Viðskipti innlent

Hagnaður Samkaupa jókst um 30 prósent milli ára

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Samkaup reka Nettó.
Samkaup reka Nettó.
Hagnaður Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, jókst um 30 prósent og var 336 milljónir króna árið 2018. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Kaupfélags Suðurnesja, sem á 59 prósenta hlut í matvörukeðjunni.

Arðsemi eigin fjár var 15 prósent, samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins sem byggja á gögnum úr ársreikningi kaupfélagsins og ársreikningi Samkaupa frá 2017.

Samkaup keypti í fyrra af Basko sjö Iceland-verslanir, fimm verslanir 10-11 miðsvæðis í Reykjavík og báðar verslanir Háskólabúðarinnar.

Samkaup reka Nettó, Kjörbúðina, Krambúð, Samkaup Úrval og Samkaup Strax. Verslanirnar eru um 50, segir á heimasíðu fyrirtækisins.

Ekki kemur fram í ársreikningi Kaupfélagsins hve mikil velta Samkaupa var á árinu en árið 2017 nam hún 25,6 milljörðum króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×