Viðskipti innlent

Minna á að fiskprótein í nýjum drykk geta valdið ofnæmisviðbrögðum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bæði er hægt að fá COLLAB með mangó- og ferskjubragði og límónu- og ylliblómabragði.
Bæði er hægt að fá COLLAB með mangó- og ferskjubragði og límónu- og ylliblómabragði.
Tvö tilfelli hafa komið upp þar sem neytendur drykkjarins COLLAB hafa fengið ofnæmisviðbrögð við neyslu. Ölgerðin minnir á að drykkurinn inniheldur vatnsrofin kollagenprótein úr íslensku fiskroði.

Það kemur fram á innihaldslýsingu á umbúðum en þó sé rétt að vekja sérstaka athygli á þessu þar sem möguleiki sé á ofnæmisviðbrögðum hjá þeim sem eru með ofnæmi fyrir fiskafurðum.

Þá hafa Ölgerðinni borist ábendingar frá vegan samfélaginu þar sem þess er óskað að merkingar verði meira áberandi. Af þeim sökum hefur Ölgerðin hafið vinnu við endurhönnun umbúða drykkjarins. Er reiknað með nýjum umbúðum í verslanir síðla sumars.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×