Viðskipti innlent

Hagnaður Íslandshótela jókst um milljarð 

Hörður Ægisson skrifar
Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri.
Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri.
Hagnaður af rekstri Íslandshótela, einnar stærstu hótelkeðju landsins, meira en þrefaldaðist í fyrra og var samtals 1.430 milljónir króna borið saman við rúmlega 400 milljónir 2017. Stjórn Íslandshótela, sem er að stærstum hluta í eigu Ólafs D. Torfasonar, stjórnarformanns félagsins, leggur til að greiddur verði arður til hluthafa að fjárhæð 300 milljónir króna.

Tekjur Íslandshótela jukust um rúmlega 700 milljónir á síðasta ári og námu samtals 12,1 milljarði króna. Íslandshótel reka sautján hótel um allt land, þar af sex í Reykjavík. Endurmat á fasteignum og lóðum dróst verulega saman milli ára og nam 420 milljónum borið saman við 2,8 milljarða árið áður.

Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBTIDA) nam tæplega 3,4 milljörðum og jókst um rúmlega 400 milljónir. Eignir Íslandshótela voru bókfærðar á nærri 40 milljarða í árslok 2018 og eigið fé var 16,8 milljarðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×