Einn af stofnendum Facebook segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. maí 2019 11:00 Mark Zuckerberg og Chris Hughes á háskólasvæði Harvard í árdaga Facebook. vísir/getty Chris Hughes, einn af stofnendum Facebook, segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp. Hughes segir að Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook sem einnig er einn af stofnendum þess, sé orðinn of valdamikill og Facebook sjálft svo stórt og valdamikið að það sé ógn við lýðræðið. Þetta kemur fram í ítarlegri skoðanagrein Hughes á vef New York Times þar sem hann fjallar um þróun Facebook síðustu 15 ár í samhengi við þróun samfélagsmiðla almennt og skort á samkeppni á þeim markaði. Hughes bendir á að þrátt fyrir marga og alvarlega vankanta sem komið hafi í ljós á síðustu árum, til dæmis hvað varðar öryggi og gagnaöflun, þá sé afar erfitt fyrir notendur að yfirgefa Facebook því það sé í raun enginn annar samfélagsmiðill sem fólk getur farið á í staðinn sem virkar eins.Zuckerberg með meiri völd en nokkur annar Að mati Hughes, sem sjálfur seldi hlut sinn í Facebook 2012 og kveðst ekki eiga hlut í samfélagsmiðli í dag, eru völd Mark Zuckerberg gífurleg og mun meiri en nokkurs annars einstaklings í bandarísku samfélagi, hvort sem er í einkageiranum eða í stjórnmálum. Hann stjórni í raun þremur risastórum skilaboðaþjónustum, Facebook, Instagram og WhatsApp. Hughes segir að stjórn Facebook sé í raun meira eins og ráðgjafanefnd í stað stjórnar í fyrirtæki sem getur tekið ákvarðanir þar sem Zuckerberg haldi á 60 prósent atkvæðisréttar sem er langt umfram hlutfjáreign hans í fyrirtækinu. Þetta helgast af því að í samþykktum Facebook er hann með rýmri atkvæðisrétt en aðrir hluthafar. Zuckerberg getur því einn og óstuddur ákveðið hvernig breyta eigi algóriþmanum á Facebook sem stjórnar því hvað fólk sér á fréttaveitunni sinni, hvaða öryggisstillingar fólk notar og jafnvel hvaða skilaboð komast til skila í gegnum Messenger.Spáðu ekki í hvaða áhrif algóriþminn gæti haft „Mark er góð og ljúf manneskja. En ég er reiður vegna þess að fókus hans á vöxt Facebook leiddi til þess að öryggi og hæversku var fórnað fyrir smelli. Ég er líka vonsvikinn með sjálfan mig og okkur sem unnum í fyrsta Facebook-teyminu að hugsa ekki nógu mikið um það hvernig algóriþminn á fréttaveitunni getur breytt menningu okkar, haft áhrif á kosningar og veitt þjóðernissinnuðum leiðtogum aukinn kraft. Ég hef áhyggjur af því að Mark hafi sett eintóma já-menn í kringum sig í staðinn fyrir einstaklinga sem ögra honum,“ segir Hughes í grein sinni. Hann segir að stjórnvöld í Bandaríkjunum verði að láta Zuckerberg sæta ábyrgð. Bandarískir stjórnmálamenn hafi í of langan tíma dásamað ótrúlegan vöxt Facebook og um leið litið fram hjá þeirri ábyrgð sem hvílir á þeim að vernda bandarískan almenning og tryggja samkeppni á markaði. „Við erum þjóð sem höfum í gegnum söguna haft stjórn á einokunarfyrirtækjum, burtséð frá góðum fyrirætlunum forstjóra þessara fyrirtækja. Mikið vald Mark er einsdæmi í sögunni og ó-amerískt. Það er tími til kominn að leysa upp Facebook. Við höfum nú þegar tækin til þess að gera það. Svo virðist sem við höfum bara gleymt þeim,“ segir Hughes.Stærstu mistökin að leyfa yfirtökur á Whatsapp og Instagram Að hans mati eru tveir þættir lykilatriði í því að brjóta upp Facebook. Annars vegar þarf að láta Facebook draga til baka yfirtökurnar á Instagram og WhatsApp en að mati Hughes að stærstu mistök stjórnvald að leyfa Zuckerberg að kaupa þau fyrirtæki árið 2012. Hins vegar þurfi að koma á fót nýrri stofnun sem hafi eftirlit með tæknifyrirtækjum. Megináherslan þar ætti að vera á að vernda einkalíf borgaranna. Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook stefnir að því að tengja saman Instagram, Messenger og Whatsapp Facebook stefnir að því að tengja saman skilaboðaþjónustuna sem samfélagsmiðillinn býður upp á í gegnum Instagram, Facebook Messenger og Whatsapp. 25. janúar 2019 16:10 Zuckerberg leggur áherslu á öryggi gagna með nýrri uppfærslu Stofnandi og forstjóri samfélagsmiðlarisans Facebook kynnti í gær nýja útgáfu bæði vafra- og appútgáfu samfélagsmiðilsins Facebook á ráðstefnu fyrirtækisins. 1. maí 2019 10:00 Zuckerberg og Facebook fá á baukinn í nýrri breskri skýrslu Facebook og stofnandi þess, Mark Zuckerberg, fá á baukinn í lokaútgáfu skýrslu breskrar þingnefndar vegna rannsóknar hennar á falsfréttum og hlutverki samfélagsmiðla í dreifingu á þeim. 18. febrúar 2019 10:08 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Chris Hughes, einn af stofnendum Facebook, segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp. Hughes segir að Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook sem einnig er einn af stofnendum þess, sé orðinn of valdamikill og Facebook sjálft svo stórt og valdamikið að það sé ógn við lýðræðið. Þetta kemur fram í ítarlegri skoðanagrein Hughes á vef New York Times þar sem hann fjallar um þróun Facebook síðustu 15 ár í samhengi við þróun samfélagsmiðla almennt og skort á samkeppni á þeim markaði. Hughes bendir á að þrátt fyrir marga og alvarlega vankanta sem komið hafi í ljós á síðustu árum, til dæmis hvað varðar öryggi og gagnaöflun, þá sé afar erfitt fyrir notendur að yfirgefa Facebook því það sé í raun enginn annar samfélagsmiðill sem fólk getur farið á í staðinn sem virkar eins.Zuckerberg með meiri völd en nokkur annar Að mati Hughes, sem sjálfur seldi hlut sinn í Facebook 2012 og kveðst ekki eiga hlut í samfélagsmiðli í dag, eru völd Mark Zuckerberg gífurleg og mun meiri en nokkurs annars einstaklings í bandarísku samfélagi, hvort sem er í einkageiranum eða í stjórnmálum. Hann stjórni í raun þremur risastórum skilaboðaþjónustum, Facebook, Instagram og WhatsApp. Hughes segir að stjórn Facebook sé í raun meira eins og ráðgjafanefnd í stað stjórnar í fyrirtæki sem getur tekið ákvarðanir þar sem Zuckerberg haldi á 60 prósent atkvæðisréttar sem er langt umfram hlutfjáreign hans í fyrirtækinu. Þetta helgast af því að í samþykktum Facebook er hann með rýmri atkvæðisrétt en aðrir hluthafar. Zuckerberg getur því einn og óstuddur ákveðið hvernig breyta eigi algóriþmanum á Facebook sem stjórnar því hvað fólk sér á fréttaveitunni sinni, hvaða öryggisstillingar fólk notar og jafnvel hvaða skilaboð komast til skila í gegnum Messenger.Spáðu ekki í hvaða áhrif algóriþminn gæti haft „Mark er góð og ljúf manneskja. En ég er reiður vegna þess að fókus hans á vöxt Facebook leiddi til þess að öryggi og hæversku var fórnað fyrir smelli. Ég er líka vonsvikinn með sjálfan mig og okkur sem unnum í fyrsta Facebook-teyminu að hugsa ekki nógu mikið um það hvernig algóriþminn á fréttaveitunni getur breytt menningu okkar, haft áhrif á kosningar og veitt þjóðernissinnuðum leiðtogum aukinn kraft. Ég hef áhyggjur af því að Mark hafi sett eintóma já-menn í kringum sig í staðinn fyrir einstaklinga sem ögra honum,“ segir Hughes í grein sinni. Hann segir að stjórnvöld í Bandaríkjunum verði að láta Zuckerberg sæta ábyrgð. Bandarískir stjórnmálamenn hafi í of langan tíma dásamað ótrúlegan vöxt Facebook og um leið litið fram hjá þeirri ábyrgð sem hvílir á þeim að vernda bandarískan almenning og tryggja samkeppni á markaði. „Við erum þjóð sem höfum í gegnum söguna haft stjórn á einokunarfyrirtækjum, burtséð frá góðum fyrirætlunum forstjóra þessara fyrirtækja. Mikið vald Mark er einsdæmi í sögunni og ó-amerískt. Það er tími til kominn að leysa upp Facebook. Við höfum nú þegar tækin til þess að gera það. Svo virðist sem við höfum bara gleymt þeim,“ segir Hughes.Stærstu mistökin að leyfa yfirtökur á Whatsapp og Instagram Að hans mati eru tveir þættir lykilatriði í því að brjóta upp Facebook. Annars vegar þarf að láta Facebook draga til baka yfirtökurnar á Instagram og WhatsApp en að mati Hughes að stærstu mistök stjórnvald að leyfa Zuckerberg að kaupa þau fyrirtæki árið 2012. Hins vegar þurfi að koma á fót nýrri stofnun sem hafi eftirlit með tæknifyrirtækjum. Megináherslan þar ætti að vera á að vernda einkalíf borgaranna.
Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook stefnir að því að tengja saman Instagram, Messenger og Whatsapp Facebook stefnir að því að tengja saman skilaboðaþjónustuna sem samfélagsmiðillinn býður upp á í gegnum Instagram, Facebook Messenger og Whatsapp. 25. janúar 2019 16:10 Zuckerberg leggur áherslu á öryggi gagna með nýrri uppfærslu Stofnandi og forstjóri samfélagsmiðlarisans Facebook kynnti í gær nýja útgáfu bæði vafra- og appútgáfu samfélagsmiðilsins Facebook á ráðstefnu fyrirtækisins. 1. maí 2019 10:00 Zuckerberg og Facebook fá á baukinn í nýrri breskri skýrslu Facebook og stofnandi þess, Mark Zuckerberg, fá á baukinn í lokaútgáfu skýrslu breskrar þingnefndar vegna rannsóknar hennar á falsfréttum og hlutverki samfélagsmiðla í dreifingu á þeim. 18. febrúar 2019 10:08 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Facebook stefnir að því að tengja saman Instagram, Messenger og Whatsapp Facebook stefnir að því að tengja saman skilaboðaþjónustuna sem samfélagsmiðillinn býður upp á í gegnum Instagram, Facebook Messenger og Whatsapp. 25. janúar 2019 16:10
Zuckerberg leggur áherslu á öryggi gagna með nýrri uppfærslu Stofnandi og forstjóri samfélagsmiðlarisans Facebook kynnti í gær nýja útgáfu bæði vafra- og appútgáfu samfélagsmiðilsins Facebook á ráðstefnu fyrirtækisins. 1. maí 2019 10:00
Zuckerberg og Facebook fá á baukinn í nýrri breskri skýrslu Facebook og stofnandi þess, Mark Zuckerberg, fá á baukinn í lokaútgáfu skýrslu breskrar þingnefndar vegna rannsóknar hennar á falsfréttum og hlutverki samfélagsmiðla í dreifingu á þeim. 18. febrúar 2019 10:08