Íslenski boltinn

Upphitunarþáttur Pepsi Max-markanna í opinni dagskrá í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Reynir og Þorvaldur verða áfram í hlutverki sérfræðinga Pepsi Max-markanna.
Reynir og Þorvaldur verða áfram í hlutverki sérfræðinga Pepsi Max-markanna. mynd/stöð 2 sport
Árlegur upphitunarþáttur Pepsi Max-markanna verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:15 í kvöld.

Líkt og venjulega spá sérfræðingar þáttarins fyrir um gengi liðanna í sumar þótt spáin sé með öðru sniði en hún hefur verið.

Þjálfarar allra liðanna tólf í Pepsi Max-deildinni mæta í settið og ræða möguleika sinna liða í sumar.

Eins og undanfarin ár stýrir Hörður Magnússon þættinum. Sérfræðingar hans í sumar verða Þorkell Máni Pétursson, Hallbera Gísladóttir, Logi Ólafsson, Atli Viðar Björnsson, Reynir Leósson og Þorvaldur Örlygsson.

Keppni í Pepsi Max-deildinni hefst annað kvöld með leik Íslandsmeistara Vals og Víkings R. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Fimm leikir eru á dagskrá á laugardaginn. Leikur ÍA og KA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 16:00 og klukkan 20:00 verður leikur Stjörnunnar og KR sýndur á Stöð 2 Sport.

Fyrsta umferðin verður svo gerð upp í Pepsi Max-mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 21:15 á sunnudaginn.







Tengdar fréttir

Val spáð Íslandsmeistaratitlinum

Valsmenn verða Íslandsmeistarar ef hin árlega spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deild karla rætist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×