjá Chelsea en það er möguleiki á að framlengja hann um eitt ár. Sarri fær fimm milljónir punda, 787 milljónir íslenskra króna, fyrir hvert tímabil. Það er aftur á mikil óvissa um framtíð hans. Stuðningsmennirnir eru ekki sannfærðir um að hann sé rétti stjórinn, leikstíllinn hefur verið gagnrýndur og Sarri sjálfur hefur viðurkennt að hann sé ekki í miklum samskiptum við eigandann Roman Abramovich. Undir stjórn Maurizio Sarri náði Chelsea liðið samt þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni, komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og tryggði sér sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Liðið gæti síðan unnið titil í Bakú. „Tíu mánaða vinna og svo ræðst allt á 90 mínútum. Það er ekki sanngjarnt og ekki rétta leiðin. Þú ert annaðhvort ánægður með mína vinnu eða þú ert ekki ánægður,“ sagði Maurizio Sarri. „Næsta framtíð hjá mér er næsti miðvikudagur. Ég þarf bara að hugsa um þennan úrslitaleik eins og er. Ég er með tveggja ára samning og er ekkert að ræða við önnur félög. Ég mun fyrst ræða við mitt félag eftir úrslitaleikinn. Ég vil fá að vita hvort þeir séu ánægðir með mig eða ekki. Ég segi það núna og ef sagt það áður að ég vil halda áfram í ensku úrvalsdeildinni sem er mikilvægasta deildin í heiminum í dag,“ sagði Maurizio Sarri. „Það er mjög spennandi að vera hér og Chelsea er eitt mikilvægasta félagið í ensku úrvalsdeildinni. Ég er mjög ánægður hér. Það er aftur á móti eðlilegt að fara yfir stöðuna í lok hvers tímabils,“ sagði Sarri. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, tók illa í þá tilhugsun að framtíð hans á Stamford Bridge ráðist á úrslitunum í leiknum á móti Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Í boði er sæti í Meistaradeildinni fyrir Arsenal en Chelsea hefur þegar tryggt sér sitt sæti. Það hefur gengið á ýmsu á fyrsta tímabili Ítalans Maurizio Sarri hjá Chelsea. Ofan á það setti FIFA félagið í tveggja glugga félagsskiptabann. Guardian og fleiri enskir miðlar segja að Chelsea ætli að taka ákvörðun um framtíð stjórans eftir úrslitaleikinn við Arsenal. Það er því margt sem bendir til þess að úrslitin í þessum úrslitaleik í Bakú gætu haft mikið að segja um framtíð Sarri á Brúnni.Maurizio Sarri: if my Chelsea future hinges on winning final, sack me now. By @domfifieldhttps://t.co/xA2ZEZeHs1 — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019„Ef staðan er þannig, rekið mig þá núna,“ sagði Maurizio Sarri við Guardian bar þennan möguleika undir hann. Sarri sjálfur býst við fundi um framtíð sína eftir leikinn. Sarri er búinn með tíu mánuði af tveggja ára samningi sínum hjá Chelsea en það er möguleiki á að framlengja hann um eitt ár. Sarri fær fimm milljónir punda, 787 milljónir íslenskra króna, fyrir hvert tímabil. Það er aftur á mikil óvissa um framtíð hans. Stuðningsmennirnir eru ekki sannfærðir um að hann sé rétti stjórinn, leikstíllinn hefur verið gagnrýndur og Sarri sjálfur hefur viðurkennt að hann sé ekki í miklum samskiptum við eigandann Roman Abramovich. Undir stjórn Maurizio Sarri náði Chelsea liðið samt þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni, komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og tryggði sér sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Liðið gæti síðan unnið titil í Bakú. „Tíu mánaða vinna og svo ræðst allt á 90 mínútum. Það er ekki sanngjarnt og ekki rétta leiðin. Þú ert annaðhvort ánægður með mína vinnu eða þú ert ekki ánægður,“ sagði Maurizio Sarri. „Næsta framtíð hjá mér er næsti miðvikudagur. Ég þarf bara að hugsa um þennan úrslitaleik eins og er. Ég er með tveggja ára samning og er ekkert að ræða við önnur félög. Ég mun fyrst ræða við mitt félag eftir úrslitaleikinn. Ég vil fá að vita hvort þeir séu ánægðir með mig eða ekki. Ég segi það núna og ef sagt það áður að ég vil halda áfram í ensku úrvalsdeildinni sem er mikilvægasta deildin í heiminum í dag,“ sagði Maurizio Sarri. „Það er mjög spennandi að vera hér og Chelsea er eitt mikilvægasta félagið í ensku úrvalsdeildinni. Ég er mjög ánægður hér. Það er aftur á móti eðlilegt að fara yfir stöðuna í lok hvers tímabils,“ sagði Sarri.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti