Barnshafandi flóttakonur ný áskorun fyrir ljósmæður Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. maí 2019 13:27 Félagslegar aðstæður flóttakvenna og hælisleitenda eru oft ekki góðar, að mati yfirljósmóður á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Átta börn sem eiga foreldra sem eru með opna hælisumsókn hafa fæðst það sem af er ári en það eru jafn mörg börn og allt árið í fyrra samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar. Yfirljósmóðir segir ljósmæður standa frammi fyrir nýjum áskorunum. Stundum fáist ekki túlkar og ljósmæður þurfi þá að notast við símatúlkun. Barneignir hafa ekki áhrif á hælisumsókn og fá hælisleitendur ekki sjálfkrafa vernd við fæðingu barns og barnið verður ekki íslenskur ríkisborgari þó að það fæðist hér. Barn sem fæðist á Íslandi fær ríkisfang móður samkvæmt íslenskum lögum. Þá hafa nokkrar konur sem hafa fengið stöðu flóttamanns fætt börn hér á landi og finna ljósmæður á Landspítalanum finna fyrir fjölgun í hópi barnshafandi kvenna sem hafa flúið heimalandið. Bryndís Ásta Bragadóttir, ljósmóðir á áhættumæðravernd, segir ljósmæður standa frammi fyrir nýjum áskorunum. „Það getur verið mikil áskorun að sinna þessum hópi fólks. Þær náttúrulega koma oft úr bágum aðstæðum og eru með mikil áföll að baki. Koma kannski frá stríðshrjáðum löndum og hafa dvalið í flóttamannabúðum,” segir hún. Ljósmæður þurfi því að huga sérstaklega vel að þeim. „Svo eru þær stundum ekki vel nærðar,“ segir hún.Koma til móts við trúarbrögð mæðranna Bryndís Ásta segir að oft reynist samskiptin erfið vegna tungumálaörðugleika. „Það er stundum erfitt að fá fólk sem talar þeirra tungumál og við verðum þá að notast við símatúlkun ef að við fáum ekki túlk. Þær eru oft einar og ekki vel staddar félagslega og hafa lítinn sem engan stuðning. Ég held að þær búi margar hverjar ekkert við góðar aðstæður á Íslandi,“ segir hún. Þá eigi sumar önnur börn fyrir sem sé oft vandamál. Sérstaklega yfir vetrartímann því þá er RS-veirubann á kvennadeildum spítalans sem þýðir að börn yngri en 12 ára megi ekki koma inn á deildirnar. „Það hefur reynst áskorun ef þessar konur eru með eldri systkini sem þarf bara að passa hreinlega á meðan þær eru í fæðingu eða mæðravernd,“ segir Bryndís Ásta. Konurnar eigi þó margar stuðningsaðila hjá Rauða krossinum sem hjálpi þeim oft mikið. Þá segir Bryndís Ásta menningarmuninn oft erfiðan. Hún nefnir dæmi um ramadanföstuna og þær sem eru með meðgöngusykursýki. „Þær vilja sinna sinni trú og fasta í tuttugu klukkutíma á sólahring. Þá þurfum við náttúrulega bara að aðlaga okkur þeirra trúarbrögðum og koma til móts við hverja og eina. Það getur verið áskorun,“ segir hún. Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Átta börn sem eiga foreldra sem eru með opna hælisumsókn hafa fæðst það sem af er ári en það eru jafn mörg börn og allt árið í fyrra samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar. Yfirljósmóðir segir ljósmæður standa frammi fyrir nýjum áskorunum. Stundum fáist ekki túlkar og ljósmæður þurfi þá að notast við símatúlkun. Barneignir hafa ekki áhrif á hælisumsókn og fá hælisleitendur ekki sjálfkrafa vernd við fæðingu barns og barnið verður ekki íslenskur ríkisborgari þó að það fæðist hér. Barn sem fæðist á Íslandi fær ríkisfang móður samkvæmt íslenskum lögum. Þá hafa nokkrar konur sem hafa fengið stöðu flóttamanns fætt börn hér á landi og finna ljósmæður á Landspítalanum finna fyrir fjölgun í hópi barnshafandi kvenna sem hafa flúið heimalandið. Bryndís Ásta Bragadóttir, ljósmóðir á áhættumæðravernd, segir ljósmæður standa frammi fyrir nýjum áskorunum. „Það getur verið mikil áskorun að sinna þessum hópi fólks. Þær náttúrulega koma oft úr bágum aðstæðum og eru með mikil áföll að baki. Koma kannski frá stríðshrjáðum löndum og hafa dvalið í flóttamannabúðum,” segir hún. Ljósmæður þurfi því að huga sérstaklega vel að þeim. „Svo eru þær stundum ekki vel nærðar,“ segir hún.Koma til móts við trúarbrögð mæðranna Bryndís Ásta segir að oft reynist samskiptin erfið vegna tungumálaörðugleika. „Það er stundum erfitt að fá fólk sem talar þeirra tungumál og við verðum þá að notast við símatúlkun ef að við fáum ekki túlk. Þær eru oft einar og ekki vel staddar félagslega og hafa lítinn sem engan stuðning. Ég held að þær búi margar hverjar ekkert við góðar aðstæður á Íslandi,“ segir hún. Þá eigi sumar önnur börn fyrir sem sé oft vandamál. Sérstaklega yfir vetrartímann því þá er RS-veirubann á kvennadeildum spítalans sem þýðir að börn yngri en 12 ára megi ekki koma inn á deildirnar. „Það hefur reynst áskorun ef þessar konur eru með eldri systkini sem þarf bara að passa hreinlega á meðan þær eru í fæðingu eða mæðravernd,“ segir Bryndís Ásta. Konurnar eigi þó margar stuðningsaðila hjá Rauða krossinum sem hjálpi þeim oft mikið. Þá segir Bryndís Ásta menningarmuninn oft erfiðan. Hún nefnir dæmi um ramadanföstuna og þær sem eru með meðgöngusykursýki. „Þær vilja sinna sinni trú og fasta í tuttugu klukkutíma á sólahring. Þá þurfum við náttúrulega bara að aðlaga okkur þeirra trúarbrögðum og koma til móts við hverja og eina. Það getur verið áskorun,“ segir hún.
Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira