Popúlistar vonast eftir sigri í Evrópuþingkosningum í kvöld Heimir Már Pétursson skrifar 26. maí 2019 19:55 Raðir mynduðust fyrir utan kjörstaði í dag. getty/Dursun Aydemir Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. Kosið er til evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en kosningarnar fóru fram í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. Meðal annars er kosiðí Ungverjalandi þar hægri þjóðernissinninn Viktor Orban situr í stóli forsætisráðherra. Hann ítrekaði andstöðu sína við farand- og flóttafólk í dag. „Ég held að það sé hægt að stöðva fólksflutningana í mörgum löndum, sérstaklega í Vestur-Evrópu. Stjórnmálamenn reyna að sannfæra fólkið um að það sé ekki hægt að stöðva þá en ég held að það sé ekki rétt,“ sagði Orban eftir að hafa kosið. Ráðandi flokkar áÍtalíu, í Austurríki og aðrir poppulískir hægriflokkar taka undir með Orban og hafa heitiðþví að vinna saman á evrópuþinginu að loknum kosningum.Tvístígandi Bretar kjósa til Evrópuþings Það er síðan hálf spaugilegt að Bretar kjósa til Evrópuþingsins þótt þeir séu eins og hauslausar hænur að reyna að hlaupa út úr sambandinu þessi misserin sem ekki hefur tekist enn vegna sundurlindis heima fyrir. Sumir gæla enn viðþá von að Bretar verði áfram í ESB eins og Breda Herlihy sem kaus í dag. „Ég greiddi því atkvæði að við yrðum áfram í Evrópusambandinu og ég vona aðþað verði niðurstaðan á endanum. En ég get skilið fólk sem greiddi atkvæði með Brexit vegna þeirra dásamlegu loforða sem gefin voru á sínum tíma,“ sagði Herlihy eftir að hafa kosið til Evrópuþingsins kannski í síðasta skipti.Sérkennilegir tímar Það er ekki víst að Emmanuel Macron Frakklandsforseti verði ánægður meðúrslitin þvíútlit er fyrir að flokkar sem styðja frekari evrópusamruna tapi fylgi, en víst er að framundan eru spennuþrungin ár í evrópustjórnmálum. Samlandi hans, frú Solange Benillouche, telur sumt fólk skorta heildarsýn. „Já, við lifum á sérkennilegum tímum þar sem popúlismi er of sterkur. Fólk verður að sjá heildarmyndina og sjá hlutina skýrar,“ sagði hún eftir að hafa kosið. Síðustu kjörstöðum verður lokaðáÍtalíu klukkan níu í kvöld og fljótlega upp úr þvíættu nokkuðáræðanlegar tölur að liggja fyrir. En Evrópusinnar áÍslandi ásamt Micahel Mann sendiherra Evrópusambandsins áÍslandi verða með kosningavöku í Stúdentakjallaranum í kvöld. „Það er mikilvægt að muna að Evrópuþingið er mjög mikilvægt sem stofnun, það setur lögin fyrir Evrópusambandið. Það gerir þaðásamt ráðherrum aðildarríkjanna. Þetta er mjög lýðræðislegt kerfi þótt margir haldi því fram aðþað skorti á lýðræðiðí Evrópusambandinu en ég er alls ekki sammálal því. Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Mögulega tíðindi fyrir jól Innlent Fleiri fréttir Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Sjá meira
Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. Kosið er til evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en kosningarnar fóru fram í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. Meðal annars er kosiðí Ungverjalandi þar hægri þjóðernissinninn Viktor Orban situr í stóli forsætisráðherra. Hann ítrekaði andstöðu sína við farand- og flóttafólk í dag. „Ég held að það sé hægt að stöðva fólksflutningana í mörgum löndum, sérstaklega í Vestur-Evrópu. Stjórnmálamenn reyna að sannfæra fólkið um að það sé ekki hægt að stöðva þá en ég held að það sé ekki rétt,“ sagði Orban eftir að hafa kosið. Ráðandi flokkar áÍtalíu, í Austurríki og aðrir poppulískir hægriflokkar taka undir með Orban og hafa heitiðþví að vinna saman á evrópuþinginu að loknum kosningum.Tvístígandi Bretar kjósa til Evrópuþings Það er síðan hálf spaugilegt að Bretar kjósa til Evrópuþingsins þótt þeir séu eins og hauslausar hænur að reyna að hlaupa út úr sambandinu þessi misserin sem ekki hefur tekist enn vegna sundurlindis heima fyrir. Sumir gæla enn viðþá von að Bretar verði áfram í ESB eins og Breda Herlihy sem kaus í dag. „Ég greiddi því atkvæði að við yrðum áfram í Evrópusambandinu og ég vona aðþað verði niðurstaðan á endanum. En ég get skilið fólk sem greiddi atkvæði með Brexit vegna þeirra dásamlegu loforða sem gefin voru á sínum tíma,“ sagði Herlihy eftir að hafa kosið til Evrópuþingsins kannski í síðasta skipti.Sérkennilegir tímar Það er ekki víst að Emmanuel Macron Frakklandsforseti verði ánægður meðúrslitin þvíútlit er fyrir að flokkar sem styðja frekari evrópusamruna tapi fylgi, en víst er að framundan eru spennuþrungin ár í evrópustjórnmálum. Samlandi hans, frú Solange Benillouche, telur sumt fólk skorta heildarsýn. „Já, við lifum á sérkennilegum tímum þar sem popúlismi er of sterkur. Fólk verður að sjá heildarmyndina og sjá hlutina skýrar,“ sagði hún eftir að hafa kosið. Síðustu kjörstöðum verður lokaðáÍtalíu klukkan níu í kvöld og fljótlega upp úr þvíættu nokkuðáræðanlegar tölur að liggja fyrir. En Evrópusinnar áÍslandi ásamt Micahel Mann sendiherra Evrópusambandsins áÍslandi verða með kosningavöku í Stúdentakjallaranum í kvöld. „Það er mikilvægt að muna að Evrópuþingið er mjög mikilvægt sem stofnun, það setur lögin fyrir Evrópusambandið. Það gerir þaðásamt ráðherrum aðildarríkjanna. Þetta er mjög lýðræðislegt kerfi þótt margir haldi því fram aðþað skorti á lýðræðiðí Evrópusambandinu en ég er alls ekki sammálal því.
Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Mögulega tíðindi fyrir jól Innlent Fleiri fréttir Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Sjá meira