Greiddu hluthöfum milljarð í arð Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2019 19:37 Finnur Oddsson er forstjóri Origo Vísir/Vilhelm Uppfært: Upprunalega stóð í fréttinni að til stæði að greiða arð til hluthafa en það var gert á ársfjórðungnum sem nú er liðin. Fréttin hefur verið leiðrétt vegna þeirra mistaka. Origo hf. hagnaðist um 213 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Á sama tímabili í fyrra tapaði félagið 26 milljónum. EBIDTA Origo var 237 milljónir á ársfjórðungnum, samanborið við 102 milljónir á sama tímabili í fyrra. Félagið greiddi einn milljarð króna í arð til hluthafa á tímabilinu. Í yfirlýsingu frá Origo segir að framlegð hafi verið 922 milljónir, samanborið við 908 milljónir í fyrra. Þá var eigið fé Origo 7,1 milljarður króna og eiginfjárhlutfall 62,1 prósent. Í lok árs 2017 var eiginfjárhlutfallið 66,4 prósent. Frekari upplýsingar og uppgjörið má finna hér.Haft er eftir Finni Oddssyni, forstjóra Origio, í yfirlýsingunni að rekstur félagsins hafi gengið ágætlega miðað við aðstæður. „Afkoma var betri en verið hefur mörg undanfarin ár. Tekjur jukust töluvert, að teknu tilliti til Tempo, og EBITDA batnaði mikið og nam tæplega 7% af veltu samanborið við tæp 3% í fyrra. Þessi niðurstaða er annars vegar til komin vegna styrkingar rekstrar á milli ára og hins vegar vegna breyttra aðferða við reikningsskil sem hafa áhrif á EBITDA,“ segir Finnur. „Undanfarna mánuði hefur ríkt óvissuástand á vinnumarkaði og í íslensku efnahagslífi sem olli því að mörg fyrirtæki hafa haldið að sér höndum í fjárfestingum og nýjum verkefnum. Í því ljósi er árangur á fyrsta ársfjórðungi sérlega ánægjulegur og gefur vísbendingu um að stefnumótandi áherslur sem Origo markaði á síðasta ári séu farnar að skila sér í bættum rekstri. Við höfum hagrætt í skipulagi, aukið vægi hugbúnaðarlausna og lagt meiri áherslu á sjálfvirknivæðingu, bæði í eigin rekstri og fyrir viðskiptavini. Í febrúar sl. héldum við áfram með þessa vegferð með frekari einföldun á skipulagi, fækkun í hópi yfirstjórnenda og skarpari áherslu á sölustarf. Þessar breytingar hafa þegar átt þátt í að bæta þjónustu við viðskiptavini og styrkja afkomu. Áfram verður unnið að ýmsum verkefnum sem mun fela í sér hagræði bæði til skemmri og lengri tíma.“ Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Uppfært: Upprunalega stóð í fréttinni að til stæði að greiða arð til hluthafa en það var gert á ársfjórðungnum sem nú er liðin. Fréttin hefur verið leiðrétt vegna þeirra mistaka. Origo hf. hagnaðist um 213 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Á sama tímabili í fyrra tapaði félagið 26 milljónum. EBIDTA Origo var 237 milljónir á ársfjórðungnum, samanborið við 102 milljónir á sama tímabili í fyrra. Félagið greiddi einn milljarð króna í arð til hluthafa á tímabilinu. Í yfirlýsingu frá Origo segir að framlegð hafi verið 922 milljónir, samanborið við 908 milljónir í fyrra. Þá var eigið fé Origo 7,1 milljarður króna og eiginfjárhlutfall 62,1 prósent. Í lok árs 2017 var eiginfjárhlutfallið 66,4 prósent. Frekari upplýsingar og uppgjörið má finna hér.Haft er eftir Finni Oddssyni, forstjóra Origio, í yfirlýsingunni að rekstur félagsins hafi gengið ágætlega miðað við aðstæður. „Afkoma var betri en verið hefur mörg undanfarin ár. Tekjur jukust töluvert, að teknu tilliti til Tempo, og EBITDA batnaði mikið og nam tæplega 7% af veltu samanborið við tæp 3% í fyrra. Þessi niðurstaða er annars vegar til komin vegna styrkingar rekstrar á milli ára og hins vegar vegna breyttra aðferða við reikningsskil sem hafa áhrif á EBITDA,“ segir Finnur. „Undanfarna mánuði hefur ríkt óvissuástand á vinnumarkaði og í íslensku efnahagslífi sem olli því að mörg fyrirtæki hafa haldið að sér höndum í fjárfestingum og nýjum verkefnum. Í því ljósi er árangur á fyrsta ársfjórðungi sérlega ánægjulegur og gefur vísbendingu um að stefnumótandi áherslur sem Origo markaði á síðasta ári séu farnar að skila sér í bættum rekstri. Við höfum hagrætt í skipulagi, aukið vægi hugbúnaðarlausna og lagt meiri áherslu á sjálfvirknivæðingu, bæði í eigin rekstri og fyrir viðskiptavini. Í febrúar sl. héldum við áfram með þessa vegferð með frekari einföldun á skipulagi, fækkun í hópi yfirstjórnenda og skarpari áherslu á sölustarf. Þessar breytingar hafa þegar átt þátt í að bæta þjónustu við viðskiptavini og styrkja afkomu. Áfram verður unnið að ýmsum verkefnum sem mun fela í sér hagræði bæði til skemmri og lengri tíma.“
Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira