Erlent

Hersýning haldin með andstæðingum

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Herskip Frelsishersins á sýningu vegna 70 ára afmælis.
Herskip Frelsishersins á sýningu vegna 70 ára afmælis. Getty/VCG
Herskip frá Indlandi, Ástralíu og fleiri löndum lögðust að höfn í Qingdao í Kína í morgun til að taka þátt í hersýningu í hafnarbænum. Tilefnið er 70 ára afmæli kínverska sjóhersins, en hann mun á sýningunni sýna áhorfendum kjarnorkukafbáta o.fl. í sjónum fyrir utan Qingdao. Frá þessu er greint á vef Reuters.

Kínversk yfirvöld segja alls 12 lönd taka þátt í hátíðarhöldunum, auk Kína, þ.á.m. Indland, sem hefur átt í útistöðum við Kína vegna ósættis um landamæri landanna tveggja, auk þess sem Kína hefur stutt Pakistan í útistöðum þess við Indland.

Ósætti hefur einnig ríkt á milli Ástralíu og Indlands en áströlsk yfirvöld hafa sakað Kína um að hafa afskipti af stjórnmálum í landinu auk þess sem tæki frá kínverska framleiðandanum Huawei.

Japanski sjóherinn sendi einnig eitt af skipum sínum til hátíðarhaldanna, í fyrsta skipti síðan 2011, en mikið ósætti hefur verið á milli landanna tveggja vegna ágreinings um eyjaklasa í Austur-Kínahafi auk þess sem Kína hefur verið ósátt með breytingar á stjórnarskrá Japan, sem forsætisráðherrann, Shinzo Abe hyggst gera.

Auk þessara ríkja, hafa Rússar sent herskip, auk þriggja annarra landa sem hafa átt í útistöðum við Kína vegna yfirráða í Suður-Kínahafi en það eru ríkin Víetnam, Malasía og Filippseyjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×