Viðskipti erlent

Fyrsti starfsmaður Uber hættir í stjórn fyrirtækisins

Sylvía Hall skrifar
Ryan Graves sést hér til hægri.
Ryan Graves sést hér til hægri. Vísir/Getty
Ryan Graves, fyrsti starfsmaður Uber og fyrrum forstjóri fyrirtækisins, hefur tilkynnt stjórn fyrirtækisins að hann muni láta af störfum sem stjórnarmeðlimur frá og með mánudeginum.

Graves tilkynnti stjórninni ákvörðun sína fyrr í vikunni en hann hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2010 og var fyrsti starfsmaður sem fyrirtækið réði til sín.

Hann gegndi stöðu forstjóra fyrirtækisins í skamman tíma þar til einn stofnenda þess, Travis Kalanick, tók við stöðunni. Síðan þá hefur hann setið í stjórn fyrirtækisins.


Tengdar fréttir

Uber boðar stefnubreytingu

Deilabílaþjónustan Uber mun í framtíðinni leggja ríkari áherslu á útleigu reið- og rafhjóla, þrátt fyrir það kunni að bitna á tekjum fyrirtækisins.

Lyft hefur ekki enn skilað hagnaði

Stjórnendur Lyft, sem stefnir á hlutabréfamarkað á árinu, upplýstu fyrir helgi að bandarísku leigubílaþjónustunni hefði enn ekki tekist að skila hagnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×