Viðskipti innlent

Origo kaupir allt hlutafé í Strikamerki

Atli Ísleifsson skrifar
Sæmundur Valdimarsson, framkvæmdastjóri Strikamerkis, og Finnur Oddsson, forstjóri Origo.
Sæmundur Valdimarsson, framkvæmdastjóri Strikamerkis, og Finnur Oddsson, forstjóri Origo. Origo
Origo hefur keypt allt hlutafé í upplýsingatæknifyrirtækinu Strikamerki hf.

Í tilkynningu segir að Strikamerki útvegi fyrirtækjum lausnir fyrir rafrænan rekstur í formi vélbúnaðar, hugbúnaðar, ráðgjafar og þjónustu.

Tekjur Strikamerkis hf. voru um 360 milljónir króna á síðasta ári og starfa þar tíu manns.

Viðskiptin eru meðal annars háð samþykki Samkeppniseftirlitsins en stefnt er að því að kaupin gangi í gegn á þriðja ársfjórðungi 2019. 

„Strikamerki þróar og selur eigin hugbúnaðarlausnir undir vörumerkjunum Snerta og SagaPOS verslunarkerfi, IceLink handtölvulausnir, IceLabel prentlausnir og IceMonitor gagnastýringar. Þessar vörulínur eru í notkun hjá fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×