Sarri: Ef staðan er þannig, rekið mig þá núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 11:00 Þetta tímabil hefur reynt mikið á Maurizio Sarri sem vill samt ólmur halda áfram með Chelsea. Getty/Harriet Lander Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, tók illa í þá tilhugsun að framtíð hans á Stamford Bridge ráðist á úrslitunum í leiknum á móti Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Í boði er sæti í Meistaradeildinni fyrir Arsenal en Chelsea hefur þegar tryggt sér sitt sæti. Það hefur gengið á ýmsu á fyrsta tímabili Ítalans Maurizio Sarri hjá Chelsea. Ofan á það setti FIFA félagið í tveggja glugga félagsskiptabann. Guardian og fleiri enskir miðlar segja að Chelsea ætli að taka ákvörðun um framtíð stjórans eftir úrslitaleikinn við Arsenal. Það er því margt sem bendir til þess að úrslitin í þessum úrslitaleik í Bakú gætu haft mikið að segja um framtíð Sarri á Brúnni.Maurizio Sarri: if my Chelsea future hinges on winning final, sack me now. By @domfifieldhttps://t.co/xA2ZEZeHs1 — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019„Ef staðan er þannig, rekið mig þá núna,“ sagði Maurizio Sarri við Guardian bar þennan möguleika undir hann. Sarri sjálfur býst við fundi um framtíð sína eftir leikinn. Sarri er búinn með tíu mánuði af tveggja ára samningi sínum hjá Chelsea en það er möguleiki á að framlengja hann um eitt ár. Sarri fær fimm milljónir punda, 787 milljónir íslenskra króna, fyrir hvert tímabil. Það er aftur á mikil óvissa um framtíð hans. Stuðningsmennirnir eru ekki sannfærðir um að hann sé rétti stjórinn, leikstíllinn hefur verið gagnrýndur og Sarri sjálfur hefur viðurkennt að hann sé ekki í miklum samskiptum við eigandann Roman Abramovich. Undir stjórn Maurizio Sarri náði Chelsea liðið samt þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni, komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og tryggði sér sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Liðið gæti síðan unnið titil í Bakú. „Tíu mánaða vinna og svo ræðst allt á 90 mínútum. Það er ekki sanngjarnt og ekki rétta leiðin. Þú ert annaðhvort ánægður með mína vinnu eða þú ert ekki ánægður,“ sagði Maurizio Sarri. „Næsta framtíð hjá mér er næsti miðvikudagur. Ég þarf bara að hugsa um þennan úrslitaleik eins og er. Ég er með tveggja ára samning og er ekkert að ræða við önnur félög. Ég mun fyrst ræða við mitt félag eftir úrslitaleikinn. Ég vil fá að vita hvort þeir séu ánægðir með mig eða ekki. Ég segi það núna og ef sagt það áður að ég vil halda áfram í ensku úrvalsdeildinni sem er mikilvægasta deildin í heiminum í dag,“ sagði Maurizio Sarri. „Það er mjög spennandi að vera hér og Chelsea er eitt mikilvægasta félagið í ensku úrvalsdeildinni. Ég er mjög ánægður hér. Það er aftur á móti eðlilegt að fara yfir stöðuna í lok hvers tímabils,“ sagði Sarri. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira
Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, tók illa í þá tilhugsun að framtíð hans á Stamford Bridge ráðist á úrslitunum í leiknum á móti Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Í boði er sæti í Meistaradeildinni fyrir Arsenal en Chelsea hefur þegar tryggt sér sitt sæti. Það hefur gengið á ýmsu á fyrsta tímabili Ítalans Maurizio Sarri hjá Chelsea. Ofan á það setti FIFA félagið í tveggja glugga félagsskiptabann. Guardian og fleiri enskir miðlar segja að Chelsea ætli að taka ákvörðun um framtíð stjórans eftir úrslitaleikinn við Arsenal. Það er því margt sem bendir til þess að úrslitin í þessum úrslitaleik í Bakú gætu haft mikið að segja um framtíð Sarri á Brúnni.Maurizio Sarri: if my Chelsea future hinges on winning final, sack me now. By @domfifieldhttps://t.co/xA2ZEZeHs1 — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019„Ef staðan er þannig, rekið mig þá núna,“ sagði Maurizio Sarri við Guardian bar þennan möguleika undir hann. Sarri sjálfur býst við fundi um framtíð sína eftir leikinn. Sarri er búinn með tíu mánuði af tveggja ára samningi sínum hjá Chelsea en það er möguleiki á að framlengja hann um eitt ár. Sarri fær fimm milljónir punda, 787 milljónir íslenskra króna, fyrir hvert tímabil. Það er aftur á mikil óvissa um framtíð hans. Stuðningsmennirnir eru ekki sannfærðir um að hann sé rétti stjórinn, leikstíllinn hefur verið gagnrýndur og Sarri sjálfur hefur viðurkennt að hann sé ekki í miklum samskiptum við eigandann Roman Abramovich. Undir stjórn Maurizio Sarri náði Chelsea liðið samt þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni, komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og tryggði sér sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Liðið gæti síðan unnið titil í Bakú. „Tíu mánaða vinna og svo ræðst allt á 90 mínútum. Það er ekki sanngjarnt og ekki rétta leiðin. Þú ert annaðhvort ánægður með mína vinnu eða þú ert ekki ánægður,“ sagði Maurizio Sarri. „Næsta framtíð hjá mér er næsti miðvikudagur. Ég þarf bara að hugsa um þennan úrslitaleik eins og er. Ég er með tveggja ára samning og er ekkert að ræða við önnur félög. Ég mun fyrst ræða við mitt félag eftir úrslitaleikinn. Ég vil fá að vita hvort þeir séu ánægðir með mig eða ekki. Ég segi það núna og ef sagt það áður að ég vil halda áfram í ensku úrvalsdeildinni sem er mikilvægasta deildin í heiminum í dag,“ sagði Maurizio Sarri. „Það er mjög spennandi að vera hér og Chelsea er eitt mikilvægasta félagið í ensku úrvalsdeildinni. Ég er mjög ánægður hér. Það er aftur á móti eðlilegt að fara yfir stöðuna í lok hvers tímabils,“ sagði Sarri.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti