Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 1-2│FH sló Íslandsmeistarana úr leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2019 19:00 Atli Guðnason var frábær í dag vísir/bára FH vann 1-2 útisigur á Val í stórleik 32-liða úrslita Mjólkurbikars karla í kvöld. FH-ingar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum, 0-1. Jákub Thomsen skoraði markið á 29. mínútu. Hann batt þá endahnútinn á frábæra sókn gestanna. Valsmenn voru álíka slakir í fyrri hálfleik og gegn Víkingum á föstudaginn og fóru ekki almennilega í gang fyrr en staðan var orðin 0-2. Atli Guðnason skoraði annað mark FH á 61. mínútu eftir sendingu frá Thomsen sem átti frábæran leik í framlínu Fimleikafélagsins. Birnir Snær Ingason minnkaði muninn á 69. mínútu, nýkominn inn á sem varamaður, en nær komst Valur ekki. FH réði ágætlega við tilviljanakenndar sóknir heimamanna og vann á endanum sanngjarnan sigur, 1-2. FH hefur unnið báða leiki sína það sem af er tímabili á meðan Íslandsmeistarar Vals eru án sigurs.Af hverju vann FH? FH-ingar spiluðu frábærlega fyrstu 35 mínútur leiksins, héldu boltanum vel og ógnuðu Valsvörninni sem hefur verið óörugg í byrjun tímabils. Fyrsta markið kom FH í bílstjórasætið og liðið virtist aldrei líklegt til að missa forskotið. Valur átti sínar sóknir en þær voru flestar hverjar aumar og tilviljunum háðar. Eftir annað markið lögðust FH-ingar aftar á völlinn og héldu Valsmönnum í skefjum, fyrir utan markið sem Birnir skoraði. Það dugði heimamönnum þó skammt.Hverjir stóðu upp úr? Jákub var frábær í liði FH, skoraði og lagði upp og leiddi framlínuna. Færeyingurinn er flottur leikmaður og FH-ingar eru í góðum málum ef hann fer að skora reglulega. Jónatan Ingi Jónsson var mjög frískur á hægri kantinum og Atli átti góðan leik á þeim vinstri. Þá voru miðverðir FH, Guðmann Þórisson og Guðmundur Kristjánsson, öflugir. Bakverðirnir, Pétur Viðarsson og Hjörtur Logi Valgarðsson, léku líka vel og sá síðarnefndi lítur mun betur út en á síðasta tímabili.Hvað gekk illa? Líkt og gegn Víkingi var pressa Vals mjög ómarkviss og FH átti ekki í miklum vandræðum með að leysa hana. Valur er með nýja framlínu og það er eins og liðið sé enn að venjast henni. Valsmenn treystu full mikið á langa bolta fram á Gary Martin og betri tengingu vantaði milli miðju og sóknar.Hvað gerist næst? Valsmenn fara norður og mæta KA í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Degi síðar sækja FH-ingar Víkinga heim.Ólafur: Daprir í fyrri hálfleik Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var hvorki sáttur með úrslitin né spilamennskuna í leiknum gegn FH. „Þetta er svekkjandi, mjög svekkjandi að vera dottnir út úr bikarnum,“ sagði Ólafur eftir leik. Líkt og í leiknum gegn Víkingi R. á föstudaginn var fyrri hálfleikurinn slakur hjá Val. „Við vorum daprir í fyrri hálfleik en skárri í seinni hálfleik,“ sagði Ólafur um leikinn í kvöld. „Þetta var ekki framför frá síðasta leik því við töpuðum núna en gerðum jafntefli síðast,“ bætti hann við, sposkur á svip. Íslandsmeistararnir fara illa af stað og eru án sigurs í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. „Við þurfum að líta í eigin barm og athuga hvort það geri eitthvað,“ sagði Ólafur að lokum.Ólafur: Réðum vel við háu boltana þeirra „Ég er mjög sáttur með þennan sigur. Bikarinn gengur út á það að slá andstæðinginn út og komast áfram. Það var geggjað að fá Val í 32-liða úrslitum og það er frábært að vera komnir áfram eftir góða frammistöðu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir sigur hans manna á Val í Mjólkurbikarnum í kvöld. FH-ingar voru mun betri í fyrri hálfleik og stjórnuðu leiknum, eitthvað sem Ólafur var ánægður með. „Fyrri hálfleikurinn var frábær. Við spiluðum virkilega vel, vorum rólegir með boltann og stjórnuðum hraðanum,“ sagði þjálfarinn. „Valsararnir trufluðu okkur eðlilega aðeins í seinni hálfleik en annað markið var sætt og það sýnir karakter að landa þessu. Ég var ekki hræddur í seinni hálfleik. Þetta voru háir boltar sem við réðum vel við.“Í upphitunarþætti Pepsi Max-markanna skaut Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, aðeins á sitt gamla lið og talaði um færeysku landsliðsmennina þrjá í herbúðum þess. „Við spiluðum við nýliða HK og unnum þá 2-0. Þeir veittu okkur verðuga samkeppni. Við spilum við Val með okkar þrjá landsliðsmenn og vinnum þá. Ég er sáttur með það. Nú er bara að ná hópnum saman og vera klárir fyrir næsta deildarleik,“ sagði Ólafur að endingu. Mjólkurbikarinn
FH vann 1-2 útisigur á Val í stórleik 32-liða úrslita Mjólkurbikars karla í kvöld. FH-ingar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum, 0-1. Jákub Thomsen skoraði markið á 29. mínútu. Hann batt þá endahnútinn á frábæra sókn gestanna. Valsmenn voru álíka slakir í fyrri hálfleik og gegn Víkingum á föstudaginn og fóru ekki almennilega í gang fyrr en staðan var orðin 0-2. Atli Guðnason skoraði annað mark FH á 61. mínútu eftir sendingu frá Thomsen sem átti frábæran leik í framlínu Fimleikafélagsins. Birnir Snær Ingason minnkaði muninn á 69. mínútu, nýkominn inn á sem varamaður, en nær komst Valur ekki. FH réði ágætlega við tilviljanakenndar sóknir heimamanna og vann á endanum sanngjarnan sigur, 1-2. FH hefur unnið báða leiki sína það sem af er tímabili á meðan Íslandsmeistarar Vals eru án sigurs.Af hverju vann FH? FH-ingar spiluðu frábærlega fyrstu 35 mínútur leiksins, héldu boltanum vel og ógnuðu Valsvörninni sem hefur verið óörugg í byrjun tímabils. Fyrsta markið kom FH í bílstjórasætið og liðið virtist aldrei líklegt til að missa forskotið. Valur átti sínar sóknir en þær voru flestar hverjar aumar og tilviljunum háðar. Eftir annað markið lögðust FH-ingar aftar á völlinn og héldu Valsmönnum í skefjum, fyrir utan markið sem Birnir skoraði. Það dugði heimamönnum þó skammt.Hverjir stóðu upp úr? Jákub var frábær í liði FH, skoraði og lagði upp og leiddi framlínuna. Færeyingurinn er flottur leikmaður og FH-ingar eru í góðum málum ef hann fer að skora reglulega. Jónatan Ingi Jónsson var mjög frískur á hægri kantinum og Atli átti góðan leik á þeim vinstri. Þá voru miðverðir FH, Guðmann Þórisson og Guðmundur Kristjánsson, öflugir. Bakverðirnir, Pétur Viðarsson og Hjörtur Logi Valgarðsson, léku líka vel og sá síðarnefndi lítur mun betur út en á síðasta tímabili.Hvað gekk illa? Líkt og gegn Víkingi var pressa Vals mjög ómarkviss og FH átti ekki í miklum vandræðum með að leysa hana. Valur er með nýja framlínu og það er eins og liðið sé enn að venjast henni. Valsmenn treystu full mikið á langa bolta fram á Gary Martin og betri tengingu vantaði milli miðju og sóknar.Hvað gerist næst? Valsmenn fara norður og mæta KA í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Degi síðar sækja FH-ingar Víkinga heim.Ólafur: Daprir í fyrri hálfleik Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var hvorki sáttur með úrslitin né spilamennskuna í leiknum gegn FH. „Þetta er svekkjandi, mjög svekkjandi að vera dottnir út úr bikarnum,“ sagði Ólafur eftir leik. Líkt og í leiknum gegn Víkingi R. á föstudaginn var fyrri hálfleikurinn slakur hjá Val. „Við vorum daprir í fyrri hálfleik en skárri í seinni hálfleik,“ sagði Ólafur um leikinn í kvöld. „Þetta var ekki framför frá síðasta leik því við töpuðum núna en gerðum jafntefli síðast,“ bætti hann við, sposkur á svip. Íslandsmeistararnir fara illa af stað og eru án sigurs í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. „Við þurfum að líta í eigin barm og athuga hvort það geri eitthvað,“ sagði Ólafur að lokum.Ólafur: Réðum vel við háu boltana þeirra „Ég er mjög sáttur með þennan sigur. Bikarinn gengur út á það að slá andstæðinginn út og komast áfram. Það var geggjað að fá Val í 32-liða úrslitum og það er frábært að vera komnir áfram eftir góða frammistöðu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir sigur hans manna á Val í Mjólkurbikarnum í kvöld. FH-ingar voru mun betri í fyrri hálfleik og stjórnuðu leiknum, eitthvað sem Ólafur var ánægður með. „Fyrri hálfleikurinn var frábær. Við spiluðum virkilega vel, vorum rólegir með boltann og stjórnuðum hraðanum,“ sagði þjálfarinn. „Valsararnir trufluðu okkur eðlilega aðeins í seinni hálfleik en annað markið var sætt og það sýnir karakter að landa þessu. Ég var ekki hræddur í seinni hálfleik. Þetta voru háir boltar sem við réðum vel við.“Í upphitunarþætti Pepsi Max-markanna skaut Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, aðeins á sitt gamla lið og talaði um færeysku landsliðsmennina þrjá í herbúðum þess. „Við spiluðum við nýliða HK og unnum þá 2-0. Þeir veittu okkur verðuga samkeppni. Við spilum við Val með okkar þrjá landsliðsmenn og vinnum þá. Ég er sáttur með það. Nú er bara að ná hópnum saman og vera klárir fyrir næsta deildarleik,“ sagði Ólafur að endingu.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti