Arnar: „Þetta var hálf barnalegt allt saman“ Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 15. maí 2019 22:26 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í kvöld vísir/bára Víkingur tapaði 4-3 í Pepsi Max deild karla á heimavelli gegn Stjörnunni í kvöld. Þrátt fyrir niðurstöðuna var Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins ánægður með sína menn. „Frammistaðan var bara geggjuð. Margir sem sáu ekki leikinn halda að Stjarnan hafi verið með algjöra yfirburði í stöðunni 4-1. Svo var ekki. Við réðum yfir leiknum frá A til Ö,” sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings um frammistöðuna eftir leik kvöldsins. Víkingar voru miklu meira með boltann í fyrri hálfleik en voru þó undir 2-0. Stjörnumenn gerðu vel úr færum sínum og refsuðu Víkingum þegar þeir gerðu mistök. „Ég sagði við strákana í hálfleik að það sem Stjarnan hefur fram yfir okkur er bara gríðarlega reynsla og klókindi. Þeir eru með ákveðin gæði til þess að klára leiki. Guð minn almáttugur hvað við gáfum þeim leik í dag, við gáfum þeim virkilega erfiðan leik. Við pressuðum þá stíft, við héldum boltanum mjög vel en okkur vantaði bara smá heppni og meiri kænsku á réttum augnablikum í leiknum.” Varnarleikurinn var vægast sagt klaufalegur í mörkunum sem Stjarnan skoraði í kvöld. Arnar vill samt taka fram að Víkingar leggja áherslu á varnarleik á sínum æfingum. „Þetta var hálf barnalegt allt saman. Ég á eftir að skoða þetta betur. Hvert einasta skipti sem Stjarnan komst í einhverja hálf sénsa þá lá boltinn inni sem var mjög svekkjandi. Trúðu því eða ekki þá leggjum við mikla áherslu á að spila vörn og að verjast á fáum mönnum.” „Við erum frekar opnir þegar við sækjum. Vörnin byrjar alltaf á fremsta manni og við vorum aðeins að gefa þeim rosalega ódýr mörk sem að beit okkur í rassgatið í lokin.” Víkingar voru með boltann fyrsta hálftímann en náðu ekki að brjóta niður vörn Stjörnunnar. Þeir voru ekki með lausnir við þessari þéttu og skipulögðu Stjörnuvörn. „Þeir eru með klókt lið og þeir þéttu vel tilbaka. Við fengum bara hálf færi og skot fyrir utan teig en okkur vantaði að setja þetta fyrsta mark til að sýna að yfirburðirnir voru réttmætir. Síðan skora þeir.” „Okkar strákar eiga skilið hrós fyrir að efast aldrei. Við héldum bara áfram okkar leik. Ég sagði í hálfleik að við ættum mjög góðan séns. Við héldum bara áfram þrátt fyrir að það komi eiginlega strax 3-0. Þetta var ansi tæpt í lokin að við náðum ekki að jafna.” Guðmundur Andri Tryggvason gekk til liðs við Víking í gær frá Start í Noregi. Guðmundur Andri var mættur í byrjunarliðið í kvöld þrátt fyrir að hafa bara náð einni æfingu. „Hann náði heillri æfingu. Hann fékk skyndinámskeið í leikfræði liðsins. Hann kom bara inn og stóð sig vel. Hann var óragur og tók vel á. Auðvitað er hann ekki kominn í fullkomið leikstand en þetta eru allt toppstrákar og þeir stóðu sig allir hrikalega vel í kvöld.” Var hann þá svona frábær á þessari æfingu að hann fór beint í byrjunarliðið? „Já beint í byrjunarliðið hann var frábær á þessari æfingu,” sagði Arnar léttur fyrst. „Nei það er oft gott fyrir þessa stráka að koma bara beint inn og fá ekki allt of mikinn tíma til að hugsa. Hann þarf tíma til að kynnast liðinu þannig að ég sá ástæðu til þess að hrista aðeins upp í liðinu og henda honum inn í djúpu laugina, ” sagði Arnar síðan með aðeins meiri alvara. „Við eigum ÍBV á útivelli næst og svo er bara KR. Þetta er bara geggjað. Það er geggjað að vera í þessari deild, þetta eru allt hörkuleikir og við erum búnir með svaka prógram. Ég er ánægður með að við gáfum öllum þessum toppliðum mjög erfiðan leik, þeir þurftu að hafa fyrir þessu,” sagði Arnar um næstu leiki Víkinga en þeir eru búnir að eiga gríðarlega erfitt prógram í upphafi móts. Þrátt fyrir ágætis frammistöður eru þeir bara með 2 stig eftir 4 leiki. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Víkingur tapaði 4-3 í Pepsi Max deild karla á heimavelli gegn Stjörnunni í kvöld. Þrátt fyrir niðurstöðuna var Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins ánægður með sína menn. „Frammistaðan var bara geggjuð. Margir sem sáu ekki leikinn halda að Stjarnan hafi verið með algjöra yfirburði í stöðunni 4-1. Svo var ekki. Við réðum yfir leiknum frá A til Ö,” sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings um frammistöðuna eftir leik kvöldsins. Víkingar voru miklu meira með boltann í fyrri hálfleik en voru þó undir 2-0. Stjörnumenn gerðu vel úr færum sínum og refsuðu Víkingum þegar þeir gerðu mistök. „Ég sagði við strákana í hálfleik að það sem Stjarnan hefur fram yfir okkur er bara gríðarlega reynsla og klókindi. Þeir eru með ákveðin gæði til þess að klára leiki. Guð minn almáttugur hvað við gáfum þeim leik í dag, við gáfum þeim virkilega erfiðan leik. Við pressuðum þá stíft, við héldum boltanum mjög vel en okkur vantaði bara smá heppni og meiri kænsku á réttum augnablikum í leiknum.” Varnarleikurinn var vægast sagt klaufalegur í mörkunum sem Stjarnan skoraði í kvöld. Arnar vill samt taka fram að Víkingar leggja áherslu á varnarleik á sínum æfingum. „Þetta var hálf barnalegt allt saman. Ég á eftir að skoða þetta betur. Hvert einasta skipti sem Stjarnan komst í einhverja hálf sénsa þá lá boltinn inni sem var mjög svekkjandi. Trúðu því eða ekki þá leggjum við mikla áherslu á að spila vörn og að verjast á fáum mönnum.” „Við erum frekar opnir þegar við sækjum. Vörnin byrjar alltaf á fremsta manni og við vorum aðeins að gefa þeim rosalega ódýr mörk sem að beit okkur í rassgatið í lokin.” Víkingar voru með boltann fyrsta hálftímann en náðu ekki að brjóta niður vörn Stjörnunnar. Þeir voru ekki með lausnir við þessari þéttu og skipulögðu Stjörnuvörn. „Þeir eru með klókt lið og þeir þéttu vel tilbaka. Við fengum bara hálf færi og skot fyrir utan teig en okkur vantaði að setja þetta fyrsta mark til að sýna að yfirburðirnir voru réttmætir. Síðan skora þeir.” „Okkar strákar eiga skilið hrós fyrir að efast aldrei. Við héldum bara áfram okkar leik. Ég sagði í hálfleik að við ættum mjög góðan séns. Við héldum bara áfram þrátt fyrir að það komi eiginlega strax 3-0. Þetta var ansi tæpt í lokin að við náðum ekki að jafna.” Guðmundur Andri Tryggvason gekk til liðs við Víking í gær frá Start í Noregi. Guðmundur Andri var mættur í byrjunarliðið í kvöld þrátt fyrir að hafa bara náð einni æfingu. „Hann náði heillri æfingu. Hann fékk skyndinámskeið í leikfræði liðsins. Hann kom bara inn og stóð sig vel. Hann var óragur og tók vel á. Auðvitað er hann ekki kominn í fullkomið leikstand en þetta eru allt toppstrákar og þeir stóðu sig allir hrikalega vel í kvöld.” Var hann þá svona frábær á þessari æfingu að hann fór beint í byrjunarliðið? „Já beint í byrjunarliðið hann var frábær á þessari æfingu,” sagði Arnar léttur fyrst. „Nei það er oft gott fyrir þessa stráka að koma bara beint inn og fá ekki allt of mikinn tíma til að hugsa. Hann þarf tíma til að kynnast liðinu þannig að ég sá ástæðu til þess að hrista aðeins upp í liðinu og henda honum inn í djúpu laugina, ” sagði Arnar síðan með aðeins meiri alvara. „Við eigum ÍBV á útivelli næst og svo er bara KR. Þetta er bara geggjað. Það er geggjað að vera í þessari deild, þetta eru allt hörkuleikir og við erum búnir með svaka prógram. Ég er ánægður með að við gáfum öllum þessum toppliðum mjög erfiðan leik, þeir þurftu að hafa fyrir þessu,” sagði Arnar um næstu leiki Víkinga en þeir eru búnir að eiga gríðarlega erfitt prógram í upphafi móts. Þrátt fyrir ágætis frammistöður eru þeir bara með 2 stig eftir 4 leiki.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira