Hamilton á ráspól í Mónakó Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2019 14:17 Hamilton var hoppandi kátur eftir tímatökuna í dag. vísir/getty Heimsmeistarinn Lewis Hamilton verður á ráspól í Mónakó-kappakstrinum á morgun. Hamilton var fyrstur í tímatökunni í dag. Félagi hans á Mercedes, Valtteri Bottas, varð annar og Max Verstappen á Red Bull þriðji. Bottas hefði getað náð ráspól fjórða skiptið í röð en Hamilton skákaði Finnanum.QUALIFYING CLASSIFICATION: Hamilton's first pole since Melbourne#MonacoGP#F1pic.twitter.com/0SWcz8EImM — Formula 1 (@F1) May 25, 2019 Þetta er aðeins í annað sinn sem Hamilton verður á ráspól í Mónakó. Hann var á ráspól í Mónakó-kappakstrinum 2015 en endaði í 3. sæti. Hamilton lenti einnig í 3. sæti í Mónakó í fyrra. Daniel Ricciardo hrósaði þá sigri en hann varð í 7. sæti í tímatökunni í dag. Hamilton og Bottas hafa verið á ráspól í fimm af sex keppnum ársins í Formúlu 1. Hamilton hefur unnið þrjár af fimm keppnum ársins og Bottas tvær. Mercedes er með yfirburðastöðu í keppni bílasmiða; með 217 stig, 96 stigum á undan Ferrari. Bein útsending frá Mónakó-kappakstrinum hefst klukkan 12:50 á Stöð 2 Sport á morgun. Formúla Tengdar fréttir Upphitun: Mónakó um helgina Sjötta umferðin í Formúlu 1 fer fram á sögufrægum götum Mónakó um helgina. Mercedes hefur verið óstöðvandi það sem af er ári en Red Bull þykir líklegt að taka sigur. 23. maí 2019 06:00 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton verður á ráspól í Mónakó-kappakstrinum á morgun. Hamilton var fyrstur í tímatökunni í dag. Félagi hans á Mercedes, Valtteri Bottas, varð annar og Max Verstappen á Red Bull þriðji. Bottas hefði getað náð ráspól fjórða skiptið í röð en Hamilton skákaði Finnanum.QUALIFYING CLASSIFICATION: Hamilton's first pole since Melbourne#MonacoGP#F1pic.twitter.com/0SWcz8EImM — Formula 1 (@F1) May 25, 2019 Þetta er aðeins í annað sinn sem Hamilton verður á ráspól í Mónakó. Hann var á ráspól í Mónakó-kappakstrinum 2015 en endaði í 3. sæti. Hamilton lenti einnig í 3. sæti í Mónakó í fyrra. Daniel Ricciardo hrósaði þá sigri en hann varð í 7. sæti í tímatökunni í dag. Hamilton og Bottas hafa verið á ráspól í fimm af sex keppnum ársins í Formúlu 1. Hamilton hefur unnið þrjár af fimm keppnum ársins og Bottas tvær. Mercedes er með yfirburðastöðu í keppni bílasmiða; með 217 stig, 96 stigum á undan Ferrari. Bein útsending frá Mónakó-kappakstrinum hefst klukkan 12:50 á Stöð 2 Sport á morgun.
Formúla Tengdar fréttir Upphitun: Mónakó um helgina Sjötta umferðin í Formúlu 1 fer fram á sögufrægum götum Mónakó um helgina. Mercedes hefur verið óstöðvandi það sem af er ári en Red Bull þykir líklegt að taka sigur. 23. maí 2019 06:00 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Upphitun: Mónakó um helgina Sjötta umferðin í Formúlu 1 fer fram á sögufrægum götum Mónakó um helgina. Mercedes hefur verið óstöðvandi það sem af er ári en Red Bull þykir líklegt að taka sigur. 23. maí 2019 06:00