Offita óléttra kvenna vaxandi vandamál Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. maí 2019 19:00 Fjöldi þungaðra kvenna sem greinast með meðgöngusykursýki hefur þrefaldast á fjórum árum. Á sama tíma hefur fjölgað mikið í hópi barnshafandi kvenna í mikilli offitu. Yfirljósmóðir á Landspítalanum hefur miklar áhyggjur af þróuninni og segir mikilvægt að grípa inn í áður en konur verði ófrískar. Sykursýki á meðgöngu hefur aukist gríðarlega á síðasta áratugnum. Í fyrra greindust voru 584 barnshafandi konur greindar með meðgöngusykursýki á Landspítalanum en þær voru 238 árið 2014. „Átján prósent kvenna sem fæða á landspítalanum er með greininguna um meðgöngusykursýki," segir Ingibjörg Th Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum. Árið 2012 var farið að greina sjúkdóminn með öðrum skilmerkjum en Ingibjörg segir að það skýri aukninguna aðeins að hluta. Tölur spítalans um greiningu á offitu á meðgöngu styðji aukninguna á greiningum á sykursýki þar sem konur í ofþyngd séu í mestri hættu á að fá sjúkdóminn. 396 konur sem fæddu á spítalanum í fyrra hafi verið greindar með offitu, það er með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 BMI. „Það sem við sjáum líka þar er að mikil offita er að aukast en þá er líkamsþyngdarstuðullinn um eða yfir 50 BMI. Við erum að tala um konur sem eru á bilinu 120 og alveg upp í 170 til 180 kíló,“ segir Ingibjörg en hún hefur miklar áhyggjur af ástandinu og segir að líta verði þróunina alvarlegum augum. Offita hjá barnshafandi konu geti leitt til þess að barnið verið of stórt fyrir móðurina sem leiði til áhættu í fæðingunni. Þá sé ákveðin forritun í gangi þegar kona gengur með barn. „Barnið fær ákveðin skilaboð í móðurkviði um það hvernig það eigi að lifa og svo ef kona er í mikilli ofþyngd má búast við að það sé ákveðinn lífsstíll hjá fjölskyldunni sem yfirfærist á barnið,“ segir Ingibjörg. Hún segir að konur í mikilli ofþyngd þurfi ráðgjöf, enda hefur verið sýnt fram á næringarskort hjá hópnum. „Ég held að við þurfum að grípa fyrr inn í, við þurfum að gera það áður en konurnar verða ófrískar.“ Þá vildi hún sjá markvissari eftirfylgni til kvenna í offitu eftir barnsburð, til dæmis frá ljósmæðrum og næringarráðgjöfum .„Ég held að það sé bara ákveðið ákall til okkar sem þjóðar að hugsa betur um ungu kynslóðina okkar og að konur fari í undirbúning fyrir þungun,“ segir Ingibjörg. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Fjöldi þungaðra kvenna sem greinast með meðgöngusykursýki hefur þrefaldast á fjórum árum. Á sama tíma hefur fjölgað mikið í hópi barnshafandi kvenna í mikilli offitu. Yfirljósmóðir á Landspítalanum hefur miklar áhyggjur af þróuninni og segir mikilvægt að grípa inn í áður en konur verði ófrískar. Sykursýki á meðgöngu hefur aukist gríðarlega á síðasta áratugnum. Í fyrra greindust voru 584 barnshafandi konur greindar með meðgöngusykursýki á Landspítalanum en þær voru 238 árið 2014. „Átján prósent kvenna sem fæða á landspítalanum er með greininguna um meðgöngusykursýki," segir Ingibjörg Th Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum. Árið 2012 var farið að greina sjúkdóminn með öðrum skilmerkjum en Ingibjörg segir að það skýri aukninguna aðeins að hluta. Tölur spítalans um greiningu á offitu á meðgöngu styðji aukninguna á greiningum á sykursýki þar sem konur í ofþyngd séu í mestri hættu á að fá sjúkdóminn. 396 konur sem fæddu á spítalanum í fyrra hafi verið greindar með offitu, það er með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 BMI. „Það sem við sjáum líka þar er að mikil offita er að aukast en þá er líkamsþyngdarstuðullinn um eða yfir 50 BMI. Við erum að tala um konur sem eru á bilinu 120 og alveg upp í 170 til 180 kíló,“ segir Ingibjörg en hún hefur miklar áhyggjur af ástandinu og segir að líta verði þróunina alvarlegum augum. Offita hjá barnshafandi konu geti leitt til þess að barnið verið of stórt fyrir móðurina sem leiði til áhættu í fæðingunni. Þá sé ákveðin forritun í gangi þegar kona gengur með barn. „Barnið fær ákveðin skilaboð í móðurkviði um það hvernig það eigi að lifa og svo ef kona er í mikilli ofþyngd má búast við að það sé ákveðinn lífsstíll hjá fjölskyldunni sem yfirfærist á barnið,“ segir Ingibjörg. Hún segir að konur í mikilli ofþyngd þurfi ráðgjöf, enda hefur verið sýnt fram á næringarskort hjá hópnum. „Ég held að við þurfum að grípa fyrr inn í, við þurfum að gera það áður en konurnar verða ófrískar.“ Þá vildi hún sjá markvissari eftirfylgni til kvenna í offitu eftir barnsburð, til dæmis frá ljósmæðrum og næringarráðgjöfum .„Ég held að það sé bara ákveðið ákall til okkar sem þjóðar að hugsa betur um ungu kynslóðina okkar og að konur fari í undirbúning fyrir þungun,“ segir Ingibjörg.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira