Mál Ágústs Ólafs ekki tekið til frekari athugunar á þingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2019 20:15 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. VÍSIR/VILHELM Forsætisnefnd mun ekki taka mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, til frekari athugunar. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar sem birt var á vef Alþingis í dag en auk hennar var álit siðanefndar birt sem og bréf til þingmannsins þar sem honum er greint frá niðurstöðunni. Ágúst Ólafur fór í leyfi frá þingstörfum í desember síðastliðnum eftir að hann hlaut áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar fyrir að hafa áreitt konu kynferðislega síðasta sumar. Ágúst Ólafur sneri aftur á þing í lok apríl. Í janúar síðastliðnum barst forsætisnefnd erindi þar sem óskað var eftir því að forsætisnefnd myndi taka málið til umfjöllunar og vísa því til siðanefndar. Siðanefndin er forsætisnefnd til ráðgjafar og fjallaði hún um málið á fundum sínum. Var það niðurstaða siðanefndar að tormerki væru á því að hún gæti tekið málið til umfjöllunar. Fram kemur í áliti nefndarinnar að engin gögn fylgdu með erindi þess sem það sendi og enginn rökstuðningur.Aðili málsins beindi ekki kvörtun til nefndarinnar Þá verði ekki fram hjá því litið að sá sem beini erindinu til forsætisnefndar sé alls ótengdur málinu sem kvörtunin lýtur að. Auk þess hefði sá einstaklingur sem hin meinta hátterni þingmannsins beindist að ekki leitað til forsætisnefndar vegna brots á siðareglum. „Þá verður einnig að hafa í huga sérstöðu slíkra mála. Vegna þessa telur siðanefnd að málið verði ekki vel rekið fyrir siðanefnd. Taki hún málið til umfjöllunar muni hún m.a. þurfa að afla upplýsinga fráaðila sem ekki hefur óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Með vísan til framangreinds telur siðanefnd tormerki á því að hún takimálið til umfjöllunar. Eins og mál þetta liggur fyrir telur siðanefnd sér ekki fært að leggja mat á þau álitaefni sem felast í framangreindu erindi forsætisnefndar til sín,“ segir í áliti siðanefndar.Alvarlegur áfellisdómur um hátterni þingmannsins Í bókun sinni vísar forsætisnefnd í niðurstöðu siðanefndar og meðal annars til þess að sá aðili sem hið meinta hátterni bitnaði á hafði ekki leitað til forsætisnefndar. „Af þessu má ráða það mat nefndarinnar að slík staðreynd geti eins og horfi við í málinu skipt meira máli en hvort mál falli undir siðareglur fyrir alþingismenn, þar sem afla þyrfti upplýsinga frá aðila sem ekki hefði óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Forsætisnefnd fellst á að slíkar aðstæður geti skipt máli enda sé þá litið til sjónarmiða um nærgætni og sanngirni gegn þeim sem hlut eiga að máli,“ segir í bókun nefndarinnar. Þar kemur jafnframt fram að af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að málavextir séu óumdeildir. Þá hafi Ágúst Ólafur fallist á niðurstöðu trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. Sú niðurstaða sem þar sé lýst verði að telja alvarlegan áfellisdóm um hátterni þingmannsins. Segir svo í lok bókunarinnar: „Þegar litið er til niðurstöðu siðanefndar og þess áfellisdóms sem opinberlega liggur fyrir í niðurstöðu trúnaðarnefndarinnar, er það hins vegar niðurstaða forsætisnefndar, að undangengnu heildstæðu mati, að fyrirliggjandi erindi gefi ekki tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu. Er þá einkum höfðhliðsjón af1. málsl. 1. mgr. 18. gr. siðareglna fyrir alþingismenn.“ Maðurinn sem sendi erindið til forsætisnefndar er nafngreindur í gögnunum sem birtust á vef Alþingis í dag. Hann var í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík fyrir þingkosningar 2016 en var svo kominn á lista Miðflokksins í borginni fyrir þingkosningar 2017. Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16 Ágúst Ólafur segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Ágúst Ólafur hefur tekið þá ákvörðun að segja af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. 2. maí 2019 14:57 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Forsætisnefnd mun ekki taka mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, til frekari athugunar. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar sem birt var á vef Alþingis í dag en auk hennar var álit siðanefndar birt sem og bréf til þingmannsins þar sem honum er greint frá niðurstöðunni. Ágúst Ólafur fór í leyfi frá þingstörfum í desember síðastliðnum eftir að hann hlaut áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar fyrir að hafa áreitt konu kynferðislega síðasta sumar. Ágúst Ólafur sneri aftur á þing í lok apríl. Í janúar síðastliðnum barst forsætisnefnd erindi þar sem óskað var eftir því að forsætisnefnd myndi taka málið til umfjöllunar og vísa því til siðanefndar. Siðanefndin er forsætisnefnd til ráðgjafar og fjallaði hún um málið á fundum sínum. Var það niðurstaða siðanefndar að tormerki væru á því að hún gæti tekið málið til umfjöllunar. Fram kemur í áliti nefndarinnar að engin gögn fylgdu með erindi þess sem það sendi og enginn rökstuðningur.Aðili málsins beindi ekki kvörtun til nefndarinnar Þá verði ekki fram hjá því litið að sá sem beini erindinu til forsætisnefndar sé alls ótengdur málinu sem kvörtunin lýtur að. Auk þess hefði sá einstaklingur sem hin meinta hátterni þingmannsins beindist að ekki leitað til forsætisnefndar vegna brots á siðareglum. „Þá verður einnig að hafa í huga sérstöðu slíkra mála. Vegna þessa telur siðanefnd að málið verði ekki vel rekið fyrir siðanefnd. Taki hún málið til umfjöllunar muni hún m.a. þurfa að afla upplýsinga fráaðila sem ekki hefur óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Með vísan til framangreinds telur siðanefnd tormerki á því að hún takimálið til umfjöllunar. Eins og mál þetta liggur fyrir telur siðanefnd sér ekki fært að leggja mat á þau álitaefni sem felast í framangreindu erindi forsætisnefndar til sín,“ segir í áliti siðanefndar.Alvarlegur áfellisdómur um hátterni þingmannsins Í bókun sinni vísar forsætisnefnd í niðurstöðu siðanefndar og meðal annars til þess að sá aðili sem hið meinta hátterni bitnaði á hafði ekki leitað til forsætisnefndar. „Af þessu má ráða það mat nefndarinnar að slík staðreynd geti eins og horfi við í málinu skipt meira máli en hvort mál falli undir siðareglur fyrir alþingismenn, þar sem afla þyrfti upplýsinga frá aðila sem ekki hefði óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Forsætisnefnd fellst á að slíkar aðstæður geti skipt máli enda sé þá litið til sjónarmiða um nærgætni og sanngirni gegn þeim sem hlut eiga að máli,“ segir í bókun nefndarinnar. Þar kemur jafnframt fram að af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að málavextir séu óumdeildir. Þá hafi Ágúst Ólafur fallist á niðurstöðu trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. Sú niðurstaða sem þar sé lýst verði að telja alvarlegan áfellisdóm um hátterni þingmannsins. Segir svo í lok bókunarinnar: „Þegar litið er til niðurstöðu siðanefndar og þess áfellisdóms sem opinberlega liggur fyrir í niðurstöðu trúnaðarnefndarinnar, er það hins vegar niðurstaða forsætisnefndar, að undangengnu heildstæðu mati, að fyrirliggjandi erindi gefi ekki tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu. Er þá einkum höfðhliðsjón af1. málsl. 1. mgr. 18. gr. siðareglna fyrir alþingismenn.“ Maðurinn sem sendi erindið til forsætisnefndar er nafngreindur í gögnunum sem birtust á vef Alþingis í dag. Hann var í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík fyrir þingkosningar 2016 en var svo kominn á lista Miðflokksins í borginni fyrir þingkosningar 2017.
Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16 Ágúst Ólafur segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Ágúst Ólafur hefur tekið þá ákvörðun að segja af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. 2. maí 2019 14:57 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16
Ágúst Ólafur segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Ágúst Ólafur hefur tekið þá ákvörðun að segja af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. 2. maí 2019 14:57