Handtekinn fyrir hryðjuverkaárás í norðurkóresku sendiráði Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2019 12:42 Ráðist var inn í norðurkóreska sendiráðið í Madríd. Getty/Pablo Blazquez Dominguez Bandarísk yfirvöld hafa handtekið fyrrum landgönguliða sjóhersins sem var hluti hóps sem á að hafa ráðist inn í norðurkóreska sendiráðið í Madríd í febrúar og stolið raftækjum. Frá þessu er greint á vef Reuters. Christopher Ahn var handtekinn á fimmtudag og færður fyrir ríkisdómstól í Los Angeles á föstudag. Auk þess réðust útsendarar bandaríska ríkisins inn í íbúð Adrian Chong, sem er forystumaður Cheolima Civil Defense hreyfingarinnar, sem berst fyrir því að koma Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu af valdastóli. Haft er eftir heimildarmanni að Adrian hafi ekki verið viðstaddur þegar farið var inn á heimili hans. Að minnsta kosti tíu manns eiga að hafa ráðist inn í sendiráðið, haldið starfsfólki föngum í marga klukkutíma sem og ráðist að einhverjum þeirra áður en þau flýðu sendiráðið, skv. spænskum yfirvöldum. Árásarmennirnir eiga þá að hafa tekið með sér tölvur og harða diska áður en þau flúðu til Bandaríkjanna þar sem þau létu alríkislögreglunni efnið í hendur. Nú hefur efninu öllu verið skilað til norðurkóreskra yfirvalda en Cheolima hópurinn, sem kallar sig einnig Free Joseon, sagði að innrásin hafi ekki verið árás heldur hafi hópnum verið boðið í sendiráðið. Árásin var gerð aðeins nokkrum dögum fyrir annan fund Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong Un, en engar framfarir urðu á fundinum þar sem Trump reyndi að fá Norður-Kóreu til að yfirgefa kjarnorkuáætlun sína. Norðurkóresk yfirvöld hafa sagt árásina alvarlega hryðjuverkaárás og hafa nefnt orðróma um að alríkislögregla Bandaríkjanna standi á bak við árásina. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur neitað þeim ásökunum. Spænsk réttargögn greina frá því að þrír árásarmannanna hafi leitt einn starfsmanna sendiráðsins niður í kjallara þess þar sem þeir reyndu að fá hann til að flýja land sitt. Gögnin greina einnig frá því að nokkrir þeirra sem voru í hópnum hafi flúið til Bandaríkjanna, en ekki er vitað hvar þessir einstaklingar eru staðsettir að svo stöddu. Spænsk yfirvöld hafa krafist þess að þeir einstaklingar sem við koma málinu verði sendir aftur til Spánar til að koma fyrir dóm. Talsmaður dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hefur neitað að tjá sig um málið. Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Tengdar fréttir Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38 Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47 Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39 Segja árás á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverkaárás Yfirvöld Norður-Kóreu krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. 1. apríl 2019 10:58 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa handtekið fyrrum landgönguliða sjóhersins sem var hluti hóps sem á að hafa ráðist inn í norðurkóreska sendiráðið í Madríd í febrúar og stolið raftækjum. Frá þessu er greint á vef Reuters. Christopher Ahn var handtekinn á fimmtudag og færður fyrir ríkisdómstól í Los Angeles á föstudag. Auk þess réðust útsendarar bandaríska ríkisins inn í íbúð Adrian Chong, sem er forystumaður Cheolima Civil Defense hreyfingarinnar, sem berst fyrir því að koma Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu af valdastóli. Haft er eftir heimildarmanni að Adrian hafi ekki verið viðstaddur þegar farið var inn á heimili hans. Að minnsta kosti tíu manns eiga að hafa ráðist inn í sendiráðið, haldið starfsfólki föngum í marga klukkutíma sem og ráðist að einhverjum þeirra áður en þau flýðu sendiráðið, skv. spænskum yfirvöldum. Árásarmennirnir eiga þá að hafa tekið með sér tölvur og harða diska áður en þau flúðu til Bandaríkjanna þar sem þau létu alríkislögreglunni efnið í hendur. Nú hefur efninu öllu verið skilað til norðurkóreskra yfirvalda en Cheolima hópurinn, sem kallar sig einnig Free Joseon, sagði að innrásin hafi ekki verið árás heldur hafi hópnum verið boðið í sendiráðið. Árásin var gerð aðeins nokkrum dögum fyrir annan fund Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong Un, en engar framfarir urðu á fundinum þar sem Trump reyndi að fá Norður-Kóreu til að yfirgefa kjarnorkuáætlun sína. Norðurkóresk yfirvöld hafa sagt árásina alvarlega hryðjuverkaárás og hafa nefnt orðróma um að alríkislögregla Bandaríkjanna standi á bak við árásina. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur neitað þeim ásökunum. Spænsk réttargögn greina frá því að þrír árásarmannanna hafi leitt einn starfsmanna sendiráðsins niður í kjallara þess þar sem þeir reyndu að fá hann til að flýja land sitt. Gögnin greina einnig frá því að nokkrir þeirra sem voru í hópnum hafi flúið til Bandaríkjanna, en ekki er vitað hvar þessir einstaklingar eru staðsettir að svo stöddu. Spænsk yfirvöld hafa krafist þess að þeir einstaklingar sem við koma málinu verði sendir aftur til Spánar til að koma fyrir dóm. Talsmaður dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hefur neitað að tjá sig um málið.
Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Tengdar fréttir Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38 Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47 Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39 Segja árás á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverkaárás Yfirvöld Norður-Kóreu krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. 1. apríl 2019 10:58 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38
Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47
Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39
Segja árás á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverkaárás Yfirvöld Norður-Kóreu krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. 1. apríl 2019 10:58