Viðskipti innlent

Velta Toyota dróst saman um meira en tvo milljarða

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Velta TK bíla ehf., sem sér um sölu á Toyota-bílum og tengdum vörum og þjónustu á Íslandi, nam um 14,4 milljörðum króna í fyrra.
Velta TK bíla ehf., sem sér um sölu á Toyota-bílum og tengdum vörum og þjónustu á Íslandi, nam um 14,4 milljörðum króna í fyrra.
Velta TK bíla ehf., sem sér um sölu á Toyota-bílum og tengdum vörum og þjónustu á Íslandi, nam um 14,4 milljörðum króna í fyrra. Til samanburðar nam veltan 16,8 milljörðum á árinu 2017 og var samdrátturinn því 14 prósent á milli ára.

Upplýsingar um tekjur TK bíla koma fram í kynningu fyrirtækisins sem Markaðurinn hefur undir höndum. Þar kemur einnig fram að eigið fé hafi í lok árs verið 682 milljónir og eiginfjárhlutfallið 23 prósent. 143 starfsmenn störfuðu að meðaltali hjá félaginu.

TK bílar kaupa og selja áfram bíla frá systurfélaginu Toyota á Íslandi sem flytur þá inn. Félögin tvö eru í fullri eigu eignarhaldsfélagsins UK fjárfestinga sem er í 50 prósenta eigu Úlfars Steindórssonar og Jónínu Óskar Pétursdóttur annars vegar í gegnum Jú ehf. og 50 prósenta eigu Kristjáns Þorbergssonar og Þórunnar Sigurðardóttur hins vegar í gegnum ÞK fjárfestingar. Úlfar og Jónína eiga einnig hlut í Bláa lóninu í gegnum Jú.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×