Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. maí 2019 18:30 Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. Sum brotanna eru talin mjög gróf og niðurlægjandi og telst framkoma mannsins gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Embætti landlæknis hefur verið tilkynnt um málið. Í febrúar síðastliðnum var lögð fram kvörtun til forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um meinta áreitni yfirmanns sjúkraflutninga í garð starfsmanna eða fyrrum starfsmanna stofnunarinnar. Fjórar konur sem höfðu starfað undir manninum lögðu fram kvörtun. Forstjóri og mannauðsstjóri heilbrigðisstofnunarinnar fengu strax óháða sálfræðinga til að framkvæma athugun á málinu. Niðurstaðan liggur nú fyrir og hefur fréttastofa hana undir höndum sem og bréf forstjóra stofnunarinnar, Herdísar Gunnarsdóttur, til meintra þolenda í málinu. Þar segir að það sé ótvíræð niðurstaða athugunarinnar að brotið hafi verið á konunum fjórum sem lögðu fram kvörtunina. Brotin feli í sér bæði kynbundna og kynferðislega áreitni og að sum brotin hafi verið mjög gróf og niðurlægjandi. Þá er jafnframt tilgreint að framkoma mannsins teljist gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Maðurinn sem um ræðir hætti formlega störfum þann 1. apríl eftir að skipunartíma hans lauk. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fór hann hins vegar í leyfi í febrúar á meðan málið var til rannsóknar. Í samtali við fréttastofu segir ein af meintum þolendum að konurnar ætli að kæra málið til lögreglu. Hún segir manninn hafa brotið á fleiri konum í starfi. Brotin séu mörg og sum mjög gróf. Hann hafi til dæmis fengið kvenkyns undirmenn sína á skrifstofuna til sín og sýnt kynferðislega tilburði. Hann hafi einnig nýtt sér stöðu sína þegar konur sem voru lausráðnar sóttu um fastráðningu og dæmi séu um að hann hafi hafnað konum um vinnu sem ekki hafi viljað stunda kynlíf með honum. Þá hafi hann sent gróf kynferðisleg skilaboð í gegnum samfélagsmiðla og sms. Konan segist vera mjög ánægð með viðbrögð heilbrigðisstofnunarinnar í málinu sem hafi verið til fyrirmyndar. Stofnunin hafi fylgt málinu vel eftir og konunum boðin sálræn þjónstuna. Í bréfinu segir að málið falli undir eftirlitshlutverk embættis landlæknis gagnvart heilbrigðisstarfsmönnum og hefur embættinu verið tilkynnt um málið. Fréttastofa hefur ekki náð tali af manninum í dag. Árborg Kynferðisofbeldi MeToo Sjúkraflutningar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. Sum brotanna eru talin mjög gróf og niðurlægjandi og telst framkoma mannsins gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Embætti landlæknis hefur verið tilkynnt um málið. Í febrúar síðastliðnum var lögð fram kvörtun til forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um meinta áreitni yfirmanns sjúkraflutninga í garð starfsmanna eða fyrrum starfsmanna stofnunarinnar. Fjórar konur sem höfðu starfað undir manninum lögðu fram kvörtun. Forstjóri og mannauðsstjóri heilbrigðisstofnunarinnar fengu strax óháða sálfræðinga til að framkvæma athugun á málinu. Niðurstaðan liggur nú fyrir og hefur fréttastofa hana undir höndum sem og bréf forstjóra stofnunarinnar, Herdísar Gunnarsdóttur, til meintra þolenda í málinu. Þar segir að það sé ótvíræð niðurstaða athugunarinnar að brotið hafi verið á konunum fjórum sem lögðu fram kvörtunina. Brotin feli í sér bæði kynbundna og kynferðislega áreitni og að sum brotin hafi verið mjög gróf og niðurlægjandi. Þá er jafnframt tilgreint að framkoma mannsins teljist gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Maðurinn sem um ræðir hætti formlega störfum þann 1. apríl eftir að skipunartíma hans lauk. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fór hann hins vegar í leyfi í febrúar á meðan málið var til rannsóknar. Í samtali við fréttastofu segir ein af meintum þolendum að konurnar ætli að kæra málið til lögreglu. Hún segir manninn hafa brotið á fleiri konum í starfi. Brotin séu mörg og sum mjög gróf. Hann hafi til dæmis fengið kvenkyns undirmenn sína á skrifstofuna til sín og sýnt kynferðislega tilburði. Hann hafi einnig nýtt sér stöðu sína þegar konur sem voru lausráðnar sóttu um fastráðningu og dæmi séu um að hann hafi hafnað konum um vinnu sem ekki hafi viljað stunda kynlíf með honum. Þá hafi hann sent gróf kynferðisleg skilaboð í gegnum samfélagsmiðla og sms. Konan segist vera mjög ánægð með viðbrögð heilbrigðisstofnunarinnar í málinu sem hafi verið til fyrirmyndar. Stofnunin hafi fylgt málinu vel eftir og konunum boðin sálræn þjónstuna. Í bréfinu segir að málið falli undir eftirlitshlutverk embættis landlæknis gagnvart heilbrigðisstarfsmönnum og hefur embættinu verið tilkynnt um málið. Fréttastofa hefur ekki náð tali af manninum í dag.
Árborg Kynferðisofbeldi MeToo Sjúkraflutningar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent