Erlent

CIA sakar Huawei um njósnir

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Anddyri höfuðstöðva Huawei.
Anddyri höfuðstöðva Huawei. getty/Qilai Shen
Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hefur sakað tæknifyrirtækið Huawei um að taka við fjármagni frá þremur undirstofnunum varnarmálaráðuneytis Kína, þ.á.m. kínverska þjóðaröryggisráðið og kínverski herinn. Bandaríska leyniþjónustan hefur hlotið stuðnings leyniþjónusta Bretlands, Ástralíu, Kanada og Nýja Sjálands, en Huawei hefur neitað ásökununum.

Retuers greinir frá.

Mikil spenna hefur ríkt  í viðskiptum milli Washington og Beijing upp á síðkastið og telur CIA að tækin frá Huawei gæti verið notuð til njósna. Fyrirtækið hefur sagt að þessar ásakanir séu ekki byggðar á rökum.

Í desember síðasta árs var Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda fyrirtækisins, handtekin að beiðni Bandaríkjanna í Kanada. Henni var þá gefið að sök að hafa stundað fjársvik, þjófnað á tækni í eigu bandarísks fyrirtækis og hindrun framgangs réttvísinnar. Henni hefur nú verið sleppt úr haldi.


Tengdar fréttir

Kínverskur risi í klandri

Bandaríkin standa fyrir samstilltu átaki gegn kínverska tæknirisanum Huawei. Kínverjarnir eru sakaðir um njósnir fyrir hið opinbera, brot á viðskiptaþvingunum og hugverkaþjófnað. Þeir neita þó alfarið sök og stjórnvöld í Kína segja málið einfaldlega pólitískt. Það kemur á versta tíma fyrir Huawei sem tekur nú þátt í 5G-bylgjunni.

Huawei stefnir Bandaríkjastjórn vegna banns

Bandarísk stjórnvöld bönnuðu alríkisstofnunum að nota búnað kínverska tæknirisans. Fyrirtækið telur lagaákvæði sem bannið byggir á stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Huawei neitaði alfarið sök fyrir dómi

James Cole, lögmaður kínverska tæknirisans Huawei, sagði fyrirtækið alfarið saklaust þegar þrettán liða ákæra bandaríska dómsmálaráðuneytisins fór fyrir alríkisdómstól í New York í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×