Undirbúningur Alonso fyrir Indy 500 gengur brösulega Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2019 20:13 Alonso fer yfir ráslínuna í Indianapolis á æfingu í gær. Einn yardi af upphaflegri múrsteinalagðri brautinni er við línuna. AP/Darron Cummings Spænski ökuþórinn Fernando Alonso slapp vel þegar McLaren-bíll hans rakst á vegg á rúmlega 300 kílómetra hraða á klukkustund á æfingu fyrir Indianapolis-kappaksturinn í dag. Undirbúningur Alonso og McLaren hefur gengið brösulega og jafnvel er rætt um að Spánverjinn nái ekki að vinna sér sæti í keppninni í tímatökum um helgina. Tvöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 reynir nú að sigra í Indy 500-kappakstrinum sem haldinn verður í Indianapolis sunnudaginn 26. maí. Sigur myndi gera Alonso að aðeins öðrum ökuþórnum í sögunni til að vinna svonefnda þreföldu krúnu akstursíþrótta. Áður hefur hann unnið Mónakókappaksturinn og Le Mans-sólahringskappaksturinn. Áreksturinn í dag átti sér stað í þriðju beygju Indianapolis-sporöskjubrautarinnar sem Indycar-bílarnir nálgast á hátt í 370 kílómetra hraða á klukkustund. Alonso rakst utan í ytri vegg brautarinnar, snerist þaðan niður brautina og í innri vegginn áður en bíllinn hófst næstum á loft þegar hann skautaði aftur yfir brautina og staðnæmdist við ytri vegginn við byrjun fjórðu beygjunnar.Alonso slapp ómeiddur og sagði að áreksturinn hafi orðið vegna hans eigin mistaka, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þetta var undirstýring og jafnvel þó að ég lyfti af inngjöfinni í byrjun beygjunnar var það ekki nóg. Ég missti algerlega loftflæðið að framan. Veggurinn kom of nálægt og of hratt,“ sagði Alonso við fréttamenn. Óhætt er að segja að undirbúningur Alonso og McLaren-liðsins fyrir Indy 500-kappaksturinn hafi ekki gengið vel til þessa. Á fyrsta æfingardeginum fyrr í þessum mánuði settu tæknileg vandamál strik í reikninginn. Á æfingu í gær glímdu vélvirkjar hans enn við bíllinn og setti Alonso hægasta hring allra þegar hann naut ekki kjölsogs frá bíl á undan. Í tímatökunni um helgina fara bílarnir einir út á brautina til að setja tíma. Alls fá 33 ökumenn að hefja keppni í Indianapolis eftir tæpar tvær vikur. Búist er við því að 36 ökumenn taki þátt í tímatökum sem fara fram á laugardag og sunnudag. Takist McLaren og Alonso ekki að ráða bót á vandræðum sínum gæti orðið tvísýnt hvort Spánverjanum takist að vinna sér sæti í keppninni. Komist Alonso inn í keppnina verður það í annað skiptið sem hann tekur þátt. Hann tók sér frí frá Mónakókappakstrinum til að keppa í Indy 500 árið 2017. Þá ræsti hann fimmti í bíl Andretti Autosport-liðsins. Alonso leiddi 24 hringi af tvö hundruð áður en Honda-vélin í bíl hans gaf upp öndina þegar um tuttugu hringir voru eftir. Akstursíþróttir Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Spænski ökuþórinn Fernando Alonso slapp vel þegar McLaren-bíll hans rakst á vegg á rúmlega 300 kílómetra hraða á klukkustund á æfingu fyrir Indianapolis-kappaksturinn í dag. Undirbúningur Alonso og McLaren hefur gengið brösulega og jafnvel er rætt um að Spánverjinn nái ekki að vinna sér sæti í keppninni í tímatökum um helgina. Tvöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 reynir nú að sigra í Indy 500-kappakstrinum sem haldinn verður í Indianapolis sunnudaginn 26. maí. Sigur myndi gera Alonso að aðeins öðrum ökuþórnum í sögunni til að vinna svonefnda þreföldu krúnu akstursíþrótta. Áður hefur hann unnið Mónakókappaksturinn og Le Mans-sólahringskappaksturinn. Áreksturinn í dag átti sér stað í þriðju beygju Indianapolis-sporöskjubrautarinnar sem Indycar-bílarnir nálgast á hátt í 370 kílómetra hraða á klukkustund. Alonso rakst utan í ytri vegg brautarinnar, snerist þaðan niður brautina og í innri vegginn áður en bíllinn hófst næstum á loft þegar hann skautaði aftur yfir brautina og staðnæmdist við ytri vegginn við byrjun fjórðu beygjunnar.Alonso slapp ómeiddur og sagði að áreksturinn hafi orðið vegna hans eigin mistaka, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þetta var undirstýring og jafnvel þó að ég lyfti af inngjöfinni í byrjun beygjunnar var það ekki nóg. Ég missti algerlega loftflæðið að framan. Veggurinn kom of nálægt og of hratt,“ sagði Alonso við fréttamenn. Óhætt er að segja að undirbúningur Alonso og McLaren-liðsins fyrir Indy 500-kappaksturinn hafi ekki gengið vel til þessa. Á fyrsta æfingardeginum fyrr í þessum mánuði settu tæknileg vandamál strik í reikninginn. Á æfingu í gær glímdu vélvirkjar hans enn við bíllinn og setti Alonso hægasta hring allra þegar hann naut ekki kjölsogs frá bíl á undan. Í tímatökunni um helgina fara bílarnir einir út á brautina til að setja tíma. Alls fá 33 ökumenn að hefja keppni í Indianapolis eftir tæpar tvær vikur. Búist er við því að 36 ökumenn taki þátt í tímatökum sem fara fram á laugardag og sunnudag. Takist McLaren og Alonso ekki að ráða bót á vandræðum sínum gæti orðið tvísýnt hvort Spánverjanum takist að vinna sér sæti í keppninni. Komist Alonso inn í keppnina verður það í annað skiptið sem hann tekur þátt. Hann tók sér frí frá Mónakókappakstrinum til að keppa í Indy 500 árið 2017. Þá ræsti hann fimmti í bíl Andretti Autosport-liðsins. Alonso leiddi 24 hringi af tvö hundruð áður en Honda-vélin í bíl hans gaf upp öndina þegar um tuttugu hringir voru eftir.
Akstursíþróttir Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti