Már kynnir loksins skýrslu um neyðarlánið Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2019 14:15 Geir H. Haarde og Davíð Oddsson ræddu sína á milli um veitingu neyðarláns til Kaupþings þann 6. október 2008. Seðlabanki Íslands hefur boðað til blaðmannafundar í dag í tilefni af útkomu skýrslu um hið svokallaða neyðarlán Seðlabankans til Kaupþings 6. október árið 2008. Fundurinn hefst klukkan 16 og mun Vísir sýna beint frá kynningu Seðlabankastjóra á efni skýrslunnar, en hann boðaði gerð skýrslunnar árið 2015. Ekki aðeins verða tildrög lánveitingarinar til umfjöllunar á fundinum á eftir, heldur jafnframt eftirmál hennar. Þær fólust meðal annars í tilraun Seðlabankans til að endurheimta andvirði lánsins með því að selja eignarhlut í danska bankanum FIH sem tekinn var að veði fyrir láninu. Bankinn reyndist ekki jafn verðmætur og talið var i upphafi og er áætlað að tap ríkisins af gjörningnum hafi numið um 35 milljörðum króna. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt og ritað um neyðarlánið á þeim rúma áratug sem liðinn er frá lánveitingunni er ýmsum spurningum enn ósvarað. Til að mynda hefur ekki enn fengist staðfest hvernig láninu, 500 milljón evrum eða 78 milljörðum króna á gengi þess tíma, var ráðstafað.Sjá einnig: Símtal Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar opinberað: „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka“Greint var frá því í bókinni Kaupthinking að 171 milljón evra af neyðarláninu hafi runnið úr Kaupþingi til félagsins Lindsor, sem stýrt var af eigendum bankans. Fjármunirnir hafi verið notaðir til að kaupa skuldabréf útgefin af Kaupþingi af dótturbanka í Lúxemborg. Bréfin höfðu áður verið í eigu fjögurra starfsmanna bankans og taldi Fjármálaeftirlitið að viðskiptin hafi verið framkvæmd til að bjarga þeim frá því að taka á sig mikið tap vegna skuldsettra fjárfestinga sinna. Hreiðar Már Sigurðsson, þáverandi forstjóri Kaupþings, þvertók hins vegar fyrir það að neyðarlánið hafi verið nýtt í slíka gjörninga. Í grein sem hann birti í Fréttablaðinu skrifaði Hreiðar að „[e]kkert af fjármagninu sem Kaupþing fékk frá Seðlabanka Íslands var notað til kaupa á eigin skuldabréfum Kaupþings eins og haldið hefur verið fram.“ Sem fyrr segir hefst fundurinn í Seðlabankanum klukkan 16 og mun útsending á Vísi hefjast skömmu áður. Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Óskar eftir því að Seðlabankinn krefji Kaupþing um svör um Kaupþingslánið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst óska eftir því við Seðlabanka Íslands að bankinn óski svara frá Kaupþingi um ráðstöfun 500 milljóna evra neyðarláns sem Kaupþing fékk frá Seðlabankanum þann 6. október 2008. 14. nóvember 2018 16:04 Símtal Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar opinberað: „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka“ Endurrit af símtali Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra og Davíðs Oddssonar þáverandi Seðlabankastjóra frá 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, hefur nú verið opinberað í fyrsta skipti. 18. nóvember 2017 08:00 Neyðarlánið til Kaupþings aldrei verið rannsakað sem umboðssvik Neyðarlán Seðlabankans til Kaupþings hinn 6. október 2008 hefur aldrei verið til rannsóknar hjá saksóknara. Meint umboðssvik ná til embættismanna en Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir engan hafa fengið stöðu sakbornings við rannsókn á láninu. 21. október 2016 20:00 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur boðað til blaðmannafundar í dag í tilefni af útkomu skýrslu um hið svokallaða neyðarlán Seðlabankans til Kaupþings 6. október árið 2008. Fundurinn hefst klukkan 16 og mun Vísir sýna beint frá kynningu Seðlabankastjóra á efni skýrslunnar, en hann boðaði gerð skýrslunnar árið 2015. Ekki aðeins verða tildrög lánveitingarinar til umfjöllunar á fundinum á eftir, heldur jafnframt eftirmál hennar. Þær fólust meðal annars í tilraun Seðlabankans til að endurheimta andvirði lánsins með því að selja eignarhlut í danska bankanum FIH sem tekinn var að veði fyrir láninu. Bankinn reyndist ekki jafn verðmætur og talið var i upphafi og er áætlað að tap ríkisins af gjörningnum hafi numið um 35 milljörðum króna. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt og ritað um neyðarlánið á þeim rúma áratug sem liðinn er frá lánveitingunni er ýmsum spurningum enn ósvarað. Til að mynda hefur ekki enn fengist staðfest hvernig láninu, 500 milljón evrum eða 78 milljörðum króna á gengi þess tíma, var ráðstafað.Sjá einnig: Símtal Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar opinberað: „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka“Greint var frá því í bókinni Kaupthinking að 171 milljón evra af neyðarláninu hafi runnið úr Kaupþingi til félagsins Lindsor, sem stýrt var af eigendum bankans. Fjármunirnir hafi verið notaðir til að kaupa skuldabréf útgefin af Kaupþingi af dótturbanka í Lúxemborg. Bréfin höfðu áður verið í eigu fjögurra starfsmanna bankans og taldi Fjármálaeftirlitið að viðskiptin hafi verið framkvæmd til að bjarga þeim frá því að taka á sig mikið tap vegna skuldsettra fjárfestinga sinna. Hreiðar Már Sigurðsson, þáverandi forstjóri Kaupþings, þvertók hins vegar fyrir það að neyðarlánið hafi verið nýtt í slíka gjörninga. Í grein sem hann birti í Fréttablaðinu skrifaði Hreiðar að „[e]kkert af fjármagninu sem Kaupþing fékk frá Seðlabanka Íslands var notað til kaupa á eigin skuldabréfum Kaupþings eins og haldið hefur verið fram.“ Sem fyrr segir hefst fundurinn í Seðlabankanum klukkan 16 og mun útsending á Vísi hefjast skömmu áður.
Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Óskar eftir því að Seðlabankinn krefji Kaupþing um svör um Kaupþingslánið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst óska eftir því við Seðlabanka Íslands að bankinn óski svara frá Kaupþingi um ráðstöfun 500 milljóna evra neyðarláns sem Kaupþing fékk frá Seðlabankanum þann 6. október 2008. 14. nóvember 2018 16:04 Símtal Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar opinberað: „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka“ Endurrit af símtali Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra og Davíðs Oddssonar þáverandi Seðlabankastjóra frá 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, hefur nú verið opinberað í fyrsta skipti. 18. nóvember 2017 08:00 Neyðarlánið til Kaupþings aldrei verið rannsakað sem umboðssvik Neyðarlán Seðlabankans til Kaupþings hinn 6. október 2008 hefur aldrei verið til rannsóknar hjá saksóknara. Meint umboðssvik ná til embættismanna en Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir engan hafa fengið stöðu sakbornings við rannsókn á láninu. 21. október 2016 20:00 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Óskar eftir því að Seðlabankinn krefji Kaupþing um svör um Kaupþingslánið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst óska eftir því við Seðlabanka Íslands að bankinn óski svara frá Kaupþingi um ráðstöfun 500 milljóna evra neyðarláns sem Kaupþing fékk frá Seðlabankanum þann 6. október 2008. 14. nóvember 2018 16:04
Símtal Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar opinberað: „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka“ Endurrit af símtali Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra og Davíðs Oddssonar þáverandi Seðlabankastjóra frá 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, hefur nú verið opinberað í fyrsta skipti. 18. nóvember 2017 08:00
Neyðarlánið til Kaupþings aldrei verið rannsakað sem umboðssvik Neyðarlán Seðlabankans til Kaupþings hinn 6. október 2008 hefur aldrei verið til rannsóknar hjá saksóknara. Meint umboðssvik ná til embættismanna en Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir engan hafa fengið stöðu sakbornings við rannsókn á láninu. 21. október 2016 20:00