Erlent

Einn nemandi látinn eftir skotárásina í Colorado

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumenn leiða fólk frá Highlands Ranch-skólanum í gær. Skólanum var lokað og læst í um klukkustund á meðan lögregla hafði upp á árásarmönnunum.
Lögreglumenn leiða fólk frá Highlands Ranch-skólanum í gær. Skólanum var lokað og læst í um klukkustund á meðan lögregla hafði upp á árásarmönnunum. Vísir/AP
Átján ára gamall piltur lést í skotárás tveggja ungmenna í skóla í Colorado í Bandaríkjunum í gær. Sjö aðrir eru særðir en árásarmennirnir eru taldir vera nemendur við skólann sem er steinsnar frá Columbine-framhaldsskólanum þar sem eitt alræmdasta fjöldamorð Bandaríkjanna var framið fyrir tuttugu árum.

Skotárásin í Highlands Ranch-skólanum nærri Denver hófst rétt fyrir klukkan 14:00 að staðartíma í gær. Árásarmennirnir tveir voru handteknir og fann lögregla skammbyssu sem talið er að þeir hafi notað í árásinni á vettvangi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að annar árásarmannanna sé undir lögaldri en hinn sé fullorðinn.

Tuttugu ár voru nýlega liðin frá skotárásinni í Columbine-framhaldsskólanum sem er aðeins um átta kílómetrum frá Highlands Ranch-skólanum. Þar skutu tveir nemendur við skólann tólf skólafélaga sína og einn kennara til bana.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×