Skilaðu Lucky-jakkanum vinur Jakob Bjarnar skrifar 27. maí 2019 09:01 Spessi í jakkanum. Sem er einstakur og vandséð hvernig nokkur getur klæðst honum án þess að skera sig úr. Pétur Friðgeirsson/Gunnar Þórarinsson/Fjölnir Geir Ljósmyndarinn Spessi varð fyrir því óláni að óprúttnir aðilar brutust inn í bílskúr hans, rændu þar og rupluðu. En, vandséð er hvernig þeir geta nýtt sér þýfið. Spessi lýsti eftir því á Facebooksíðu sinni í gær og vinir hans hafa brugðist hratt við og dreift skilaboðum hans um samfélagsmiðilinn. „Brotist var inn í bílskúrinn hjá mér í nótt og þessum forláta Lukcy Strike-jakka mínum stolið og einnig tveimur borvélum. Ef einhver er að reyna koma þessum jakka í verð þá látið mig vita hér í prívat skilaboðum. Endilega deilið. Mér er alveg sama um borvélarnar, þú sem framdir þennan verknað skilaðu Lucky jakkanum, vinur.“Spessi í öllu sínu veldi, í jakkanum sem hann saknar nú og hvetur hina ógæfusömu þjófa til að skila flíkinni.Í samtali við Vísi taldi Spessi að einsýnt að það væri varla nokkur von til þess að þjófurinn eða þjófarnir gætu komið þessu í verð. Svo einstakur er jakkinn og sker sig úr hvar sem er. „Mér áskotnaðist þessi jakki fyrir mörgum árum. Í gegnum vinkonu mína, hana Þurý í Spútník. Það slæðast oft til hennar svona flott item. Þetta er jakki úr The Lucky Team. Og kostar sitt,“ segir Spessi. Óhress með innbrotið en svalur og lætur sér hvergi bregða.„Ég var ánægður með það hversu vel þjófarnir gengu um skúrinn. Það var eitthvað rótað í verkfærum en menn voru greinilega að leita að einhverju sem auðvelt er að selja. Selja fljótt. Þetta hafa líklega verið einhverjir dóparar að leita að þýfi til að selja fyrir næsta skammti,“ segir Spessi. En, þetta er sameiginleg ályktun ljósmyndarans og lögreglunnar sem hafa komið að rannsókn málsins. En hversu vel mun ganga að koma þessum jakka í verð er vandi um að segja. „Nei, þetta var ekki góð ferð hjá strákunum. Það var þarna annar jakki sem þeir tóku ekki. Harley Davidson-jakki en á honum var mynd sem ég hafði látið Jón Sæmund prenta mynd á. Þeir tóku hann ekki.“ Spessi vill sem sagt fá jakkann sinn aftur og bendir mönnum á að hafa samband við sig á Facebook, auðvelt sé að finna sig þar. Lögreglumál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira
Ljósmyndarinn Spessi varð fyrir því óláni að óprúttnir aðilar brutust inn í bílskúr hans, rændu þar og rupluðu. En, vandséð er hvernig þeir geta nýtt sér þýfið. Spessi lýsti eftir því á Facebooksíðu sinni í gær og vinir hans hafa brugðist hratt við og dreift skilaboðum hans um samfélagsmiðilinn. „Brotist var inn í bílskúrinn hjá mér í nótt og þessum forláta Lukcy Strike-jakka mínum stolið og einnig tveimur borvélum. Ef einhver er að reyna koma þessum jakka í verð þá látið mig vita hér í prívat skilaboðum. Endilega deilið. Mér er alveg sama um borvélarnar, þú sem framdir þennan verknað skilaðu Lucky jakkanum, vinur.“Spessi í öllu sínu veldi, í jakkanum sem hann saknar nú og hvetur hina ógæfusömu þjófa til að skila flíkinni.Í samtali við Vísi taldi Spessi að einsýnt að það væri varla nokkur von til þess að þjófurinn eða þjófarnir gætu komið þessu í verð. Svo einstakur er jakkinn og sker sig úr hvar sem er. „Mér áskotnaðist þessi jakki fyrir mörgum árum. Í gegnum vinkonu mína, hana Þurý í Spútník. Það slæðast oft til hennar svona flott item. Þetta er jakki úr The Lucky Team. Og kostar sitt,“ segir Spessi. Óhress með innbrotið en svalur og lætur sér hvergi bregða.„Ég var ánægður með það hversu vel þjófarnir gengu um skúrinn. Það var eitthvað rótað í verkfærum en menn voru greinilega að leita að einhverju sem auðvelt er að selja. Selja fljótt. Þetta hafa líklega verið einhverjir dóparar að leita að þýfi til að selja fyrir næsta skammti,“ segir Spessi. En, þetta er sameiginleg ályktun ljósmyndarans og lögreglunnar sem hafa komið að rannsókn málsins. En hversu vel mun ganga að koma þessum jakka í verð er vandi um að segja. „Nei, þetta var ekki góð ferð hjá strákunum. Það var þarna annar jakki sem þeir tóku ekki. Harley Davidson-jakki en á honum var mynd sem ég hafði látið Jón Sæmund prenta mynd á. Þeir tóku hann ekki.“ Spessi vill sem sagt fá jakkann sinn aftur og bendir mönnum á að hafa samband við sig á Facebook, auðvelt sé að finna sig þar.
Lögreglumál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira