Palestína hafnar áformum Bandaríkjanna vegna hliðhylli við Ísrael Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2019 17:51 Jared Kushner, ráðgjafi í Hvíta húsinu. getty/Anna Moneymaker Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. Þetta kom fram í tilkynningu Hvíta hússins í dag og greint er frá málinu á vef fréttastofu Yahoo. Með Kushner fer Jason Greenblatt, sem er aðalfulltrúi Trumps þegar kemur að samningsgerð alþjóðlega, auk Brian Hook, sem er fulltrúi Bandaríkjanna fyrir málefni Íran, kom fram í tilkynningu Hvíta hússins. Þeir munu ferðast til Rabat, Amman og Jerúsalem 27. maí til 31. maí. Búist er við að Trump stjórnin muni birta áform sín, sem beðið hefur verið eftir lengi, jafnvel svo snemma sem í næsta mánuði, en fulltrúar Palestínu hafa þegar hafnað skipulaginu þar sem það er verulega hliðhollt Ísraelsríki. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa enn ekki neglt niður tímasetningu þar sem áformin taka gildi vegna pólitískra hliða málsins. Kushner er meginsmiður áformanna, en Greenblatt, sem hefur lengi starfað sem lögmaður Trumps, hefur verið honum innan handar vegna þekkingar sinnar á svæðinu. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Trump gaf leyfi fyrir vopnakaupum við Sádi-Arabíu og aðra bandamenn sína í Mið-Austurlöndum upp á 1.009 milljarða íslenskra króna og gerði það þvert á vilja Bandaríkjaþings. Kushner hefur sóst eftir bandalagi við Sáda gegn Íran, í von um að auka stuðning við friðaráætlanir sínar á Arabíuskaganum. Bandaríkjaþing hafði fryst alla vopnasölu til Sádi-Arabíu eftir að aðgerðasinninn Jamal Khashoggi var myrtur í október síðastliðnum, auk gruns um að herflokkar frá Sádi-Arabíu herjuðu á almenna borgara í Yemen. Stjórn Trumps sagði vopnasöluna nauðsynlega til að „fyrirbyggja ágengni Íran og byggja upp varnarsamvinnu með Sádum.“ Bandaríkin Íran Ísrael Palestína Sádi-Arabía Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. Þetta kom fram í tilkynningu Hvíta hússins í dag og greint er frá málinu á vef fréttastofu Yahoo. Með Kushner fer Jason Greenblatt, sem er aðalfulltrúi Trumps þegar kemur að samningsgerð alþjóðlega, auk Brian Hook, sem er fulltrúi Bandaríkjanna fyrir málefni Íran, kom fram í tilkynningu Hvíta hússins. Þeir munu ferðast til Rabat, Amman og Jerúsalem 27. maí til 31. maí. Búist er við að Trump stjórnin muni birta áform sín, sem beðið hefur verið eftir lengi, jafnvel svo snemma sem í næsta mánuði, en fulltrúar Palestínu hafa þegar hafnað skipulaginu þar sem það er verulega hliðhollt Ísraelsríki. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa enn ekki neglt niður tímasetningu þar sem áformin taka gildi vegna pólitískra hliða málsins. Kushner er meginsmiður áformanna, en Greenblatt, sem hefur lengi starfað sem lögmaður Trumps, hefur verið honum innan handar vegna þekkingar sinnar á svæðinu. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Trump gaf leyfi fyrir vopnakaupum við Sádi-Arabíu og aðra bandamenn sína í Mið-Austurlöndum upp á 1.009 milljarða íslenskra króna og gerði það þvert á vilja Bandaríkjaþings. Kushner hefur sóst eftir bandalagi við Sáda gegn Íran, í von um að auka stuðning við friðaráætlanir sínar á Arabíuskaganum. Bandaríkjaþing hafði fryst alla vopnasölu til Sádi-Arabíu eftir að aðgerðasinninn Jamal Khashoggi var myrtur í október síðastliðnum, auk gruns um að herflokkar frá Sádi-Arabíu herjuðu á almenna borgara í Yemen. Stjórn Trumps sagði vopnasöluna nauðsynlega til að „fyrirbyggja ágengni Íran og byggja upp varnarsamvinnu með Sádum.“
Bandaríkin Íran Ísrael Palestína Sádi-Arabía Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira