Trump segir engan óhlýðnast honum þvert á það sem segir í skýrslu Mueller Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2019 20:30 Donald Trump fyrir utan Hvíta húsið í dag. Getty/Win McNamee Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að enginn óhlýðnist honum, þvert á það sem segir í skýrslu Robert Mueller um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum um og möguleg tengsl við framboð Trump. „Það óhlýðast mér enginn,“ sagði Trump fyrir utan Hvíta húsið í dag er hann var spurður af fréttamönnum hvort hann hefði áhyggjur af því að starfsmenn og ráðgjafar hans færu ekki eftir skipunum hans. Eftir tveggja ára vinnu birtist skýrsla Mueller almenningi í síðustu viku. Úr skýrslunni má meðal annars lesa að undirmenn forsetans hafi forðað honum frá klandri með því að hunsa skipanir hans um afskipti af rannsókninni. „Tilraunir forsetans til þess að hafa áhrif á rannsóknina voru að mestu leyti misheppnaðar en það er að miklu leyti vegna þess að einstaklingarnir í kringum forsetann neituðu að framfylgja skipunum eða að verða við beiðnum hans,“ segir í skýrslunni. Trump er sagður vera pirraður yfir því að fjölmiðlar hafi fjallað ítarlega um þennan hluta skýrslunnar. Herma heimildir CNN að Trump hafi krafist fullvisu frá starfsmönnum Hvíta hússins að skipunum hans verði héðan í frá fylgt eftir. Skiptar skoðanir eru á meðal demókrata á þingi hvort hefja eigi kæruferlið sem fylgi því að kæra forseta fyrir embættisbrot. Sjálfur virðist Trump ekki hafa miklar áhyggjur af því að hann verði kærður fyrir embættisbrot. „Ekki einu sinni smávegis,“ svaraði Trump spurningu um það fyrir utan Hvíta húsið í dag. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þannig lýsa blaðamenn New York Times venjulegum degi Bandaríkjaforseta eftir að hafa rætt við tugi samstarfsmanna hans. 10. desember 2017 14:15 Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að enginn óhlýðnist honum, þvert á það sem segir í skýrslu Robert Mueller um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum um og möguleg tengsl við framboð Trump. „Það óhlýðast mér enginn,“ sagði Trump fyrir utan Hvíta húsið í dag er hann var spurður af fréttamönnum hvort hann hefði áhyggjur af því að starfsmenn og ráðgjafar hans færu ekki eftir skipunum hans. Eftir tveggja ára vinnu birtist skýrsla Mueller almenningi í síðustu viku. Úr skýrslunni má meðal annars lesa að undirmenn forsetans hafi forðað honum frá klandri með því að hunsa skipanir hans um afskipti af rannsókninni. „Tilraunir forsetans til þess að hafa áhrif á rannsóknina voru að mestu leyti misheppnaðar en það er að miklu leyti vegna þess að einstaklingarnir í kringum forsetann neituðu að framfylgja skipunum eða að verða við beiðnum hans,“ segir í skýrslunni. Trump er sagður vera pirraður yfir því að fjölmiðlar hafi fjallað ítarlega um þennan hluta skýrslunnar. Herma heimildir CNN að Trump hafi krafist fullvisu frá starfsmönnum Hvíta hússins að skipunum hans verði héðan í frá fylgt eftir. Skiptar skoðanir eru á meðal demókrata á þingi hvort hefja eigi kæruferlið sem fylgi því að kæra forseta fyrir embættisbrot. Sjálfur virðist Trump ekki hafa miklar áhyggjur af því að hann verði kærður fyrir embættisbrot. „Ekki einu sinni smávegis,“ svaraði Trump spurningu um það fyrir utan Hvíta húsið í dag.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þannig lýsa blaðamenn New York Times venjulegum degi Bandaríkjaforseta eftir að hafa rætt við tugi samstarfsmanna hans. 10. desember 2017 14:15 Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þannig lýsa blaðamenn New York Times venjulegum degi Bandaríkjaforseta eftir að hafa rætt við tugi samstarfsmanna hans. 10. desember 2017 14:15
Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12
Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00