Viðskipti innlent

Orðnir fjórðu stærstu hluthafar Skeljungs

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hlutabréf í Skeljungi hafa hækkað um rúmlega 12 prósent á árinu.
Hlutabréf í Skeljungi hafa hækkað um rúmlega 12 prósent á árinu. Fréttablaðið/GVA
Félög í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævarssonar, sem meðal annars eru eigendur fasteignasölunnar RE/MAX, hafa gert framvirka samninga um kaup á rúmum fimm prósenta hlut í Skeljungi, alls rúmlega 118 milljón hlutum.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að um sé að ræða félögin RPF ehf., Loran ehf., Premier eignarhaldsfélag ehf. og IREF ehf. Framvirku samningar félaganna voru flestir gerðir í gær og fyrradag, hver um sig upp á 1,02 prósenta hlut í Skeljungi. RPF ehf. gerði framvirkan samning í gær um kaup á 1,7 prósenta hlut og svo annan í dag fyrir 0,74 prósenta hlut. Flestir samninganna gilda til 5. júní næstkomandi.

Samanlagður atkvæðaréttur félaganna fjögurra nemur nú 5,51 prósenti og eru fyrrnefndir Gunnar og Þórarinn því orðnir fjórðu stærstu hluthafarnir í Skeljungi.

Það sem af er degi hefur Skeljungur hækkað um tæpt prósent í Kauphöllinni í 245 milljón króna viðskiptum.


Tengdar fréttir

365 miðlar vilja hluthafafund í Skeljungi

356 miðlar hf., félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, hefur óskað eftir því að boðað verði til hluthafafundar í Skeljungi. Setja á stjórnarkjör á dagskrá.

Með 6,4 prósenta hlut í Kviku banka

Þrjú félög sem eru í eigu viðskiptafélaganna Þórarins Arnars Sævarsson og Gunnars Sverris Harðarsonar, sem eru meðal annars eigendur fasteignasölunnar RE/MAX á Íslandi, fara samanlagt með um 6,37 prósenta eignarhlut í Kviku banka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×