Offita óléttra kvenna vaxandi vandamál Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. maí 2019 19:00 Fjöldi þungaðra kvenna sem greinast með meðgöngusykursýki hefur þrefaldast á fjórum árum. Á sama tíma hefur fjölgað mikið í hópi barnshafandi kvenna í mikilli offitu. Yfirljósmóðir á Landspítalanum hefur miklar áhyggjur af þróuninni og segir mikilvægt að grípa inn í áður en konur verði ófrískar. Sykursýki á meðgöngu hefur aukist gríðarlega á síðasta áratugnum. Í fyrra greindust voru 584 barnshafandi konur greindar með meðgöngusykursýki á Landspítalanum en þær voru 238 árið 2014. „Átján prósent kvenna sem fæða á landspítalanum er með greininguna um meðgöngusykursýki," segir Ingibjörg Th Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum. Árið 2012 var farið að greina sjúkdóminn með öðrum skilmerkjum en Ingibjörg segir að það skýri aukninguna aðeins að hluta. Tölur spítalans um greiningu á offitu á meðgöngu styðji aukninguna á greiningum á sykursýki þar sem konur í ofþyngd séu í mestri hættu á að fá sjúkdóminn. 396 konur sem fæddu á spítalanum í fyrra hafi verið greindar með offitu, það er með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 BMI. „Það sem við sjáum líka þar er að mikil offita er að aukast en þá er líkamsþyngdarstuðullinn um eða yfir 50 BMI. Við erum að tala um konur sem eru á bilinu 120 og alveg upp í 170 til 180 kíló,“ segir Ingibjörg en hún hefur miklar áhyggjur af ástandinu og segir að líta verði þróunina alvarlegum augum. Offita hjá barnshafandi konu geti leitt til þess að barnið verið of stórt fyrir móðurina sem leiði til áhættu í fæðingunni. Þá sé ákveðin forritun í gangi þegar kona gengur með barn. „Barnið fær ákveðin skilaboð í móðurkviði um það hvernig það eigi að lifa og svo ef kona er í mikilli ofþyngd má búast við að það sé ákveðinn lífsstíll hjá fjölskyldunni sem yfirfærist á barnið,“ segir Ingibjörg. Hún segir að konur í mikilli ofþyngd þurfi ráðgjöf, enda hefur verið sýnt fram á næringarskort hjá hópnum. „Ég held að við þurfum að grípa fyrr inn í, við þurfum að gera það áður en konurnar verða ófrískar.“ Þá vildi hún sjá markvissari eftirfylgni til kvenna í offitu eftir barnsburð, til dæmis frá ljósmæðrum og næringarráðgjöfum .„Ég held að það sé bara ákveðið ákall til okkar sem þjóðar að hugsa betur um ungu kynslóðina okkar og að konur fari í undirbúning fyrir þungun,“ segir Ingibjörg. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Fjöldi þungaðra kvenna sem greinast með meðgöngusykursýki hefur þrefaldast á fjórum árum. Á sama tíma hefur fjölgað mikið í hópi barnshafandi kvenna í mikilli offitu. Yfirljósmóðir á Landspítalanum hefur miklar áhyggjur af þróuninni og segir mikilvægt að grípa inn í áður en konur verði ófrískar. Sykursýki á meðgöngu hefur aukist gríðarlega á síðasta áratugnum. Í fyrra greindust voru 584 barnshafandi konur greindar með meðgöngusykursýki á Landspítalanum en þær voru 238 árið 2014. „Átján prósent kvenna sem fæða á landspítalanum er með greininguna um meðgöngusykursýki," segir Ingibjörg Th Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum. Árið 2012 var farið að greina sjúkdóminn með öðrum skilmerkjum en Ingibjörg segir að það skýri aukninguna aðeins að hluta. Tölur spítalans um greiningu á offitu á meðgöngu styðji aukninguna á greiningum á sykursýki þar sem konur í ofþyngd séu í mestri hættu á að fá sjúkdóminn. 396 konur sem fæddu á spítalanum í fyrra hafi verið greindar með offitu, það er með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 BMI. „Það sem við sjáum líka þar er að mikil offita er að aukast en þá er líkamsþyngdarstuðullinn um eða yfir 50 BMI. Við erum að tala um konur sem eru á bilinu 120 og alveg upp í 170 til 180 kíló,“ segir Ingibjörg en hún hefur miklar áhyggjur af ástandinu og segir að líta verði þróunina alvarlegum augum. Offita hjá barnshafandi konu geti leitt til þess að barnið verið of stórt fyrir móðurina sem leiði til áhættu í fæðingunni. Þá sé ákveðin forritun í gangi þegar kona gengur með barn. „Barnið fær ákveðin skilaboð í móðurkviði um það hvernig það eigi að lifa og svo ef kona er í mikilli ofþyngd má búast við að það sé ákveðinn lífsstíll hjá fjölskyldunni sem yfirfærist á barnið,“ segir Ingibjörg. Hún segir að konur í mikilli ofþyngd þurfi ráðgjöf, enda hefur verið sýnt fram á næringarskort hjá hópnum. „Ég held að við þurfum að grípa fyrr inn í, við þurfum að gera það áður en konurnar verða ófrískar.“ Þá vildi hún sjá markvissari eftirfylgni til kvenna í offitu eftir barnsburð, til dæmis frá ljósmæðrum og næringarráðgjöfum .„Ég held að það sé bara ákveðið ákall til okkar sem þjóðar að hugsa betur um ungu kynslóðina okkar og að konur fari í undirbúning fyrir þungun,“ segir Ingibjörg.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira