Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2019 16:17 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, finnst full ástæða til að ræða um fjórða orkupakkann samhliða umræðu um hinn þriðja. Fbl/Eyþór Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir, að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umræðu í samhengi við þann þriðja. „Sérstaklega í ljósi þess að færð hafa verið fram þau rök af hálfu stjórnvalda fyrir innleiðingu þess þriðja að hann sé eðlilegt framhald af fyrsta og öðrum orkupakkanum og því sem á undan hefur komið. Það vekur satt að segja nokkra furðu að Alþingi skuli ekki hafa fengið kynningu á þessum fjórða orkupakka enn á meðan einhverjir aðilar út í bæ, samtök eða einstaklingar, hafa fengið slíka kynningu.“ Sigmundur Davíð tók mið af frétt sem birtist í breska dagblaðinu Sunday Times í gær og fjallar um að breskur fjárfestir fari fram á það við bresk stjórnvöld að fyrirtækið Atlantic Superconnection verði skilgreint sem erlendur raforkuframleiðandi og samþykki lagningu sæstrengs frá Bretlandi til Íslands. Búið sé að fjármagna verkefnið til fulls og það eina sem þurfi til að láta verkefnið verða að veruleika sé samþykki breskra stjórnvalda og Alþingi Íslendinga.Sjá nánar: Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til ÍslandsEfast um að Sigmundur þekki ekki innleiðingarferli Alþingis Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lýsti yfir undrun sinni vegna fyrirspurnar Sigmundar Davíðs. Af svari hennar mátti lesa að henni þætti ólíklegt að Sigmundur Davíð, sem býr yfir margra ára þingreynslu, þekkti ekki innleiðingarferli Alþingis. „Alþingi Íslendinga og stjórnvöld hafa ferli sem háttvirtur þingmaður þekkir auðvitað vel á sinni löngu tíð hér á Alþingi í því hvernig farið er með innleiðingar á EES-gerðum og því er það fullkomlega eðlilegt að með fjórða orkupakkann verði fylgt því ferli sem við höfum komið okkur saman um að hann sé tekinn til umfjöllunar bæði hjá utanríkismálanefnd og atvinnuveganefnd þingsins þegar að því kemur í ferlinu og þá sé einmitt gerð grein fyrir því ef Ísland vill gera einhverja fyrirvara við þennan fjórða orkupakkann innan sameiginlegu EES-nefndarinnar þannig að ég held að við háttvirtur þingmaður hljótum bara að vera sammála um að það sé eðlilegt ferli.“Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist treysta Alþingi fullkomlega til að taka ákvarðanir í orkumálum. Sjálf segist hún vera mótfallin því að leggja sæstreng.vísir/vilhelmForsætisráðherra vill ekki leggja sæstreng Katrín segir að í frétt Sunday Times séu engar nýjar fréttir og allra síst fyrir Sigmund Davíð. „Sú frétt sem háttvirtur þingmaður vísar til snýst ekkert um að Íslendingar hafi ákveðið að heimila lagningu sæstrengs hún lýsir áhuga þessa fyrirtækis sem háttvirtur þingmaður þekkir mætavel vegna þess að það var að undirlagi þess sem íslensks stjórnvöld, undir forystu háttvirts þingmanns, heimiluðu það að fara í könnunarviðræður um lagningu slíks strengs,“ segir Katrín og bætir við: „Upprunalega var gefin viljayfirlýsing og síðan var sett á laggirnar könnunarviðræður um lagningu slíks sæstrengs að undirlagi áhuga þessa tiltekna fyrirtækis, út úr því kom ekkert. Kannski sem betur fer því ég held ekki að það sé rétt ákvörðun að fara hér að leggja sæstreng en hvað varðar innleiðingu EES-mála þá finnst mér það furðulegt að háttvirtur þingmaður kannast ekki við þá ferla sem hér hafa verið við lýði árum saman.“ Katrín segir að allir lögfræðingar séu sammála um það í þriðja orkupakkanum sé ekki að finna neitt sem neyði Íslendinga til að leggja sæstreng. „Hann verður ekki lagður nema að Alþingi Íslendinga kjósi svo en raunar heyrði ég það haft eftir einum þeirra sem berst gegn þriðja orkupakkanum að Alþingi Íslendinga væri ekki treystandi fyrir slíkum ákvörðunum. Þá þykir mér nú illa komið fyrir fullveldinu ef þeir sem berjast gegn orkupakkanum telja að þessari stofnun sé ekki treystandi, lýðræðislega kjörnu þjóðþingi.“ Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld Bretlands skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. 27. maí 2019 15:00 Segir ákvæði um hvíldartíma ekki eiga við um þingmenn Óskað hefur verið eftir því að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan grípi til aðgerða vegna yfirstandandi brota á Alþingi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. 27. maí 2019 15:07 Ekki spennt fyrir því að þvinga fram stöðvun á málþófinu Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. 27. maí 2019 12:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir, að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umræðu í samhengi við þann þriðja. „Sérstaklega í ljósi þess að færð hafa verið fram þau rök af hálfu stjórnvalda fyrir innleiðingu þess þriðja að hann sé eðlilegt framhald af fyrsta og öðrum orkupakkanum og því sem á undan hefur komið. Það vekur satt að segja nokkra furðu að Alþingi skuli ekki hafa fengið kynningu á þessum fjórða orkupakka enn á meðan einhverjir aðilar út í bæ, samtök eða einstaklingar, hafa fengið slíka kynningu.“ Sigmundur Davíð tók mið af frétt sem birtist í breska dagblaðinu Sunday Times í gær og fjallar um að breskur fjárfestir fari fram á það við bresk stjórnvöld að fyrirtækið Atlantic Superconnection verði skilgreint sem erlendur raforkuframleiðandi og samþykki lagningu sæstrengs frá Bretlandi til Íslands. Búið sé að fjármagna verkefnið til fulls og það eina sem þurfi til að láta verkefnið verða að veruleika sé samþykki breskra stjórnvalda og Alþingi Íslendinga.Sjá nánar: Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til ÍslandsEfast um að Sigmundur þekki ekki innleiðingarferli Alþingis Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lýsti yfir undrun sinni vegna fyrirspurnar Sigmundar Davíðs. Af svari hennar mátti lesa að henni þætti ólíklegt að Sigmundur Davíð, sem býr yfir margra ára þingreynslu, þekkti ekki innleiðingarferli Alþingis. „Alþingi Íslendinga og stjórnvöld hafa ferli sem háttvirtur þingmaður þekkir auðvitað vel á sinni löngu tíð hér á Alþingi í því hvernig farið er með innleiðingar á EES-gerðum og því er það fullkomlega eðlilegt að með fjórða orkupakkann verði fylgt því ferli sem við höfum komið okkur saman um að hann sé tekinn til umfjöllunar bæði hjá utanríkismálanefnd og atvinnuveganefnd þingsins þegar að því kemur í ferlinu og þá sé einmitt gerð grein fyrir því ef Ísland vill gera einhverja fyrirvara við þennan fjórða orkupakkann innan sameiginlegu EES-nefndarinnar þannig að ég held að við háttvirtur þingmaður hljótum bara að vera sammála um að það sé eðlilegt ferli.“Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist treysta Alþingi fullkomlega til að taka ákvarðanir í orkumálum. Sjálf segist hún vera mótfallin því að leggja sæstreng.vísir/vilhelmForsætisráðherra vill ekki leggja sæstreng Katrín segir að í frétt Sunday Times séu engar nýjar fréttir og allra síst fyrir Sigmund Davíð. „Sú frétt sem háttvirtur þingmaður vísar til snýst ekkert um að Íslendingar hafi ákveðið að heimila lagningu sæstrengs hún lýsir áhuga þessa fyrirtækis sem háttvirtur þingmaður þekkir mætavel vegna þess að það var að undirlagi þess sem íslensks stjórnvöld, undir forystu háttvirts þingmanns, heimiluðu það að fara í könnunarviðræður um lagningu slíks strengs,“ segir Katrín og bætir við: „Upprunalega var gefin viljayfirlýsing og síðan var sett á laggirnar könnunarviðræður um lagningu slíks sæstrengs að undirlagi áhuga þessa tiltekna fyrirtækis, út úr því kom ekkert. Kannski sem betur fer því ég held ekki að það sé rétt ákvörðun að fara hér að leggja sæstreng en hvað varðar innleiðingu EES-mála þá finnst mér það furðulegt að háttvirtur þingmaður kannast ekki við þá ferla sem hér hafa verið við lýði árum saman.“ Katrín segir að allir lögfræðingar séu sammála um það í þriðja orkupakkanum sé ekki að finna neitt sem neyði Íslendinga til að leggja sæstreng. „Hann verður ekki lagður nema að Alþingi Íslendinga kjósi svo en raunar heyrði ég það haft eftir einum þeirra sem berst gegn þriðja orkupakkanum að Alþingi Íslendinga væri ekki treystandi fyrir slíkum ákvörðunum. Þá þykir mér nú illa komið fyrir fullveldinu ef þeir sem berjast gegn orkupakkanum telja að þessari stofnun sé ekki treystandi, lýðræðislega kjörnu þjóðþingi.“
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld Bretlands skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. 27. maí 2019 15:00 Segir ákvæði um hvíldartíma ekki eiga við um þingmenn Óskað hefur verið eftir því að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan grípi til aðgerða vegna yfirstandandi brota á Alþingi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. 27. maí 2019 15:07 Ekki spennt fyrir því að þvinga fram stöðvun á málþófinu Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. 27. maí 2019 12:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld Bretlands skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. 27. maí 2019 15:00
Segir ákvæði um hvíldartíma ekki eiga við um þingmenn Óskað hefur verið eftir því að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan grípi til aðgerða vegna yfirstandandi brota á Alþingi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. 27. maí 2019 15:07
Ekki spennt fyrir því að þvinga fram stöðvun á málþófinu Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. 27. maí 2019 12:15