Sport

Aaron Rodgers pakkað saman af liðsfélaga í bjórdrykkjukeppni á körfuboltaleik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rodgers er enginn vatnslás. Svo mikið er víst.
Rodgers er enginn vatnslás. Svo mikið er víst.
Leikmenn Green Bay Packers voru óvænt í sviðsljósinu á körfuboltaleik Milwaukee og Toronto í gær. Þeir fóru þá í bjórdrykkjukeppni í höllinni.

Fyrst kom myndavélin á sóknarlínumann Packers, David Bakhtiari, og hann negldi í sig tveimur bjórum á örfáum sekúndum. Hann benti svo yfir í dýrari sætin þar sem Rodgers sat. Leikstjórnandinn, og næstlaunahæsti leikmaður NFL-deildarinnar, er augljóslega ekki með neinn vatnslás því hann náði ekki að klára úr einu glasi. Dapurt.

Bakhtiari hló og skellti í sig þriðja bjórnum. Hans starf á vellinum er að vernda Rodgers og gerir það alla jafna vel. Það vakti líka kátínu að sjónvarpsfólkið skildi merkja Rodgers sem aukaleikara í Game of Thrones þar sem hann fékk örhlutverk á dögunum.





Margir hlógu að því hversu lélegur Rodgers væri að drekka bjór. Einn þeirra var Matthew Stafford, leikstjórnandi Detroit Lions, sem var að horfa á leikinn á bar.

Hann kenndi Rodgers hvernig ætti að gera þetta og skellti því að sjálfsögðu á netið. Stafford augljóslega með alvöru holræsi enda hvarf bjórinn á núll einni.





NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×