Smitaðist af hundaæði eftir að hafa bjargað hvolpi á Filippseyjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. maí 2019 08:26 Birgitte Kallestad var 24 ára gömul þegar hún lést úr hundaæði. Unga konan sem lést úr hundaæði fyrr í vikunni í Noregi hét Birgitte Kallestad og var 24 ára gömul. Hún smitaðist af veirunni eftir að hafa bjargað hvolpi á meðan hún var í fríi á Filippseyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Kallestad en þau segjast senda tilkynninguna frá sér til að kveða niður orðróma um það sem gerðist og segja frá því hvað átti sér stað í raun. „Birgitte ferðaðist til Filippseyja í febrúar með nokkrum vinum sínum. Í eitt skipti þegar þau voru á ferðinni á vespum sáu þau hjálparvana hvolp út í vegkanti. Birgitte tók hvolpinn í körfuna sína og fór með hann heim. Hún þreif hann og klappaði honum og á endanum hændist hvolpurinn að henni,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar. Kallestad og vinir hennar léku við hundinn en á endanum fór hann aðeins að glefsa í þau. Hann glefsaði í fingur þegar þau voru að leika sér og allir fengu lítil sár á hendurnar vegna þess.Taldi ekki þurfa að gera meira en að sótthreinsa sárin „Birgitte, sem sjálf var heilbrigðisstarfsmaður, gerði allt sem hún þurfti vegna sáranna. Þau voru ekki stærri en svo að það þurfti aðeins að sótthreinsa þau. Hún taldi ekki að hún þyrfti að leita til læknis vegna þeirra,“ segir fjölskyldan. Kallestad veiktist síðan eftir að hún kom heim til Noregs en enginn tengdi veikindin við litlu sárin sem hún hafði fengið eftir glefsur hvolpsins á Filippseyjum. „Veikindin ágerðust á meðan læknarnir reyndu að finna út úr því hvað væri að. Hún fór nokkrum sinnum á bráðamóttökuna og var að lokum lögð inn á spítala. Einn læknirinn taldi að einkennin líktust einkennum hundaæðis,“ segir fjölskylda Kallestad. Hvorki Kallestad né vinir hennar sem ferðuðust með henni voru bólusett fyrir hundaæði áður en þau fóru til Filippseyja. Ástæðan er að sú bólusetning er ekki á lista yfir nauðsynlegar bólusetningar fyrir ferð til Filippseyja nema viðkomandi hyggist ferðast til svæða þar sem hreinlæti er ábótavant. „Elsku Birgitte okkar elskaði dýr. Við óttumst að þetta geti komið fyrir aðra sem eru góðhjartaðir eins og hún. Við viljum að þessi bólusetning verði sett inn þar sem minnsta hætta getur verið á hundaæði. Við viljum líka að fólk verði meðvitað um hættuna. Ef við náum þessu þá getur andlát sólargeislans okkar bjargað öðrum,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar. Noregur Tengdar fréttir Ung kona lést úr hundaæði í Noregi Tvítug kona lést úr hundaæði á sjúkrahúsi í Førde í vesturhluta Noregs í gærkvöldi. 7. maí 2019 08:09 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
Unga konan sem lést úr hundaæði fyrr í vikunni í Noregi hét Birgitte Kallestad og var 24 ára gömul. Hún smitaðist af veirunni eftir að hafa bjargað hvolpi á meðan hún var í fríi á Filippseyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Kallestad en þau segjast senda tilkynninguna frá sér til að kveða niður orðróma um það sem gerðist og segja frá því hvað átti sér stað í raun. „Birgitte ferðaðist til Filippseyja í febrúar með nokkrum vinum sínum. Í eitt skipti þegar þau voru á ferðinni á vespum sáu þau hjálparvana hvolp út í vegkanti. Birgitte tók hvolpinn í körfuna sína og fór með hann heim. Hún þreif hann og klappaði honum og á endanum hændist hvolpurinn að henni,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar. Kallestad og vinir hennar léku við hundinn en á endanum fór hann aðeins að glefsa í þau. Hann glefsaði í fingur þegar þau voru að leika sér og allir fengu lítil sár á hendurnar vegna þess.Taldi ekki þurfa að gera meira en að sótthreinsa sárin „Birgitte, sem sjálf var heilbrigðisstarfsmaður, gerði allt sem hún þurfti vegna sáranna. Þau voru ekki stærri en svo að það þurfti aðeins að sótthreinsa þau. Hún taldi ekki að hún þyrfti að leita til læknis vegna þeirra,“ segir fjölskyldan. Kallestad veiktist síðan eftir að hún kom heim til Noregs en enginn tengdi veikindin við litlu sárin sem hún hafði fengið eftir glefsur hvolpsins á Filippseyjum. „Veikindin ágerðust á meðan læknarnir reyndu að finna út úr því hvað væri að. Hún fór nokkrum sinnum á bráðamóttökuna og var að lokum lögð inn á spítala. Einn læknirinn taldi að einkennin líktust einkennum hundaæðis,“ segir fjölskylda Kallestad. Hvorki Kallestad né vinir hennar sem ferðuðust með henni voru bólusett fyrir hundaæði áður en þau fóru til Filippseyja. Ástæðan er að sú bólusetning er ekki á lista yfir nauðsynlegar bólusetningar fyrir ferð til Filippseyja nema viðkomandi hyggist ferðast til svæða þar sem hreinlæti er ábótavant. „Elsku Birgitte okkar elskaði dýr. Við óttumst að þetta geti komið fyrir aðra sem eru góðhjartaðir eins og hún. Við viljum að þessi bólusetning verði sett inn þar sem minnsta hætta getur verið á hundaæði. Við viljum líka að fólk verði meðvitað um hættuna. Ef við náum þessu þá getur andlát sólargeislans okkar bjargað öðrum,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar.
Noregur Tengdar fréttir Ung kona lést úr hundaæði í Noregi Tvítug kona lést úr hundaæði á sjúkrahúsi í Førde í vesturhluta Noregs í gærkvöldi. 7. maí 2019 08:09 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
Ung kona lést úr hundaæði í Noregi Tvítug kona lést úr hundaæði á sjúkrahúsi í Førde í vesturhluta Noregs í gærkvöldi. 7. maí 2019 08:09