Viðskipti innlent

Vilhjálmur hætti við framboð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vilhjálmur Vilhjálmsson, fyrrverandi forstjóri HB Granda.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, fyrrverandi forstjóri HB Granda. FBL/ANTON BRINK
Vilhjálmur Vilhjálmsson, fyrrverandi forstjóri HB Granda, hefur dregið til baka framboð sitt til stjórnar Eimskips. Fyrir vikið verður sjálfkjörið í stjórnina þegar framhaldsaðalfundur félagsins fer fram á föstudaginn, 26. apríl. Þess í stað býður hann sig fram í varastjórn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskipum til Kauphallarinnar í morgun.

Phil Quinlan hefur dregið framboð sitt til varastjórnar tilbaka. Samkvæmt samþykktum félagsins kýs aðalfundur fimm menn í stjórn. Þar sem frambjóðendur til stjórnar eru fimm og samsetning fullnægir ákvæðum laga og samþykkta félagsins um kynjahlutföll verður sjálfkjörið í stjórn.

Í framboði til varastjórnar eru: Erna Eiríksdóttir, Jóhanna á Bergi og Vilhjálmur Vilhjálmsson. Samkvæmt samþykktum félagsins kýs aðalfundur tvo í varastjórn. Þar sem þrjú eru í framboði til varastjórnar verður kosið til hennar á fundinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×