Endurhanna Facebook-appið og leggja meiri áherslu á hópa og viðburði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2019 19:54 Mark Zuckerberg sést hér á kynningunni í dag ræða um þær breytingar sem gera á á Facebook-appinu. vísir/Getty Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi samfélagsmiðilsins Facebook, kynnti í dag ýmsar breytingar sem gerðar verða á miðlinum á næstunni. Ein stærsta breytingin sem ráðist verður í er á Facebook-appinu en það verður endurhannað með það að markmiði að leggja meiri áherslu á hópa og viðburði. Það eru þeir tveir þættir sem notendur Facebook nota mest í appinu að því er fram kom í kynningunni í dag. „Það eru tugir milljóna virkra hópa á Facebook. Þegar fólk finnur rétta hópinn þá verður hópurinn gjarnan það sem skiptir það mestu máli þegar kemur að því að nota Facebook. Í dag eru meira en 400 milljón notendur á Facebook í hóp sem skiptir þá máli. Við erum með þetta í huga þegar við kynnum nýja hönnun sem er einfaldari og setur hópana í öndvegi. Við kynnum einnig ný tól sem gera þér auðveldara að finna og taka þátt í hópum með fólki sem deilir þínum áhugamálum,“ sagði í færslu Facebook um breytingarnar á appinu en fjallað er um málið á The Verge. Endurhönnunin mun strax á næstu vikum byrja að birtast í snjallsímum notenda um allan heim. Þá er einnig unnið að því að endurhanna útlit Facebook eins og það birtist í tölvum notenda og munu þær breytingar sjást á næstu mánuðum. Stærsta breytingin í appinu er sú að sérstakur hnappur verður fyrir hópa efst í aðalvalmyndinni. Þegar smellt er á hnappinn mun notandinn fá upplýsingar sem sérstaklega eru miðaðar að honum varðandi það hvað er að gerast í hópunum sem hann er í. Þá munu birtast tillögur að nýjum hópum til að taka þátt í. Þegar kemur að viðburðum, sem margir hverjir eru auglýstir á Facebook, þá verður megináherslan á það að finna viðburði í næsta nágrenni við notandann. Nýr hnappur fyrir viðburði verður til dæmis með nákvæmara korti svo auðveldara verður að finna viðburði sem eru í grennd við hvorn annan. Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins. 24. apríl 2019 21:16 Zuckerberg óttast alræðisríki Forstjóri Facebook óttast kröfur um að persónuleg gögn verði vistuð í gagnaverum í hverju landi fyrir sig. Vill ekki að alræðisríki geti stolið upplýsingum um þegna sína. Ætlar að hundsa allar slíkar kröfur. 27. apríl 2019 08:00 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi samfélagsmiðilsins Facebook, kynnti í dag ýmsar breytingar sem gerðar verða á miðlinum á næstunni. Ein stærsta breytingin sem ráðist verður í er á Facebook-appinu en það verður endurhannað með það að markmiði að leggja meiri áherslu á hópa og viðburði. Það eru þeir tveir þættir sem notendur Facebook nota mest í appinu að því er fram kom í kynningunni í dag. „Það eru tugir milljóna virkra hópa á Facebook. Þegar fólk finnur rétta hópinn þá verður hópurinn gjarnan það sem skiptir það mestu máli þegar kemur að því að nota Facebook. Í dag eru meira en 400 milljón notendur á Facebook í hóp sem skiptir þá máli. Við erum með þetta í huga þegar við kynnum nýja hönnun sem er einfaldari og setur hópana í öndvegi. Við kynnum einnig ný tól sem gera þér auðveldara að finna og taka þátt í hópum með fólki sem deilir þínum áhugamálum,“ sagði í færslu Facebook um breytingarnar á appinu en fjallað er um málið á The Verge. Endurhönnunin mun strax á næstu vikum byrja að birtast í snjallsímum notenda um allan heim. Þá er einnig unnið að því að endurhanna útlit Facebook eins og það birtist í tölvum notenda og munu þær breytingar sjást á næstu mánuðum. Stærsta breytingin í appinu er sú að sérstakur hnappur verður fyrir hópa efst í aðalvalmyndinni. Þegar smellt er á hnappinn mun notandinn fá upplýsingar sem sérstaklega eru miðaðar að honum varðandi það hvað er að gerast í hópunum sem hann er í. Þá munu birtast tillögur að nýjum hópum til að taka þátt í. Þegar kemur að viðburðum, sem margir hverjir eru auglýstir á Facebook, þá verður megináherslan á það að finna viðburði í næsta nágrenni við notandann. Nýr hnappur fyrir viðburði verður til dæmis með nákvæmara korti svo auðveldara verður að finna viðburði sem eru í grennd við hvorn annan.
Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins. 24. apríl 2019 21:16 Zuckerberg óttast alræðisríki Forstjóri Facebook óttast kröfur um að persónuleg gögn verði vistuð í gagnaverum í hverju landi fyrir sig. Vill ekki að alræðisríki geti stolið upplýsingum um þegna sína. Ætlar að hundsa allar slíkar kröfur. 27. apríl 2019 08:00 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins. 24. apríl 2019 21:16
Zuckerberg óttast alræðisríki Forstjóri Facebook óttast kröfur um að persónuleg gögn verði vistuð í gagnaverum í hverju landi fyrir sig. Vill ekki að alræðisríki geti stolið upplýsingum um þegna sína. Ætlar að hundsa allar slíkar kröfur. 27. apríl 2019 08:00
Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00