400 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur síðustu daga á þeim slóðum þar sem banaslysið varð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. apríl 2019 12:30 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá Brunavörnum Austur-Húnvetninga á vettvangi slyssins í gærkvöldi. Brunavarnir Austur-Húnvetninga Banaslys varð á þjóðveginum í botni Langadals, utan Blönduóss, vestan Húnavers í gærkvöldi. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur á síðustu dögum kært 400 manns fyrir of hraðan akstur á þeim slóðum þar sem slysið varð en slysið í gær er fyrsta banaslysið í umferðinni á þessu ári. Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, sjúkraflutningamenn á Blönduósi auk lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálftíu í gærkvöldi að alvarlegt umferðarslys hafi orðið á þjóðveginum í botni Langadals. Bifreiðin var á suðurleið, lenti utan vegar og fór nokkrar veltur. Karlmaður með erlent ríkisfang var einn í bílnum og slasaðist alvarlega en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu stýrði aðgerðum á vettvangi en mikill viðbúnaður var vegna slyssins og var þyrla landhelgisgæslunnar meðal annars send norður til aðstoðar. „Við fengum tilkynningu klukkan 21:33 um að það væri hugsanlega fastklemmdur maður eftir bílveltu hérna í botni Langadals við Æsustaði og við fórum ásamt lögreglu og sjúkraliði á vettvang og þar hófst vettvangsvinna,“ segir Ingvar.Hvernig voru aðstæður á vettvangi? „Veðurfar var ágætt. Það var um tíu stiga hiti og svona sjö til tíu metrar á sekúndu en nokkuð bjart og háskýjað,“ segir Ingvar.Var þetta mikil aðgerð á vettvangi? „Við vorum með allt tiltækt lið lögreglu, sjúkraflutninga og slökkviliðs á staðnum. Vinna gekk vel á vettvangi. Ég held að allir aðilar séu sammála um það,“ segir Ingvar. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Slysið í gær er fyrsta banaslysið í umferðinni á árinu. Á síðustu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 og 2018 en fæstir létust árið 2014. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur verið með öflugt umferðareftirlit á svæðinu frá því fyrir páska og sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu, að á síðustu dögum hafi um 400 ökumenn hefðu verið kærðir fyrir of hraðan akstur á þeim slóðum þar sem slysið varð. Fulltrúi frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa fór norður í morgun þar sem vettvangur slyssins var rannsakaður og var þjóðveginum lokað vegna þess. Búist er við að vegurinn opni aftur nú í hádeginu. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. Blönduós Húnavatnshreppur Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Banaslys nærri Húnaveri Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduóss, skammt vestan við Húnaver. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og olti margar veltur neðst í Bólstaðarhlíðarbrekku í gærkvöldi. 24. apríl 2019 09:55 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Banaslys varð á þjóðveginum í botni Langadals, utan Blönduóss, vestan Húnavers í gærkvöldi. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur á síðustu dögum kært 400 manns fyrir of hraðan akstur á þeim slóðum þar sem slysið varð en slysið í gær er fyrsta banaslysið í umferðinni á þessu ári. Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, sjúkraflutningamenn á Blönduósi auk lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálftíu í gærkvöldi að alvarlegt umferðarslys hafi orðið á þjóðveginum í botni Langadals. Bifreiðin var á suðurleið, lenti utan vegar og fór nokkrar veltur. Karlmaður með erlent ríkisfang var einn í bílnum og slasaðist alvarlega en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu stýrði aðgerðum á vettvangi en mikill viðbúnaður var vegna slyssins og var þyrla landhelgisgæslunnar meðal annars send norður til aðstoðar. „Við fengum tilkynningu klukkan 21:33 um að það væri hugsanlega fastklemmdur maður eftir bílveltu hérna í botni Langadals við Æsustaði og við fórum ásamt lögreglu og sjúkraliði á vettvang og þar hófst vettvangsvinna,“ segir Ingvar.Hvernig voru aðstæður á vettvangi? „Veðurfar var ágætt. Það var um tíu stiga hiti og svona sjö til tíu metrar á sekúndu en nokkuð bjart og háskýjað,“ segir Ingvar.Var þetta mikil aðgerð á vettvangi? „Við vorum með allt tiltækt lið lögreglu, sjúkraflutninga og slökkviliðs á staðnum. Vinna gekk vel á vettvangi. Ég held að allir aðilar séu sammála um það,“ segir Ingvar. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Slysið í gær er fyrsta banaslysið í umferðinni á árinu. Á síðustu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 og 2018 en fæstir létust árið 2014. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur verið með öflugt umferðareftirlit á svæðinu frá því fyrir páska og sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu, að á síðustu dögum hafi um 400 ökumenn hefðu verið kærðir fyrir of hraðan akstur á þeim slóðum þar sem slysið varð. Fulltrúi frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa fór norður í morgun þar sem vettvangur slyssins var rannsakaður og var þjóðveginum lokað vegna þess. Búist er við að vegurinn opni aftur nú í hádeginu. Tildrög slyssins eru til rannsóknar.
Blönduós Húnavatnshreppur Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Banaslys nærri Húnaveri Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduóss, skammt vestan við Húnaver. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og olti margar veltur neðst í Bólstaðarhlíðarbrekku í gærkvöldi. 24. apríl 2019 09:55 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Banaslys nærri Húnaveri Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduóss, skammt vestan við Húnaver. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og olti margar veltur neðst í Bólstaðarhlíðarbrekku í gærkvöldi. 24. apríl 2019 09:55