Viðskipti innlent

Hagnaður Lyfju minnkaði um 55 milljónir

Hörður Ægisson skrifar
Sigríður Margrét Oddsdóttir.
Sigríður Margrét Oddsdóttir. Lyfja
Hagnaður Lyfju, stærstu lyfjakeðju landsins, nam 324 milljónum króna á árinu 2018 og dróst saman um 55 milljónir frá fyrra ári. Tekjur félagsins voru tæplega 9,8 milljarðar króna og jukust um 450 milljónir á síðasta ári.

Hagnaður Lyfju, sem rekur 34 apótek um allt land, fyrir afskriftir, fjármagnsliði og afskriftir (EBIDA) var 644 milljónir á síðasta ári og minnkaði um rúmlega 90 milljónir borið saman við árið 2017. Eigið fé félagsins nam tæplega 3,6 milljörðum króna í árslok 2018 og var eiginfjárhlutfall Lyfju um 57 prósent.

Á síðasta ári var allt hlutafé lyfjakeðjunnar, sem var í eigu ríkissjóðs, selt til SÍA III, framtakssjóðs á vegum sjóðastýringarfélagsins Stefnis, og fjárfestanna Inga Guðjónssonar og Daníels Helgasonar. Þá var Sigríður Margrét Oddsdóttir ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækisins í byrjun þessa árs og tók hún við af Sigurbirni Gunnarssyni sem hafði gegnt starfinu í tólf ár. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×