Erlent

Maóistar taldir bera ábyrgð á sprengjuárás í Nepal

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Önnur sprenginganna varð í búð í miðborg Katmandú.
Önnur sprenginganna varð í búð í miðborg Katmandú. skjáskot
Minnst fjórir eru látnir eftir sprengingu í Katmandú, höfuðborg Nepal, segir í tilkynningu frá yfirvöldum. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters.

Þrír einstaklingar létust í sprengingunum en einn lést á meðan hann fékk aðhlynningu á sjúkrahúsi. Sjö aðrir særðust í sprengingunum, ein þeirra varð í miðborginni, önnur í úthverfi Katmandú og sú þriðja nálægt leirbrennsluofni í Thankot hverfi Katmandú, þar sem tveir særðust.

Tildrög sprenginganna eru ekki enn ljós en í samtali við fréttastofuna Himalayan Times, sagði talsmaður lögreglu að þær hafi verið vegna „heimatilbúinna sprengja.“

Lögregluyfirvöld hafa lokað báða vettvang af og rannsókn hefur verið hafin.

Lögreglustjóri sagði bæklinga frá klofningshópi Maóista hafa fundist á öðrum vettvanginum.

Sami hópurinn er talinn hafa komið sprengju fyrir í Katmandú í janúar, þar sem einn einstaklingur lét lífið.

Borgarastyrjöld milli Maóista og ríkisstjórnar Nepal tók enda árið 2006, en hún hafði þá verið í gangi í áratug. Stór hópur hópsins hefur nú sameinast stjórnmálaflokknum sem fer nú með stjórn ríkisstjórnar en klofningshópur hefur haldið mótbaráttu áfram.

Fréttin var uppfærð kl. 16:55




Fleiri fréttir

Sjá meira


×