Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. maí 2019 19:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Málið er auðvitað þess eðlis að það þurfti mikla yfirlegu og við höfum fengið fjölda gesta til að heyra öll þessi ólíku sjónarmið og fá svör við ýmsum spurningum vegna málsins. Það var ekki síst dagurinn í dag sem var afar mikilvægur því við fengum svör við ýmsum spurningum sem höfðu ekki komið fram áður svona skýrt allavega,“ sagði Áslaug Arna. Á meðal gesta á fundi utanríkismálanefndar í dag var Carl Baudenbacher fyrrverandi forseti EFTA dómstólsins en Baudenbacher vann lögfræðiálit um þriðja orkupakkann að beiðni utanríkisráðuneytisins. Hann telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það teflt aðild ríkisins að EES-samningnum í tvísýnu. Baudenbacher segir í álitsgerð sinni að ef Ísland myndi ekki staðfesta ákvörðun um innleiðingu þriðja orkupakkans myndi það virkja 102. gr. EES-samningsins sem felur í sér að viðauka við samninginn, í þessu tilviki gildistöku reglna þriðja orkupakkans, yrði frestað til bráðabirgða. Baudenbacher segir hins vegar í að í ljósi hlutverks Evrópusambandsins í þessari löggjöf, mikilvægi löggjafarinnar, þeirrar staðreyndar að ESB hafi lagt lykkju á leið sína til að koma til móts við Ísland og í ljósi þess að slíkt myndi ganga í berhögg við fyrri framkvæmd við innleiðingu orkupakka eitt og tvö hér á landi sé líklegt að ESB muni setja einhvers konar fordæmi. Þá gæti slíkt sett aðild Íslands að EES-samningnum í uppnám til lengri tíma. Baudenbacher undirstrikar hins vegar að Ísland geti farið þessa leið og virkjað 102. gr. EES-samningsins. Hins vegar sé engin ástæða að beita slíkum öryggisventli í málinu. Hagsmunasamtökin Orkan okkar, með Frosta Sigurjónsson í broddi fylkingar, hafa krafist þess að afgreiðslu þingsályktunartillögunnar um þriðja orkupakkann verði frestað að minnsta kosti fram á haust svo almenningur og alþingismenn fái meiri tíma til að kynna sér málið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagði ekki ástæðu til að taka undir þá kröfu. „Málið hefur nú verið í níu ár á könnu Alþingis og það hefur verið unnið vel af hálfu ráðuneytanna tveggja, utanríkisráðuneytisins og atvinnuvegaráðuneytisins. Við einhentum okkur auðvitað í það að vinna það vel í nefndinni og erum að fá svör við þeim spurningum sem á okkur brennur varðandi pakkann og ég tel ekki tilefni til að fresta þessu fram á haust.“ Áslaug Arna sagði aðspurð að utanríkismálanefnd kæmi til með að ljúka afgreiðslu málsins á næstunni. „Við höfum fengið meira en tuttugu gesti á fundi nefndarinnar og ætlum að halda því áfram á morgun.“Sjá umfjöllun Stöðvar 2 þar sem rætt er við Carl Baudenbacher og viðtal við Áslaugu Örnu í klippunni hér fyrir neðan. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Málið er auðvitað þess eðlis að það þurfti mikla yfirlegu og við höfum fengið fjölda gesta til að heyra öll þessi ólíku sjónarmið og fá svör við ýmsum spurningum vegna málsins. Það var ekki síst dagurinn í dag sem var afar mikilvægur því við fengum svör við ýmsum spurningum sem höfðu ekki komið fram áður svona skýrt allavega,“ sagði Áslaug Arna. Á meðal gesta á fundi utanríkismálanefndar í dag var Carl Baudenbacher fyrrverandi forseti EFTA dómstólsins en Baudenbacher vann lögfræðiálit um þriðja orkupakkann að beiðni utanríkisráðuneytisins. Hann telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það teflt aðild ríkisins að EES-samningnum í tvísýnu. Baudenbacher segir í álitsgerð sinni að ef Ísland myndi ekki staðfesta ákvörðun um innleiðingu þriðja orkupakkans myndi það virkja 102. gr. EES-samningsins sem felur í sér að viðauka við samninginn, í þessu tilviki gildistöku reglna þriðja orkupakkans, yrði frestað til bráðabirgða. Baudenbacher segir hins vegar í að í ljósi hlutverks Evrópusambandsins í þessari löggjöf, mikilvægi löggjafarinnar, þeirrar staðreyndar að ESB hafi lagt lykkju á leið sína til að koma til móts við Ísland og í ljósi þess að slíkt myndi ganga í berhögg við fyrri framkvæmd við innleiðingu orkupakka eitt og tvö hér á landi sé líklegt að ESB muni setja einhvers konar fordæmi. Þá gæti slíkt sett aðild Íslands að EES-samningnum í uppnám til lengri tíma. Baudenbacher undirstrikar hins vegar að Ísland geti farið þessa leið og virkjað 102. gr. EES-samningsins. Hins vegar sé engin ástæða að beita slíkum öryggisventli í málinu. Hagsmunasamtökin Orkan okkar, með Frosta Sigurjónsson í broddi fylkingar, hafa krafist þess að afgreiðslu þingsályktunartillögunnar um þriðja orkupakkann verði frestað að minnsta kosti fram á haust svo almenningur og alþingismenn fái meiri tíma til að kynna sér málið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagði ekki ástæðu til að taka undir þá kröfu. „Málið hefur nú verið í níu ár á könnu Alþingis og það hefur verið unnið vel af hálfu ráðuneytanna tveggja, utanríkisráðuneytisins og atvinnuvegaráðuneytisins. Við einhentum okkur auðvitað í það að vinna það vel í nefndinni og erum að fá svör við þeim spurningum sem á okkur brennur varðandi pakkann og ég tel ekki tilefni til að fresta þessu fram á haust.“ Áslaug Arna sagði aðspurð að utanríkismálanefnd kæmi til með að ljúka afgreiðslu málsins á næstunni. „Við höfum fengið meira en tuttugu gesti á fundi nefndarinnar og ætlum að halda því áfram á morgun.“Sjá umfjöllun Stöðvar 2 þar sem rætt er við Carl Baudenbacher og viðtal við Áslaugu Örnu í klippunni hér fyrir neðan.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira