Erlent

Þingforsetinn sakar Barr um lygar

Atli Ísleifsson skrifar
Nancy Pelosi er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Nancy Pelosi er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Getty
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sakaði í dag dómsmálaráðherrann William Barr um að ljúga að bandarískum þingheimi.

Pelosi lét orðin falla degi eftir að Barr mætti fyrir þingnefnd öldungadeildar til að ræða skýrslu sérstaka rannsakandans Robert Mueller um afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016.

Barr hefur sætt harðri gagnrýni vegna ákvörðunar sinnar að hreinsa Donald Trump Bandaríkjaforseta af ásökunum um að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar.

Barr neitaði að mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar í dag, en Demókratar eru með meirihluta þar.

„Hann laug að fulltrúadeild þingsins. Ef einhver annar myndi gera það yrði það álitið vera glæpur,“ sagði Pelosi á þinginu í dag. „Enginn er hafinn yfir lögin.“



Pelosi vísaði þar í orð Barr þegar hann sagðist ekki vera kunnugt um umkvartanir Mueller um fjögurra síðna samantekt Barr á 400 síðna skýrslu Mueller.

Mueller hafði áður ritað Barr bréf þar sem hann sagði samantekt Barr hafa skort „samhengi“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×