Íslenski boltinn

Matraðarbyrjun Skagamanna sem varð að draumi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Nýliðar í efstu deild karla í fótbolta hafa aldrei byrjað eins vel og ÍA byrjar Pepsi Max deild karla í ár.

Skagamenn tróna á toppi deildarinnar með 16 stig eftir fimm sigra og eitt jafntefli í fyrstu sex umferðunum. Það er besta byrjun nýliða í sögu 12 liða efstu deildar.

Fyrirfram hefðu samt fæstir spáð þessari draumabyrjun ÍA, líklegar kallað hana frekar martraðarbyrjun.

grafík/gvendur
Í fyrstu sex leikjunum spilaði ÍA við fjögur af fimm bestu liðum deildarinnar síðasta sumar.

ÍA vann bæði Íslandsmeistara Vals og silfurlið Blika á útivelli og tók Stjörnuna og FH á heimavelli.

Eina liðið úr efstu fimm sætum Pepsideildarinnar 2018 sem ÍA á eftir að spila við er KR, Skagamenn taka á móti þeim í 8. umferð, fyrstu umferðinni eftir landsleikjahlé.

Fyrstu sex leikir ÍA í Pepsi Max deildinni:

ÍA - KA 3-1

Fylkir - ÍA 2-2

Valur - ÍA 1-2

ÍA - FH 2-0

Breiðablik - ÍA 0-1

ÍA - Stjarnan 2-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×