Stærstu flugfélögin samþykkja að draga úr losun Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 14:47 American Airlines er á meðal þeirra bandarísku flugfélaga sem taka sjálfviljug þátt í áætluninni um samdrátt í losun. Vísir/EPA Öll helstu flugfélög Bandaríkjanna og flest þeirra minni hafa samþykkt að gangast sjálfviljug undir áætlun Sameinuðu þjóðanna um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá flugferðum. Áætlunin miðar að því að losun standi í stað frá og með næsta ári þrátt fyrir spár um að flugumferð þrefaldist fyrir miðja öldina.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir Dan Williams, umhverfissérfræðingi hjá Flugmálastofnun Bandaríkjanna, að flugfélögin sem hafa samþykkt að taka þátt standi fyrir um 97% af eldsneytisnotkun í alþjóðaflugi og þar með losun gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Áætlunin er á vegum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og er óháð Parísarsamkomulaginu. Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu hefur því ekki áhrif á áætlunina fyrir flugrekendur. Rúmlega tvö prósent flugfélaga í Bandaríkjunum taka ekki þátt í áætluninni. Það eru fyrst og fremst sögð lítil leiguflugfélög og fyrirtæki sem leigja einkaþotur. Þátttaka í áætlun ICAO er á forsendum flugfélaganna en til stendur að þau verði skikkuð til að taka þátt frá og með árinu 2027. Allra minnstu flugfélögin og flugvélarnar verða áfram undanskildar kröfum um samdrátt í losun. Bandaríkin Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Öll helstu flugfélög Bandaríkjanna og flest þeirra minni hafa samþykkt að gangast sjálfviljug undir áætlun Sameinuðu þjóðanna um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá flugferðum. Áætlunin miðar að því að losun standi í stað frá og með næsta ári þrátt fyrir spár um að flugumferð þrefaldist fyrir miðja öldina.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir Dan Williams, umhverfissérfræðingi hjá Flugmálastofnun Bandaríkjanna, að flugfélögin sem hafa samþykkt að taka þátt standi fyrir um 97% af eldsneytisnotkun í alþjóðaflugi og þar með losun gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Áætlunin er á vegum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og er óháð Parísarsamkomulaginu. Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu hefur því ekki áhrif á áætlunina fyrir flugrekendur. Rúmlega tvö prósent flugfélaga í Bandaríkjunum taka ekki þátt í áætluninni. Það eru fyrst og fremst sögð lítil leiguflugfélög og fyrirtæki sem leigja einkaþotur. Þátttaka í áætlun ICAO er á forsendum flugfélaganna en til stendur að þau verði skikkuð til að taka þátt frá og með árinu 2027. Allra minnstu flugfélögin og flugvélarnar verða áfram undanskildar kröfum um samdrátt í losun.
Bandaríkin Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira