Beiti sér gegn loftslagsbreytingum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 29. maí 2019 05:00 "Ég veit ekki hvað við munum búa hér lengi, við bjuggum í tólf ár í Lúxemborg. Hver veit nema við verðum hér í fimm til tíu ár,“ segir Benoit Chéron, fjármálaráðgjafi hjá X.Fin, sem fluttist til Íslands í fyrra. Fréttablaðið/Stefán Það er aðkallandi að taka upp ábyrgar fjárfestingar í ljósi loftslagsbreytinga,“ segir Frakkinn Benoit Chéron, fjármálaráðgjafi hjá X.Fin. Ekki sé hægt að takast á við umhverfisvandann án þess að fjárfestar leggi hönd á plóg. „Æðsta vísindanefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change), telur að við höfum tólf ár til þess að koma í veg fyrir þær náttúruhamfarir að hitinn aukist um 1,5 gráður á Celsius,“ segir hann. Ábyrgar fjárfestingar taka mið af umhverfinu, félagslegum þáttum og stjórnarháttum við fjárfestingarákvarðanir. Markmiðið er að draga úr áhættu og skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma. Félagsleg viðmið lúta að því hvernig komið er fram við starfsfólk, birgja, viðskiptavini og samfélagið. Stjórnarhættir snúa til dæmis að stjórnun fyrirtækja, launum stjórnenda, innra eftirliti, hagsmunaárekstrum, spillingu og réttindum hluthafa. „Sumir fjárfestar horfa einungis til fyrirtækja sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið í stað þess að sneiða einvörðungu fram hjá þeim sem framleiða eða selja skaðlegar vörur eins og tóbak,“ segir Chéron. Betri ávöxtun Hann segir að rannsóknir sýni að tengsl séu á milli ábyrgra fjárfestinga og betri ávöxtunar að meðaltali en að aðferðafræðin dragi úr hættunni á skakkaföllum. Enn fremur geti fjárfestar kosið að fjárfesta í fyrirtæki sem hafi tiltekinn áhættuþátt en þá sé fjárfestirinn meðvitaður um það og geti gripið til aðgerða. Til dæmis fundið leiðir til að selja úrgang sem myndast við starfsemina til einhvers sem nýtir hann á uppbyggilegan máta. Fyrirtæki sem rekin séu eftir þessari aðferðafræði hugi að því að kynjahlutföll stjórnenda séu jöfn sem leiði til betri árangurs. Lífeyrissjóðir horfi ekki til þess að fjárfesta til þriggja ára heldur 20-30 ára og því sé æskilegt að þeir líti til áhættunnar sem skapist af loftslagsbreytingum. Þær leiða meðal annars til aukinnar hættu á flóðum. „Loftslagsbreytingar gætu leitt til þess að fjárfestar tapi háum fjárhæðum,“ segir hann. Chéron segir að frá fjármálahruni hafi fjárfestar og fjármálastofnanir verið undir auknum þrýstingi frá samfélaginu um að fjárfesta með skynsamlegum hætti. Það hafi meðal annars leitt til þess að ábyrgum fjárfestingum hafi vaxið fiskur um hrygg. „Orðsporið skiptir máli,“ segir hann. Að hans sögn hafi stefnusmiðir ýmissa landa auk þess krafið stofnanafjárfesta í auknum mæli um að greina frá áhrifum þeirra á umhverfið og samfélagið. Frakkland gerir þá kröfu til stofnanafjárfesta að greina frá í ársskýrslu með hvaða hætti tekið sé tillit til loftslagslagsbreytinga og félags- og umhverfisþátta og stjórnarhátta við fjárfestingar. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Sjá meira
Það er aðkallandi að taka upp ábyrgar fjárfestingar í ljósi loftslagsbreytinga,“ segir Frakkinn Benoit Chéron, fjármálaráðgjafi hjá X.Fin. Ekki sé hægt að takast á við umhverfisvandann án þess að fjárfestar leggi hönd á plóg. „Æðsta vísindanefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change), telur að við höfum tólf ár til þess að koma í veg fyrir þær náttúruhamfarir að hitinn aukist um 1,5 gráður á Celsius,“ segir hann. Ábyrgar fjárfestingar taka mið af umhverfinu, félagslegum þáttum og stjórnarháttum við fjárfestingarákvarðanir. Markmiðið er að draga úr áhættu og skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma. Félagsleg viðmið lúta að því hvernig komið er fram við starfsfólk, birgja, viðskiptavini og samfélagið. Stjórnarhættir snúa til dæmis að stjórnun fyrirtækja, launum stjórnenda, innra eftirliti, hagsmunaárekstrum, spillingu og réttindum hluthafa. „Sumir fjárfestar horfa einungis til fyrirtækja sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið í stað þess að sneiða einvörðungu fram hjá þeim sem framleiða eða selja skaðlegar vörur eins og tóbak,“ segir Chéron. Betri ávöxtun Hann segir að rannsóknir sýni að tengsl séu á milli ábyrgra fjárfestinga og betri ávöxtunar að meðaltali en að aðferðafræðin dragi úr hættunni á skakkaföllum. Enn fremur geti fjárfestar kosið að fjárfesta í fyrirtæki sem hafi tiltekinn áhættuþátt en þá sé fjárfestirinn meðvitaður um það og geti gripið til aðgerða. Til dæmis fundið leiðir til að selja úrgang sem myndast við starfsemina til einhvers sem nýtir hann á uppbyggilegan máta. Fyrirtæki sem rekin séu eftir þessari aðferðafræði hugi að því að kynjahlutföll stjórnenda séu jöfn sem leiði til betri árangurs. Lífeyrissjóðir horfi ekki til þess að fjárfesta til þriggja ára heldur 20-30 ára og því sé æskilegt að þeir líti til áhættunnar sem skapist af loftslagsbreytingum. Þær leiða meðal annars til aukinnar hættu á flóðum. „Loftslagsbreytingar gætu leitt til þess að fjárfestar tapi háum fjárhæðum,“ segir hann. Chéron segir að frá fjármálahruni hafi fjárfestar og fjármálastofnanir verið undir auknum þrýstingi frá samfélaginu um að fjárfesta með skynsamlegum hætti. Það hafi meðal annars leitt til þess að ábyrgum fjárfestingum hafi vaxið fiskur um hrygg. „Orðsporið skiptir máli,“ segir hann. Að hans sögn hafi stefnusmiðir ýmissa landa auk þess krafið stofnanafjárfesta í auknum mæli um að greina frá áhrifum þeirra á umhverfið og samfélagið. Frakkland gerir þá kröfu til stofnanafjárfesta að greina frá í ársskýrslu með hvaða hætti tekið sé tillit til loftslagslagsbreytinga og félags- og umhverfisþátta og stjórnarhátta við fjárfestingar.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Sjá meira