Íbúðakaup með ábyrgðarláni Einar Jónsson skrifar 14. maí 2019 08:00 Skilgreina má þá sem afla sér húsnæðis í eftirfarandi flokka eftir efnahag: Þá sem ljóslega geta aflað sér húsnæðis án stuðnings, þá sem þurfa einhvern stuðning við húsnæðisöflun og þá sem þurfa verulegan stuðning og falla þar með undir skyldur sveitarfélaga. Allir sem þurfa einhvern stuðning ættu að eiga valkost um að kaupa íbúð. Af hverju eignaríbúð? Húsnæðisöryggi er einungis til staðar í eignaríbúðum, þ.e. að íbúi sem efnir skyldur sínar geti búið í íbúð sinni svo lengi sem hann kýs. Í leiguíbúðum og jafnvel í íbúðum húsnæðissamvinnufélaga er þetta húsnæðisöryggi ekki til staðar því íbúi getur misst húsnæði sitt þótt hann efni skyldur sínar fullkomlega. Engu máli skiptir hvort félag er rekið í hagnaðarskyni eða ekki. Húsnæðisöryggi í eignaríbúðum er mikilvægt einstaklingum og fjölskyldum og skuldlausar eða skuldlitlar eignaríbúðir eru jafnan forsenda fyrir þolanlegri afkomu lífeyrisþega. Þá eru íbúðakaup „besta langtímafjárfesting“ almennings en sem kunnugt er greiða leigutakar með tímanum fjárfestingu leigusalans ásamt rekstrarkostnaði án þess að njóta eignaaukningar hans. Sama á við um búseta húsnæðissamvinnufélaga. Allir sem hafa greiðslugetu til að greiða húsaleigu fyrir viðunandi íbúð ættu að eiga kost á að kaupa slíka íbúð í ábyrgðarlánakerfi. Efnaminni íbúðakaupendur eru í meiri vanda en ella þegar framboð nýbygginga er einkum fyrir þá efnameiri og að auki þegar samkeppni er á íbúðamarkaðinum við aðila sem eru þar á öðrum forsendum, s.s. við fjárfesta sem veðja á verðhækkanir og kaupendur ferðamannaíbúða. Íbúðaskortur leiðir til verðhækkana og hagkvæmni bygginga og lánakjara skilar sér ekki til kaupenda á almennum markaði við þær aðstæður. Þá er greiðslubyrði íbúðalána í framtíð óviss hvort sem lán eru verðtryggð eða óverðtryggð. Markaðinn skortir hvata til að svara þörfum fyrir hefðbundnar fjölskylduíbúðir og raunhæfan stuðning skortir við þá sem ættu að geta tryggt sér og sínum húsnæðisöryggi með íbúðakaupum. Íbúðakaup með ábyrgðarláni Útfærsla íbúðakaupa með ábyrgðarláni gæti verið eftirfarandi með hagsmuni kaupenda í fyrirrúmi: Allir sem hafa greiðslugetu til að standa undir íbúðalánum en skortir fé til útborgunar ættu að fá fyrirgreiðslu til að kaupa sér íbúð á verði sem greiðslugeta segði til um. Bankar eða lífeyrissjóðir fjármögnuðu almennt lán sem næmi 75% af kaupverði og einnig viðbótarlán eftir aðstæðum allt að 25%. Viðbótarlán væri með ríkisábyrgð. Framkvæmd þá þannig: Kaupandi velur sér íbúð á markaði, nýbyggingu eða eldri íbúð, svo og lánveitanda. Ákveðin ívilnun hins opinbera gæti verið til staðar fyrir seljanda/húsbyggjanda íbúðar með ábyrgðarláni svo og fyrir lánveitanda slíkra lána. Ívilnanir ásamt ríkisábyrgð og almennum opinberum stuðningi stuðluðu að auknu framboði íbúða, hagstæðari greiðslubyrði og íbúðaverði. Íbúðalánasjóður gæti miðlað upplýsingum og séð um að framkvæmd væri í samræmi við reglur. Greiðslugeta miðaðist við að greiðslubyrði lána væri innan við 30% af brúttótekjum kaupanda. Skilyrði að söluíbúðir væru með ástandsvottorði frá óháðum skoðunaraðila og að óheimilt væri að veðsetja eða gera aðför í íbúð með ábyrgðarláni nema varðandi íbúðalán og íbúðagjöld. Greiðsluvandi Verði eigandi íbúðar með ábyrgðarláni fyrir tekjuskerðingu af óviðráðanlegum orsökum, svo sem vegna veikinda eða atvinnumissi, þá greiðslujafni lánveitandi þannig að greiðslubyrði íbúðalána rúmaðist innan við 30% af brúttótekjum. Langtímavandi gæti þýtt greiðsluaðlögun með afskriftum sem ríki/sveitarfélag kæmi að. Nauðungarsölur ættu að vera algjör undantekning. Húsnæðisöryggi og fjölskylduvernd væri í fyrirrúmi.Einar Jónsson lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Skilgreina má þá sem afla sér húsnæðis í eftirfarandi flokka eftir efnahag: Þá sem ljóslega geta aflað sér húsnæðis án stuðnings, þá sem þurfa einhvern stuðning við húsnæðisöflun og þá sem þurfa verulegan stuðning og falla þar með undir skyldur sveitarfélaga. Allir sem þurfa einhvern stuðning ættu að eiga valkost um að kaupa íbúð. Af hverju eignaríbúð? Húsnæðisöryggi er einungis til staðar í eignaríbúðum, þ.e. að íbúi sem efnir skyldur sínar geti búið í íbúð sinni svo lengi sem hann kýs. Í leiguíbúðum og jafnvel í íbúðum húsnæðissamvinnufélaga er þetta húsnæðisöryggi ekki til staðar því íbúi getur misst húsnæði sitt þótt hann efni skyldur sínar fullkomlega. Engu máli skiptir hvort félag er rekið í hagnaðarskyni eða ekki. Húsnæðisöryggi í eignaríbúðum er mikilvægt einstaklingum og fjölskyldum og skuldlausar eða skuldlitlar eignaríbúðir eru jafnan forsenda fyrir þolanlegri afkomu lífeyrisþega. Þá eru íbúðakaup „besta langtímafjárfesting“ almennings en sem kunnugt er greiða leigutakar með tímanum fjárfestingu leigusalans ásamt rekstrarkostnaði án þess að njóta eignaaukningar hans. Sama á við um búseta húsnæðissamvinnufélaga. Allir sem hafa greiðslugetu til að greiða húsaleigu fyrir viðunandi íbúð ættu að eiga kost á að kaupa slíka íbúð í ábyrgðarlánakerfi. Efnaminni íbúðakaupendur eru í meiri vanda en ella þegar framboð nýbygginga er einkum fyrir þá efnameiri og að auki þegar samkeppni er á íbúðamarkaðinum við aðila sem eru þar á öðrum forsendum, s.s. við fjárfesta sem veðja á verðhækkanir og kaupendur ferðamannaíbúða. Íbúðaskortur leiðir til verðhækkana og hagkvæmni bygginga og lánakjara skilar sér ekki til kaupenda á almennum markaði við þær aðstæður. Þá er greiðslubyrði íbúðalána í framtíð óviss hvort sem lán eru verðtryggð eða óverðtryggð. Markaðinn skortir hvata til að svara þörfum fyrir hefðbundnar fjölskylduíbúðir og raunhæfan stuðning skortir við þá sem ættu að geta tryggt sér og sínum húsnæðisöryggi með íbúðakaupum. Íbúðakaup með ábyrgðarláni Útfærsla íbúðakaupa með ábyrgðarláni gæti verið eftirfarandi með hagsmuni kaupenda í fyrirrúmi: Allir sem hafa greiðslugetu til að standa undir íbúðalánum en skortir fé til útborgunar ættu að fá fyrirgreiðslu til að kaupa sér íbúð á verði sem greiðslugeta segði til um. Bankar eða lífeyrissjóðir fjármögnuðu almennt lán sem næmi 75% af kaupverði og einnig viðbótarlán eftir aðstæðum allt að 25%. Viðbótarlán væri með ríkisábyrgð. Framkvæmd þá þannig: Kaupandi velur sér íbúð á markaði, nýbyggingu eða eldri íbúð, svo og lánveitanda. Ákveðin ívilnun hins opinbera gæti verið til staðar fyrir seljanda/húsbyggjanda íbúðar með ábyrgðarláni svo og fyrir lánveitanda slíkra lána. Ívilnanir ásamt ríkisábyrgð og almennum opinberum stuðningi stuðluðu að auknu framboði íbúða, hagstæðari greiðslubyrði og íbúðaverði. Íbúðalánasjóður gæti miðlað upplýsingum og séð um að framkvæmd væri í samræmi við reglur. Greiðslugeta miðaðist við að greiðslubyrði lána væri innan við 30% af brúttótekjum kaupanda. Skilyrði að söluíbúðir væru með ástandsvottorði frá óháðum skoðunaraðila og að óheimilt væri að veðsetja eða gera aðför í íbúð með ábyrgðarláni nema varðandi íbúðalán og íbúðagjöld. Greiðsluvandi Verði eigandi íbúðar með ábyrgðarláni fyrir tekjuskerðingu af óviðráðanlegum orsökum, svo sem vegna veikinda eða atvinnumissi, þá greiðslujafni lánveitandi þannig að greiðslubyrði íbúðalána rúmaðist innan við 30% af brúttótekjum. Langtímavandi gæti þýtt greiðsluaðlögun með afskriftum sem ríki/sveitarfélag kæmi að. Nauðungarsölur ættu að vera algjör undantekning. Húsnæðisöryggi og fjölskylduvernd væri í fyrirrúmi.Einar Jónsson lögfræðingur
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun