Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. maí 2019 16:03 WOW air Airbus-vélin umtalaða á Keflavíkurflugvelli í dag. Vísir/Hvati Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. Er niðurstaða dómsins sú að Isavia sé heimilt að hamla för flugvélarinnar TF-GPA frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél eru ógreidd en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. Umrædd gjöld vélarinnar sem deilan snýst um nema 87 milljónum krónum. Lögmenn ALC túlka niðurstöðuna á þann veg að ALC þurfi að greiða 87 milljónir króna til að fá vélina afhenta en ekki þá tvo milljarða sem er heildarskuld WOW air við Isavia. Flugfélagið skuldaði greiðslur vegna fjölmargra flugvéla sem flugfélagið hafði á leigu. ALC hafði þegar boðið 87 milljónir króna greiðslu til að fá vélina lausa að sögn Odds Ástráðssonar, lögmanns ALC en því hafi verið hafnað án rökstuðnings. Isavia verði að sækja hina peningana í þrotabú WOW air. Oddur segir í samtali við fréttastofu að til skoðunar sé að kæra úrskurðinn og vísa honum til Landsréttar og sömuleiðis til eftirlitsstofnunar EFTA til að fá úr því skorið hvort um sé að ræða ólögmæta ríkisaðstoð. Tekist var um málið í munnlegum málflutningi í Reykjanes í dag og var úrskurðurinn svo kveðinn upp klukkan 16. Úrskurðurinn er kæranlegur til tveggja vikna að því er fram kom í máli dómara við uppkvaðningu úrskurðarins.Uppsöfnuð vanskil frá 2017 Hlynur Halldórsson, lögmaður Isavia, sagði við málflutninginn í dag að ALC hefði verið fullkunnugt að Isavia gæti kyrrsett flugvélar WOW ef flugfélagið stæði ekki skil á gjöldunum. Þá hafi ALC vitað eða mátt vita af fjárhagsvandræðum WOW air. Benti hann á að þegar slitnaði upp úr viðræðum WOW og Indigo Parters hafi forsvarmenn flugfélagsins hafið viðræður við stærstu kröfuhafa félagsins, meðal annars ALC, um að breyta kröfum sínum í hlutafé. Í greinargerð Isavia í málinu er lýst hvernig vanskil WOW air söfnuðust upp frá því í lok árs 2017 og að Isavia hafi hótað að beita kyrrsetningarheimildinni ef ekki kæmu fram raunhæfar áætlanir um uppgjör skulda. Í nóvember í fyrra gaf WOW air út yfirlýsingu um greiðsluáætlun sem miðaði að því að greiðslum yrði lokið í nóvember á þessu ári. Flugfélagið skuldbatt sig jafnframt til þess að tryggja að ein flugvél yrði ávallt á Keflavíkurflugvelli sem trygging fyrir skuldinni.Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Vísir/VilhelmOddur og Eva B Helgasóttir, lögmenn ALC, sögðu við málflutninginn að Isavia hefði brotið eigin reglur með því að leyfa skuldum WOW að safnast upp. Í reglum Isavia segi að félaginu sé óheimilt að innheimta ekki skuldir. Greiðsluáætlun WOW air hafi verið samkomulag um vanskil og að Isavia hafi farið langt út fyrir heimildir sínar með því að taka eign þriðja aðila sem tryggingu. Framganga Isavia í málinu væri valdníðsla af verstu sort. Þá kom fram í máli ALC að fundargerð Isavia frá stjórnarfundi, sem haldinn var fjórum dögum áður en WOW air varð gjaldþrota, hafi verið rætt um frestun á því að beita heimildinni til kyrrsetningar. Ástæðan hafi verið sú að frestun gæti hugsanlega leitt til lakari stöðu félagsins við innheimtu ógreiddra gjalda ef félagið færi í þrot áður en henni yrði beitt. Oddur sagði þetta sýna að forsvarsmenn Isavia hafi verið meðvitaðir um mögulegt heimildarleysi til þess að kyrrsetja vélina. Þá komi fram í fundargerðinni að stjórn Isavia hafi talið líklegt að kyrrsetning gæti haft neikvæð keðjuverkandi áhrif á aðra kröfuhafa sem myndi á endanum leiða til falls WOW air. Því hafi verið ákveðið að gera það ekki á þeim tímapunkti. Deilur ISAVIA og ALC Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Hótar öllu illu verði vélinni ekki skilað Erindrekar bandarísks félags sagðir hóta íslenskum félögum vandræðum vestanhafs vegna kyrrsetningar Isavia á flugvél sem WOW air leigði af félaginu. Fyrirtækið hafnaði sáttatilboði félagsins. 1. maí 2019 07:15 Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49 Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. 1. maí 2019 12:30 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. Er niðurstaða dómsins sú að Isavia sé heimilt að hamla för flugvélarinnar TF-GPA frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél eru ógreidd en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. Umrædd gjöld vélarinnar sem deilan snýst um nema 87 milljónum krónum. Lögmenn ALC túlka niðurstöðuna á þann veg að ALC þurfi að greiða 87 milljónir króna til að fá vélina afhenta en ekki þá tvo milljarða sem er heildarskuld WOW air við Isavia. Flugfélagið skuldaði greiðslur vegna fjölmargra flugvéla sem flugfélagið hafði á leigu. ALC hafði þegar boðið 87 milljónir króna greiðslu til að fá vélina lausa að sögn Odds Ástráðssonar, lögmanns ALC en því hafi verið hafnað án rökstuðnings. Isavia verði að sækja hina peningana í þrotabú WOW air. Oddur segir í samtali við fréttastofu að til skoðunar sé að kæra úrskurðinn og vísa honum til Landsréttar og sömuleiðis til eftirlitsstofnunar EFTA til að fá úr því skorið hvort um sé að ræða ólögmæta ríkisaðstoð. Tekist var um málið í munnlegum málflutningi í Reykjanes í dag og var úrskurðurinn svo kveðinn upp klukkan 16. Úrskurðurinn er kæranlegur til tveggja vikna að því er fram kom í máli dómara við uppkvaðningu úrskurðarins.Uppsöfnuð vanskil frá 2017 Hlynur Halldórsson, lögmaður Isavia, sagði við málflutninginn í dag að ALC hefði verið fullkunnugt að Isavia gæti kyrrsett flugvélar WOW ef flugfélagið stæði ekki skil á gjöldunum. Þá hafi ALC vitað eða mátt vita af fjárhagsvandræðum WOW air. Benti hann á að þegar slitnaði upp úr viðræðum WOW og Indigo Parters hafi forsvarmenn flugfélagsins hafið viðræður við stærstu kröfuhafa félagsins, meðal annars ALC, um að breyta kröfum sínum í hlutafé. Í greinargerð Isavia í málinu er lýst hvernig vanskil WOW air söfnuðust upp frá því í lok árs 2017 og að Isavia hafi hótað að beita kyrrsetningarheimildinni ef ekki kæmu fram raunhæfar áætlanir um uppgjör skulda. Í nóvember í fyrra gaf WOW air út yfirlýsingu um greiðsluáætlun sem miðaði að því að greiðslum yrði lokið í nóvember á þessu ári. Flugfélagið skuldbatt sig jafnframt til þess að tryggja að ein flugvél yrði ávallt á Keflavíkurflugvelli sem trygging fyrir skuldinni.Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Vísir/VilhelmOddur og Eva B Helgasóttir, lögmenn ALC, sögðu við málflutninginn að Isavia hefði brotið eigin reglur með því að leyfa skuldum WOW að safnast upp. Í reglum Isavia segi að félaginu sé óheimilt að innheimta ekki skuldir. Greiðsluáætlun WOW air hafi verið samkomulag um vanskil og að Isavia hafi farið langt út fyrir heimildir sínar með því að taka eign þriðja aðila sem tryggingu. Framganga Isavia í málinu væri valdníðsla af verstu sort. Þá kom fram í máli ALC að fundargerð Isavia frá stjórnarfundi, sem haldinn var fjórum dögum áður en WOW air varð gjaldþrota, hafi verið rætt um frestun á því að beita heimildinni til kyrrsetningar. Ástæðan hafi verið sú að frestun gæti hugsanlega leitt til lakari stöðu félagsins við innheimtu ógreiddra gjalda ef félagið færi í þrot áður en henni yrði beitt. Oddur sagði þetta sýna að forsvarsmenn Isavia hafi verið meðvitaðir um mögulegt heimildarleysi til þess að kyrrsetja vélina. Þá komi fram í fundargerðinni að stjórn Isavia hafi talið líklegt að kyrrsetning gæti haft neikvæð keðjuverkandi áhrif á aðra kröfuhafa sem myndi á endanum leiða til falls WOW air. Því hafi verið ákveðið að gera það ekki á þeim tímapunkti.
Deilur ISAVIA og ALC Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Hótar öllu illu verði vélinni ekki skilað Erindrekar bandarísks félags sagðir hóta íslenskum félögum vandræðum vestanhafs vegna kyrrsetningar Isavia á flugvél sem WOW air leigði af félaginu. Fyrirtækið hafnaði sáttatilboði félagsins. 1. maí 2019 07:15 Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49 Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. 1. maí 2019 12:30 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Hótar öllu illu verði vélinni ekki skilað Erindrekar bandarísks félags sagðir hóta íslenskum félögum vandræðum vestanhafs vegna kyrrsetningar Isavia á flugvél sem WOW air leigði af félaginu. Fyrirtækið hafnaði sáttatilboði félagsins. 1. maí 2019 07:15
Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49
Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. 1. maí 2019 12:30
Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10